Reglulegar uppsagnir „því miður verið okkar raunveruleiki“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2024 10:51 Jón Þór Þorvaldsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir flugmenn duglega að mennta sig og koma sér í aðrar vinnur þegar þeim er sagt upp vegna árstíðasveiflna, en 57 flugmönnum Icelandair var sagt upp í síðustu viku. Tilhneiging þeirra til að snúa aftur til fyrirtækisins sýni heilindi bæði flugmannanna og félagsins. „Tilfinningin er náttúrlega alltaf slæm. Það er alltaf ömurlegt þegar fólki er sagt upp störfum,“ segir Jón Þór Þorvaldsson formaður Fía í samtali við fréttastofu. Flugmenn sem ljúka störfum í október eru 57 en 29 flugstjórar missa stöðuna og færast í stöðu flugmanns. Meiri sveifla hér en í Evrópu Félagið fundaði í gær með þeim flugmönnum sem sagt var upp og farið var yfir stöðuna. „Og við erum að bíða eftir gögnum frá vinnuveitanda um útreikningana á bak við þetta. Þannig að þetta er allt í ferli ennþá,“ segir Jón Þór. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair ræddi við fréttastofu um uppsagnirnar á dögunum. Hann sagði árstíðasveiflu ástæðu uppsagnanna og hann vonist til að flugmennirnir komi aftur til starfa frá félaginu næsta vor. Jón Þór bendir á að mikil sveifla sé í eftirspurn eftir flugsætum á heimsvísu en hún sé ýktari hjá Icelandair en hjá öðrum félögum vegna þess hvar Ísland er staðsett. Eftirspurnin eftir flugsætum sveiflist um rúmlega þrjátíu prósent hjá öðrum flugfélögum í Evrópu milli sumars og vetrar en um fjörutíu prósent hjá Icelandair. „Þannig að þetta hefur því miður verið okkar raunveruleiki að fólk missi vinnuna árstíðarbundið,“ segir Jón Þór. Heilindi félagsins og flugmanna mikil Aðspurður segir hann mjög erfitt fyrir flugmenn að missa vinnuna nokkra mánuði í senn ár hvert. „Enda hafa flugmenn verið ótrúlega duglegir að mennta sig í öðru og koma sér í vinnu annars staðar og íslenskir flugmenn hafa verið mjög eftirsóttir í flugstörf erlendis.“ Það sé vissulega erfitt að koma sér í nýtt starf í nokkra mánuði og ætla svo að snúa aftur. „En það er í raun og veru gæfa Icelandair og hollusta og trúnaður flugmanna við þetta fyrirtæki er alveg ótrúlega mikill. Og það lýsir bæði heilindum þeirra flugmanna sem starfa fyrir Icelandair og ekki síður fyrirtækinu sem er mjög gott fyrirtæki að vinna fyrir,“ segir Jón Þór. Icelandair Stéttarfélög Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21 „Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. 17. júní 2024 21:47 Mest lesið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira
„Tilfinningin er náttúrlega alltaf slæm. Það er alltaf ömurlegt þegar fólki er sagt upp störfum,“ segir Jón Þór Þorvaldsson formaður Fía í samtali við fréttastofu. Flugmenn sem ljúka störfum í október eru 57 en 29 flugstjórar missa stöðuna og færast í stöðu flugmanns. Meiri sveifla hér en í Evrópu Félagið fundaði í gær með þeim flugmönnum sem sagt var upp og farið var yfir stöðuna. „Og við erum að bíða eftir gögnum frá vinnuveitanda um útreikningana á bak við þetta. Þannig að þetta er allt í ferli ennþá,“ segir Jón Þór. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair ræddi við fréttastofu um uppsagnirnar á dögunum. Hann sagði árstíðasveiflu ástæðu uppsagnanna og hann vonist til að flugmennirnir komi aftur til starfa frá félaginu næsta vor. Jón Þór bendir á að mikil sveifla sé í eftirspurn eftir flugsætum á heimsvísu en hún sé ýktari hjá Icelandair en hjá öðrum félögum vegna þess hvar Ísland er staðsett. Eftirspurnin eftir flugsætum sveiflist um rúmlega þrjátíu prósent hjá öðrum flugfélögum í Evrópu milli sumars og vetrar en um fjörutíu prósent hjá Icelandair. „Þannig að þetta hefur því miður verið okkar raunveruleiki að fólk missi vinnuna árstíðarbundið,“ segir Jón Þór. Heilindi félagsins og flugmanna mikil Aðspurður segir hann mjög erfitt fyrir flugmenn að missa vinnuna nokkra mánuði í senn ár hvert. „Enda hafa flugmenn verið ótrúlega duglegir að mennta sig í öðru og koma sér í vinnu annars staðar og íslenskir flugmenn hafa verið mjög eftirsóttir í flugstörf erlendis.“ Það sé vissulega erfitt að koma sér í nýtt starf í nokkra mánuði og ætla svo að snúa aftur. „En það er í raun og veru gæfa Icelandair og hollusta og trúnaður flugmanna við þetta fyrirtæki er alveg ótrúlega mikill. Og það lýsir bæði heilindum þeirra flugmanna sem starfa fyrir Icelandair og ekki síður fyrirtækinu sem er mjög gott fyrirtæki að vinna fyrir,“ segir Jón Þór.
Icelandair Stéttarfélög Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21 „Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. 17. júní 2024 21:47 Mest lesið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira
Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21
„Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. 17. júní 2024 21:47