Þá hafa miðlar birt myndskeið þar sem Timberlake sést aka eftir auðri götu rétt áður en hann var stoppaður.

Samkvæmt lögregluskýrslu var tónlistarmaðurinn stöðvaður eftir að lögregla varð vitni að því þegar hann hunsaði stöðvunarskyldu. Þá virðist akstur Timberlake hafa verið óreglulegur og hann ekki haldið sig á réttri akbraut.
Í skýrslunni eru augu Timberlake sögð hafa borið vitni um ölvun auk þess sem sterka lykt lagði frá vitum hans. Hann er sagður hafa verið óstöðugur, talað hægt og hvorki getað haldið jafnvægi né athygli.
Stóð hann sig illa í öllum vettvangsprófunum, samkvæmt lögregluskýrslunni.
Timberlake, sem er sagður hafa verið að koma frá American Hotel í Sag Harbor í Hamptons þegar hann var handtekinn, ku hafa neitað að gangast undir blóðprufu þegar á lögreglustöðina var komið. Sagðist hann aðeins hafa fengið sér einn drykk og síðan elt vini sína heim.
Tónlistamaðurinn var ákærður fyrir ölvunarakstur og tvö umferðarlagabrot en sleppt að því loknu.