„Vildi sýna að ég geti skorað í efstu deild“ Sverrir Mar Smárason skrifar 18. júní 2024 22:06 Viktor Jónsson skoraði í kvöld, líkt og hann gerði á þessari mynd. Hulda Margrét Skagamenn unnu góðan 2-1 heimasigur á erkifjéndum sínum í KR í Bestu deild karla á Akranesi í kvöld. Skagamenn höfðu ekki unnið KR í efstu deild síðan árið 2016. Viktor Jónsson, framherji ÍA var mjög sáttur í leikslok. „Já þetta var mjög ljúft. Við töluðum um það fyrir leikinn að það væru átta ár síðan að ÍA vann KR og það væri löngu kominn tími til. Fengum frábært tækifæri í dag og vorum staðráðnir í því að sækja sigur,“ sagði Viktor Jónsson. Skagamenn höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og fengu nokkur góð færi til þess að skora framan af áður en síðari hálfleikur breyttist í mikla miðjubaráttu. Loks braut Viktor sjálfur ísinn á 86. mínútu og kom ÍA yfir. „Það var misheppnuð sending, Steinar fær boltann og leggur hann fyrir mig. Ég næ góðri snertingu á hann og set hann í fjær,“ sagði Viktor sem hefur skorað 8 mörk í sumar fyrir skagamenn. “Fyrsta markmiðinu mínu er náð, ég var með mest fimm mörk fyrir þetta tímabil. Vildi sýna að ég geti skorað í efstu deild. Það var umræðan hjá ykkur spekingunum fyrir mót. Ég var staðráðinn í því að sanna það og það hefur gengið vel.“ Eins og Viktor nefnir var það umræðan fyrir mót hvort hann raunverulega gæti skorað mörk í efstu deild. Hann á nokkur tímabil í fyrstu deild þar sem hann hefur raðað inn mörkum en markaskorun í þeirri bestu verið dræm fram að þessu. En sat umræðan í honum? „Nei ég myndi ekki segja það. Mér fannst það eiginlega bara hvetja mig. Ég veit hvað ég get og hverjir mínir styrkleikar eru. Ég var bara staðráðinn í því að spila inn á þá og haldast heill. Ég vissi að þetta myndi detta, þetta hvetur mig ennþá til þess að leggja meira á mig,“sagði Viktor. Skagamenn sitja í 4. sæti deildarinnar með 16 stig, jafnir Stjörnunni. Ætla þeir að berjast um sæti sem gæti mögulega gefið þáttökurétt í Evrópukeppni? „Já klárlega fyrst við erum þar núna. Fyrsta markmið var að halda okkur í deildinni en nú erum við í 4. sæti og það hefur gengið vel. Okkur líður vel saman inni á vellinum. Við viljum vera í efri helmingnum og berjast um Evrópu,“ sagði Viktor aðlokum. Besta deild karla ÍA KR Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - KR 2-1 | Heimamenn unnu uppgjör gömlu stórveldanna ÍA lagði KR 2-1 í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 18. júní 2024 21:10 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
„Já þetta var mjög ljúft. Við töluðum um það fyrir leikinn að það væru átta ár síðan að ÍA vann KR og það væri löngu kominn tími til. Fengum frábært tækifæri í dag og vorum staðráðnir í því að sækja sigur,“ sagði Viktor Jónsson. Skagamenn höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og fengu nokkur góð færi til þess að skora framan af áður en síðari hálfleikur breyttist í mikla miðjubaráttu. Loks braut Viktor sjálfur ísinn á 86. mínútu og kom ÍA yfir. „Það var misheppnuð sending, Steinar fær boltann og leggur hann fyrir mig. Ég næ góðri snertingu á hann og set hann í fjær,“ sagði Viktor sem hefur skorað 8 mörk í sumar fyrir skagamenn. “Fyrsta markmiðinu mínu er náð, ég var með mest fimm mörk fyrir þetta tímabil. Vildi sýna að ég geti skorað í efstu deild. Það var umræðan hjá ykkur spekingunum fyrir mót. Ég var staðráðinn í því að sanna það og það hefur gengið vel.“ Eins og Viktor nefnir var það umræðan fyrir mót hvort hann raunverulega gæti skorað mörk í efstu deild. Hann á nokkur tímabil í fyrstu deild þar sem hann hefur raðað inn mörkum en markaskorun í þeirri bestu verið dræm fram að þessu. En sat umræðan í honum? „Nei ég myndi ekki segja það. Mér fannst það eiginlega bara hvetja mig. Ég veit hvað ég get og hverjir mínir styrkleikar eru. Ég var bara staðráðinn í því að spila inn á þá og haldast heill. Ég vissi að þetta myndi detta, þetta hvetur mig ennþá til þess að leggja meira á mig,“sagði Viktor. Skagamenn sitja í 4. sæti deildarinnar með 16 stig, jafnir Stjörnunni. Ætla þeir að berjast um sæti sem gæti mögulega gefið þáttökurétt í Evrópukeppni? „Já klárlega fyrst við erum þar núna. Fyrsta markmið var að halda okkur í deildinni en nú erum við í 4. sæti og það hefur gengið vel. Okkur líður vel saman inni á vellinum. Við viljum vera í efri helmingnum og berjast um Evrópu,“ sagði Viktor aðlokum.
Besta deild karla ÍA KR Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - KR 2-1 | Heimamenn unnu uppgjör gömlu stórveldanna ÍA lagði KR 2-1 í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 18. júní 2024 21:10 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Leik lokið: ÍA - KR 2-1 | Heimamenn unnu uppgjör gömlu stórveldanna ÍA lagði KR 2-1 í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 18. júní 2024 21:10