Blæs á sögusagnir um að McGregor sé að gera sér upp meiðslin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júní 2024 15:01 Dana White segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Conor McGregor hafi hætt við bardaga til að koma sér í betri samningsstöðu. Jeff Bottari/Zuffa LLC Dana White, forseti UFC-sambandsins, segir ekkert til í þeim orðrómi um það að írski bardagakappinn Conor McGregor hafi hætt við bardaga sinn við Michael Chandler vegna samningsstöðu sinnar við UFC. McGregor og Chandler áttu að mætast þann 29. júní næstkomandi, en stuttu áður en blaðamannafundur bardagakappanna átti að fara fram sendi UFC-sambandið frá sér yfirlýsingu þess efnis að svo yrði ekki. Hinn 35 ára gamli McGregor dró sig svo úr bardaganum í kjölfarið vegna meiðsla og því verður ekkert af endurkomu hans í búrið. Ekki í bili að minnsta kosti. Mikil spenna ríkti fyrir endurkomu McGregor, en hann hefur ekki barist síðan hann fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier árið 2021. Strax fóru sögur á kreik um að meiðsli hefðu sett strik í reikninginn, sem McGregor staðfesti svo sjálfur. Þó er ekki vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Þá fóru einnig sögur á kreik um að ástæða þess að McGregor hafi hætt við bardagann hafi verið vegna þess að þessa dagana er Írinn í viðræðum við UFC-sambandið um nýjan samning. Núverandi samningur hans er að nálgast endalok sín, en Dana White hefur nú blásið á þær sögusagnir. „Conor McGregor, kannski mun hann berjast aftur og kannski ekki,“ sagði White. „Maður veit aldrei með stráka á þessu stigi. Maður veit aldrei hvenær maður fær að sjá þá berjast aftur.“ „McGregor myndi aldrei skipuleggja bardaga til að geta reynt að ná fram samningum eða til að fá meiri pening,“ bætti White við. „Conor McGregor er meiddur núna. Það er alveg klárt. Hann hefur aldrei gert neitt slíkt.“ MMA Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira
McGregor og Chandler áttu að mætast þann 29. júní næstkomandi, en stuttu áður en blaðamannafundur bardagakappanna átti að fara fram sendi UFC-sambandið frá sér yfirlýsingu þess efnis að svo yrði ekki. Hinn 35 ára gamli McGregor dró sig svo úr bardaganum í kjölfarið vegna meiðsla og því verður ekkert af endurkomu hans í búrið. Ekki í bili að minnsta kosti. Mikil spenna ríkti fyrir endurkomu McGregor, en hann hefur ekki barist síðan hann fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier árið 2021. Strax fóru sögur á kreik um að meiðsli hefðu sett strik í reikninginn, sem McGregor staðfesti svo sjálfur. Þó er ekki vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Þá fóru einnig sögur á kreik um að ástæða þess að McGregor hafi hætt við bardagann hafi verið vegna þess að þessa dagana er Írinn í viðræðum við UFC-sambandið um nýjan samning. Núverandi samningur hans er að nálgast endalok sín, en Dana White hefur nú blásið á þær sögusagnir. „Conor McGregor, kannski mun hann berjast aftur og kannski ekki,“ sagði White. „Maður veit aldrei með stráka á þessu stigi. Maður veit aldrei hvenær maður fær að sjá þá berjast aftur.“ „McGregor myndi aldrei skipuleggja bardaga til að geta reynt að ná fram samningum eða til að fá meiri pening,“ bætti White við. „Conor McGregor er meiddur núna. Það er alveg klárt. Hann hefur aldrei gert neitt slíkt.“
MMA Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira