Maðurinn sem uppgötvaði Bieber kveður bransann Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júní 2024 21:01 Scooter Braun. getty Umboðsmaðurinn Scooter Braun hefur ákveðið að segja skilið við tónlistarbransann. Braun er maðurinn sem uppgötvaði Justin Bieber og bauð honum samning hjá útgáfufyrirtæki. Þá hefur hann unnið með mörgum stærstu stjörnum tónlistarbransans, þar á meðal Kanye West, Ariönu Grande, David Guetta og Black Eyed Peas. Braun tilkynnir þessa ákvörðun sína í langri færslu á Instagram. Þar segist hann ætla að einbeita sér að öðrum hlutum, svo sem föðurhlutverkinu og fyrirtækinu HYBE America, þar sem hann gegnir stjórnunarstöðu. Á instagram hefur hann einnig birt myndir frá ferlinum. View this post on Instagram A post shared by Scott “Scooter” Braun (@scooterbraun) Leiðir skildu milli Braun og vinsælla tónlistarmanna á síðasta ári, þar á meðal Justin Bieber og Ariönu Grande. Ferill Braun fór á flug eftir að hann tók eftir Bieber að syngja á YouTube. Honum tókst að hafa uppi á móður Bieber og bauð honum plötusamning hjá útgáfu sem Braun hafði stofnað ásamt poppstjörnunni Usher. Braun kveðst hafa tekið ákvörðun um að hætta eftir að „einn minn stærsti umbjóðandi og vinur sagði mér að hann ætlaði að breiða úr vængjum og leita annað“. Hann greinir ekki frá því hver sá umbjóðandi sé. „Eftir því sem börn mín uxu úr grasi, og ég varð fyrir áföllum persónulega, komst ég að þeirri niðurstöðu að börnin mín þrjú séu súperstjörnur sem ég má ekki við að missa,“ skrifar Braun á Instagram. „Þær fórnir sem ég var áður tilbúinn að gera get ég ekki lengur réttlætt,“ bætir hann við. Braun komst einnig í fréttir þegar hann átti í deilum við Taylor Swift fyrir fimm árum. Braun festi kaup á útgáfufyrirtæki Swift og eignaðist þar með rétt á því að nýta tónlist Swift í auglýsingum og bíómyndum, sem Swift kom ítrekað í veg fyrir. Hún hóf svo að taka upp plötur sínar að nýju, til þess að gerast aðalrétthafi á ný og rýra virði gömlu platnanna. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Braun tilkynnir þessa ákvörðun sína í langri færslu á Instagram. Þar segist hann ætla að einbeita sér að öðrum hlutum, svo sem föðurhlutverkinu og fyrirtækinu HYBE America, þar sem hann gegnir stjórnunarstöðu. Á instagram hefur hann einnig birt myndir frá ferlinum. View this post on Instagram A post shared by Scott “Scooter” Braun (@scooterbraun) Leiðir skildu milli Braun og vinsælla tónlistarmanna á síðasta ári, þar á meðal Justin Bieber og Ariönu Grande. Ferill Braun fór á flug eftir að hann tók eftir Bieber að syngja á YouTube. Honum tókst að hafa uppi á móður Bieber og bauð honum plötusamning hjá útgáfu sem Braun hafði stofnað ásamt poppstjörnunni Usher. Braun kveðst hafa tekið ákvörðun um að hætta eftir að „einn minn stærsti umbjóðandi og vinur sagði mér að hann ætlaði að breiða úr vængjum og leita annað“. Hann greinir ekki frá því hver sá umbjóðandi sé. „Eftir því sem börn mín uxu úr grasi, og ég varð fyrir áföllum persónulega, komst ég að þeirri niðurstöðu að börnin mín þrjú séu súperstjörnur sem ég má ekki við að missa,“ skrifar Braun á Instagram. „Þær fórnir sem ég var áður tilbúinn að gera get ég ekki lengur réttlætt,“ bætir hann við. Braun komst einnig í fréttir þegar hann átti í deilum við Taylor Swift fyrir fimm árum. Braun festi kaup á útgáfufyrirtæki Swift og eignaðist þar með rétt á því að nýta tónlist Swift í auglýsingum og bíómyndum, sem Swift kom ítrekað í veg fyrir. Hún hóf svo að taka upp plötur sínar að nýju, til þess að gerast aðalrétthafi á ný og rýra virði gömlu platnanna.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira