Þegar kvíðinn tekur völdin Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 15. júní 2024 09:30 Kvíði er gagnlegur upp að vissu marki og stuðlar að því að við hugsum okkur um áður en við særum aðra eða komum okkur í klandur. Hann getur bjargað lífi okkar í hættu og orðið til þess að við hrökkvum eða stökkvum þegar bíll nálgast okkur á ógnarhraða. Hóflegur kvíði er nátengdur samviskusemi þannig að við leggjum okkur fram í vinnu, búum okkur undir próf og vöndum framkomu okkar. Hjá sumum okkar verður kvíðinn hins vegar óhóflegur þannig að hann fer að ræsast í tíma og ótíma, þótt engin raunveruleg ógn sé til staðar. Þá telur kvíðinn okkur trú um að alls konar slæmt geti gerst ef við hlýðum honum ekki í einu og öllu; sótthreinsum á okkur hendurnar, margyfirförum tölvupósta og leitum til læknis í hundraðasta skiptið. Eftir því sem við látum meira eftir kvíðanum færir hann sig upp á skaptið. Ef það var nóg að yfirfara læsingar þrisvar sinnum í gær er vissara að gera það fjórum sinnum í dag. Ef ég fékk kvíðakast í Kringlunni í gær, er vissara að sniðganga Smáralindina líka. Svo fer kvíðinn að sá efasemdum um stórt og smátt. Gerðir þú mistök í vinnunni í gær? Gætir þú hafa keyrt á einhvern á leiðinni heim? Hvað ef þú missir stjórn á þér? Er eðlilegt að hugsa svona? Áttu kannski eftir að bilast? Á endanum fer öll orkan í það að berjast við hugsanirnar, yfirfara hluti og passa sig á því sem kvíðinn hótar okkur með. Við erum þá komin í þrotlausa og illa launaða vinnu fyrir Kvíða ehf. Og kvíðinn er harður húsbóndi. Kvíðinn er lygalaupur Eins sannfærandi og kvíðinn kann að virðast er sjaldnast innistæða fyrir hótunum hans. Þótt við vitum það með skynseminni er tilfinningin á öðru máli. Hræðslan tekur völdin af skynsamasta fólki; fær foreldri til að flýja í ofboði undan býflugu eða hringja á sjúkrabíl þegar kvíðakast gerir vart við sig. Enda er kvíðaviðbragðinu ætlað að hvetja okkur til að bregðast hratt og vel við þegar hætta er fyrir hendi. Skynsemin ein og sér nægir því sjaldnast til að kveða kvíðann niður. Við vitum að ólíklegt sé að við förumst í flugslysi eða að höfuðverkur undanfarinna daga stafi af heilaæxli. Samt getum við óttast það. Flestir sem glíma við óhóflegan kvíða hafa reynt að brjótast út úr viðjum kvíðans með einum eða öðrum hætti, láta af áhyggjum og óhlýðnast kvíðanum. Ef þetta væri svona einfalt væri vart nokkur maður með kvíðanvanda. Raunin er önnur því þriðji hver maður glímir við kvíðavanda einhvern tímann á lífsleiðinni sem oftar en ekki verður langvinnur án aðstoðar. Það er erfitt að ráða bót á kvíðanum á eigin spítur og ekki sama hvernig það er gert eigi langvinnur árangur að nást. Fokk kvíði Við eigum það til að taka of mikið mark á kvíðanum, líta á hann sem raunverulega ógn sem halda beri í skefjum. Kvíðinn er hins vegar meinalaust, en óþægilegt, viðbragð sem stuðlað hefur að afkomu mannsins í áranna rás. Þegar kvíðinn ræsist er hann í raun að spyrja okkur hvort eitthvað sé hættulegt. Ef við bregðumst við líkt og um hættu sé að ræða erum við að staðfesta að hættu hafi steðjað að og stuðla að því kvíðinn ræsist aftur í svipuðum aðstæðum. Því skiptir sköpum að fara óhikað gegn kvíðanum og gera öfugt við það sem hann krefst. Sýna honum hver er við stjórnvölinn. Með því móti sendum við skýr skilaboð um að ekki sé ástæða til að hræðast það sem um ræðir. Þumalfingursreglan er því að gera öfugt við það sem kvíðinn vill, að því gefnu að ekki sé um aðstæður að ræða, sem flestir myndu álíta hættulegar. Því oftar sem við sækjum í kvíðvænlegar aðstæður, því minni verður kvíðinn þegar til lengdar lætur. Ekki borgar sig að gera neitt til að kveða kvíðann niður enda líður hann á endanum hjá ef ekkert er að gert. Að lokum ber þess þó að geta að fólk getur þurft aðstoð til að gera þetta markvisst og má ná sérlega góðum árangri með hugrænni atferlismeðferð við kvíðavanda. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Kvíði er gagnlegur upp að vissu marki og stuðlar að því að við hugsum okkur um áður en við særum aðra eða komum okkur í klandur. Hann getur bjargað lífi okkar í hættu og orðið til þess að við hrökkvum eða stökkvum þegar bíll nálgast okkur á ógnarhraða. Hóflegur kvíði er nátengdur samviskusemi þannig að við leggjum okkur fram í vinnu, búum okkur undir próf og vöndum framkomu okkar. Hjá sumum okkar verður kvíðinn hins vegar óhóflegur þannig að hann fer að ræsast í tíma og ótíma, þótt engin raunveruleg ógn sé til staðar. Þá telur kvíðinn okkur trú um að alls konar slæmt geti gerst ef við hlýðum honum ekki í einu og öllu; sótthreinsum á okkur hendurnar, margyfirförum tölvupósta og leitum til læknis í hundraðasta skiptið. Eftir því sem við látum meira eftir kvíðanum færir hann sig upp á skaptið. Ef það var nóg að yfirfara læsingar þrisvar sinnum í gær er vissara að gera það fjórum sinnum í dag. Ef ég fékk kvíðakast í Kringlunni í gær, er vissara að sniðganga Smáralindina líka. Svo fer kvíðinn að sá efasemdum um stórt og smátt. Gerðir þú mistök í vinnunni í gær? Gætir þú hafa keyrt á einhvern á leiðinni heim? Hvað ef þú missir stjórn á þér? Er eðlilegt að hugsa svona? Áttu kannski eftir að bilast? Á endanum fer öll orkan í það að berjast við hugsanirnar, yfirfara hluti og passa sig á því sem kvíðinn hótar okkur með. Við erum þá komin í þrotlausa og illa launaða vinnu fyrir Kvíða ehf. Og kvíðinn er harður húsbóndi. Kvíðinn er lygalaupur Eins sannfærandi og kvíðinn kann að virðast er sjaldnast innistæða fyrir hótunum hans. Þótt við vitum það með skynseminni er tilfinningin á öðru máli. Hræðslan tekur völdin af skynsamasta fólki; fær foreldri til að flýja í ofboði undan býflugu eða hringja á sjúkrabíl þegar kvíðakast gerir vart við sig. Enda er kvíðaviðbragðinu ætlað að hvetja okkur til að bregðast hratt og vel við þegar hætta er fyrir hendi. Skynsemin ein og sér nægir því sjaldnast til að kveða kvíðann niður. Við vitum að ólíklegt sé að við förumst í flugslysi eða að höfuðverkur undanfarinna daga stafi af heilaæxli. Samt getum við óttast það. Flestir sem glíma við óhóflegan kvíða hafa reynt að brjótast út úr viðjum kvíðans með einum eða öðrum hætti, láta af áhyggjum og óhlýðnast kvíðanum. Ef þetta væri svona einfalt væri vart nokkur maður með kvíðanvanda. Raunin er önnur því þriðji hver maður glímir við kvíðavanda einhvern tímann á lífsleiðinni sem oftar en ekki verður langvinnur án aðstoðar. Það er erfitt að ráða bót á kvíðanum á eigin spítur og ekki sama hvernig það er gert eigi langvinnur árangur að nást. Fokk kvíði Við eigum það til að taka of mikið mark á kvíðanum, líta á hann sem raunverulega ógn sem halda beri í skefjum. Kvíðinn er hins vegar meinalaust, en óþægilegt, viðbragð sem stuðlað hefur að afkomu mannsins í áranna rás. Þegar kvíðinn ræsist er hann í raun að spyrja okkur hvort eitthvað sé hættulegt. Ef við bregðumst við líkt og um hættu sé að ræða erum við að staðfesta að hættu hafi steðjað að og stuðla að því kvíðinn ræsist aftur í svipuðum aðstæðum. Því skiptir sköpum að fara óhikað gegn kvíðanum og gera öfugt við það sem hann krefst. Sýna honum hver er við stjórnvölinn. Með því móti sendum við skýr skilaboð um að ekki sé ástæða til að hræðast það sem um ræðir. Þumalfingursreglan er því að gera öfugt við það sem kvíðinn vill, að því gefnu að ekki sé um aðstæður að ræða, sem flestir myndu álíta hættulegar. Því oftar sem við sækjum í kvíðvænlegar aðstæður, því minni verður kvíðinn þegar til lengdar lætur. Ekki borgar sig að gera neitt til að kveða kvíðann niður enda líður hann á endanum hjá ef ekkert er að gert. Að lokum ber þess þó að geta að fólk getur þurft aðstoð til að gera þetta markvisst og má ná sérlega góðum árangri með hugrænni atferlismeðferð við kvíðavanda. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar