Brenna landnámsbæ til kaldra kola í tilraunaskyni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. júní 2024 14:17 Samkvæmt Landnámu og Eiríks sögu rauða bjuggu Eiríkur rauði Þorvaldsson og kona hans Þjóðhildur Jörundardóttir á Eiríksstöðum í Haukadal. Vísir/Vilhelm Haldin verður eldhátíð á Eiríksstöðum í Haukadal frá þeim fimmta júlí til sjöunda og er þétt dagskrá af alls konar eld- og víkingatengdum uppákomum. Bjarnheiður Jóhannsdóttir umsjónaraðili á Eiríksstöðum segir hátíðina tileinkaða eldi og tilraunafornleifafræði. Aðaldagskrárliðurinn og meginverkefni hátíðarinnar, að sögn Bjarnheiðar, er rannsókn á því hvernig torfhús brenna. Frásagnir Íslendingasagnanna af Flugumýrabrennu og Njálsbrennu gefi til kynna ákveðnar athafnir eða verkferla í kringum þá bardagaaðferð að brenna menn inni sem vert sé að rannsaka. Starfsmenn Eiríksstaða fóru á námskeið hjá Fornverkaskólanum til að læra að byggja úr torfi og viðhalda því.Eiríksstaðir „Menn virðast hafa byrjað á því að kveikja í húsinu utan frá og síðan farið að skeggræða við íbúana um hverjum ætti að hlífa og hverjir ættu að farast,“ segir Bjarnheiður. Smækkuð útgáfa landnámsbæjarins brennd Í tilraunaskyni verður því langhús reist úr torfi, smækkuð útgáfa af Eiríksstöðum, í vikunni fyrir brennuna sem verður síðan kveikt í. Þegar sé byrjað að skera torf fyrir torfbæinn skammlífa. Verkefnið er samvinnuverkefni milli Eiríksstaða og Hurstwic, bandarískra samtaka víkingaáhugamanna. „Þetta er hópur af „ofurvíkinganördum“ sem eru búnir að vera að rannsaka alls konar hluti tengda bardögum og vopnum,“ segir Bjarnheiður. Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Þjóðminjasafnið og Worcester Polytechnic Institute, bandarískum háskóla sem sérhæfir sig í brunavörnum. „Þetta verður mikið ævintýri, mikil vinna og svo verður til úr þessu þekking sem er ekki til í dag,“ segir Bjarnheiður. Tignir gestir Á svæðinu verður einnig bandarískur málfræðingur að nafni Jackson Crawford sem sérhæfir sig í forníslensku og forníslenskum bókmenntum. Hann heldur uppi rás á YouTube þar sem hann hleður upp fræðsluefni tengdu Íslendingasögum og eddukvæðunum ásamt fleiru. Hann hefur einnig kennt fornmálið í bandarískum háskólum ásamt því að vera mikill Íslandsvinur og tíður gestur hér á landi. Hurstwic-félagið hefur upp á síðkastið gert smærri tilraunir með eld í dyrakörmum og veggbútum í Bandaríkjunum.Hurstwic „Hann ætlar að taka á móti gestum í langhúsinu og miðla einhverju af sínum upplýsingum sem er fyrst og fremst forníslenska og forníslenskar bókmenntir,“ segir Bjarnheiður. Þá kemur einnig James Austin sem er þekktur járnsmiður. Hann hefur lengi unnið að því að endurgera tæki, tól og vopn frá víkingatímanum og hefur gert það í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Hann fær þrívíddarskönnuð vopn sem hann smíðar svo í smiðju sinni. Tilraunaleirvinnsla Leirverkstæði verður einnig aðgengilegt gestum þar sem íslenskur leir verður unnin í ílát af ýmsu tagi. Bjarnheiður segir allar líkur á því að forfeður okkar hafi unnið leir sér til gagns en leirföng finnast ekki í fornleifauppgröftum. Leirgerðin á Eiríksstöðum verði því einnig eins konar rannsókn á því hvernig standi á því að aldrei finnist neinn leir. Gestir munu geta fylgst með og gert sína eigin hluti úr leir, fengið að slá á járnið hjá James og fræðst um bókmenntaarfinn okkar hjá Jackson. Þá verða föt lituð, flatbrauð bakað að hætti forfeðra okkar og -mæðra og alls konar víkingaaldargaman. Dagskrána má sjá í heild sinni á heimasíðu Hurstwic-félagsins hér. Söfn Dalabyggð Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Aðaldagskrárliðurinn og meginverkefni hátíðarinnar, að sögn Bjarnheiðar, er rannsókn á því hvernig torfhús brenna. Frásagnir Íslendingasagnanna af Flugumýrabrennu og Njálsbrennu gefi til kynna ákveðnar athafnir eða verkferla í kringum þá bardagaaðferð að brenna menn inni sem vert sé að rannsaka. Starfsmenn Eiríksstaða fóru á námskeið hjá Fornverkaskólanum til að læra að byggja úr torfi og viðhalda því.Eiríksstaðir „Menn virðast hafa byrjað á því að kveikja í húsinu utan frá og síðan farið að skeggræða við íbúana um hverjum ætti að hlífa og hverjir ættu að farast,“ segir Bjarnheiður. Smækkuð útgáfa landnámsbæjarins brennd Í tilraunaskyni verður því langhús reist úr torfi, smækkuð útgáfa af Eiríksstöðum, í vikunni fyrir brennuna sem verður síðan kveikt í. Þegar sé byrjað að skera torf fyrir torfbæinn skammlífa. Verkefnið er samvinnuverkefni milli Eiríksstaða og Hurstwic, bandarískra samtaka víkingaáhugamanna. „Þetta er hópur af „ofurvíkinganördum“ sem eru búnir að vera að rannsaka alls konar hluti tengda bardögum og vopnum,“ segir Bjarnheiður. Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Þjóðminjasafnið og Worcester Polytechnic Institute, bandarískum háskóla sem sérhæfir sig í brunavörnum. „Þetta verður mikið ævintýri, mikil vinna og svo verður til úr þessu þekking sem er ekki til í dag,“ segir Bjarnheiður. Tignir gestir Á svæðinu verður einnig bandarískur málfræðingur að nafni Jackson Crawford sem sérhæfir sig í forníslensku og forníslenskum bókmenntum. Hann heldur uppi rás á YouTube þar sem hann hleður upp fræðsluefni tengdu Íslendingasögum og eddukvæðunum ásamt fleiru. Hann hefur einnig kennt fornmálið í bandarískum háskólum ásamt því að vera mikill Íslandsvinur og tíður gestur hér á landi. Hurstwic-félagið hefur upp á síðkastið gert smærri tilraunir með eld í dyrakörmum og veggbútum í Bandaríkjunum.Hurstwic „Hann ætlar að taka á móti gestum í langhúsinu og miðla einhverju af sínum upplýsingum sem er fyrst og fremst forníslenska og forníslenskar bókmenntir,“ segir Bjarnheiður. Þá kemur einnig James Austin sem er þekktur járnsmiður. Hann hefur lengi unnið að því að endurgera tæki, tól og vopn frá víkingatímanum og hefur gert það í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Hann fær þrívíddarskönnuð vopn sem hann smíðar svo í smiðju sinni. Tilraunaleirvinnsla Leirverkstæði verður einnig aðgengilegt gestum þar sem íslenskur leir verður unnin í ílát af ýmsu tagi. Bjarnheiður segir allar líkur á því að forfeður okkar hafi unnið leir sér til gagns en leirföng finnast ekki í fornleifauppgröftum. Leirgerðin á Eiríksstöðum verði því einnig eins konar rannsókn á því hvernig standi á því að aldrei finnist neinn leir. Gestir munu geta fylgst með og gert sína eigin hluti úr leir, fengið að slá á járnið hjá James og fræðst um bókmenntaarfinn okkar hjá Jackson. Þá verða föt lituð, flatbrauð bakað að hætti forfeðra okkar og -mæðra og alls konar víkingaaldargaman. Dagskrána má sjá í heild sinni á heimasíðu Hurstwic-félagsins hér.
Söfn Dalabyggð Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira