Sælkerasveppir ræktaðir í gróðrarstöð í Mosfellsdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. júní 2024 20:05 Magnús Magnússon, svepparæktandi í Dalsgarði, sem segir sveppi vera mat framtíðarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Athyglisverð tilraunaræktun á sveppum fer nú fram í gróðrarstöð í Mosfellsdal en um er að ræða sælkerasveppi, sem miklar vonir eru bundnar við að eigi eftir að slá í gegn hjá neytendum. Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð i í Mossfesbæ í Mosfellsdalnum, sem hefur hafið ræktun á sælkerasveppum í 15 gámum, sem lofa góðu. Maðurinn á bak við ræktunina er Magnús Magnússon, sem er allra manna fróðastur um svepparæktun. „Eftir að ég set þá í pokann þá hengi ég þá hér upp í 23 stiga hita í svona hálfan mánuð til þrjár vikur og þá eru þeir orðnir alveg þroskaðir. Þegar þessi poki er orðinn alveg hvítur þá tökum við hann í næsta gám og skerum á hann göt fyrir sveppina til að koma út. Sveppirnir stækka um sjálfan sig á sólarhring,” segir Magnús og bætir við. „Þetta er matur framtíðarinnar, ekkert land tekið, 15 lítrar af vatni til að framleiða kíló af sveppum og eingöngu notað hráefni, sem engin annar notar, umhverfisvænna getur það ekki verið, engin eiturefni, ekkert, bara úrvals matur.” Magnús segir að sveppir séu með því hollasta og besta, sem fólk fær þegar matur er annars vegar. „Þetta eru tíu tegundir, sem við ætlum að vera með. Ég hef alla tíð bara reynt að gera það sem er gott,” bætir Magnús við. Sælkerasveppirnir eru ræktaðir í 15 gámum í gróðrarstöðinni Dalsgarði í Mosfellsdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með lærling hjá sér enda segist hann sjálfur vera orðinn gamall og lúinn. En hvenær geta neytendur farið að kaupa nýju sveppina? „Það er bara núna strax í sumar og svo bara enn þá meira eftir því sem líður á. Ég held að þetta eigi eftir að taka svolítin tíma að komast inn á markaðinn en ef við höldum áfram að gera þetta að alvöru þá kemur að því,” segir Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði. Sveppirnir eru í allskonar litum, til dæmis bleikir, rauðir og bláir. „Núna eru þeir með blágráan keim þannig að það verður skemmtilegt að fá fleiri liti inn,” bætir Arnór við. Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði, sem er að læra allt í ræktun sveppa hjá Magnúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mosfellsbær Landbúnaður Sveppir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð i í Mossfesbæ í Mosfellsdalnum, sem hefur hafið ræktun á sælkerasveppum í 15 gámum, sem lofa góðu. Maðurinn á bak við ræktunina er Magnús Magnússon, sem er allra manna fróðastur um svepparæktun. „Eftir að ég set þá í pokann þá hengi ég þá hér upp í 23 stiga hita í svona hálfan mánuð til þrjár vikur og þá eru þeir orðnir alveg þroskaðir. Þegar þessi poki er orðinn alveg hvítur þá tökum við hann í næsta gám og skerum á hann göt fyrir sveppina til að koma út. Sveppirnir stækka um sjálfan sig á sólarhring,” segir Magnús og bætir við. „Þetta er matur framtíðarinnar, ekkert land tekið, 15 lítrar af vatni til að framleiða kíló af sveppum og eingöngu notað hráefni, sem engin annar notar, umhverfisvænna getur það ekki verið, engin eiturefni, ekkert, bara úrvals matur.” Magnús segir að sveppir séu með því hollasta og besta, sem fólk fær þegar matur er annars vegar. „Þetta eru tíu tegundir, sem við ætlum að vera með. Ég hef alla tíð bara reynt að gera það sem er gott,” bætir Magnús við. Sælkerasveppirnir eru ræktaðir í 15 gámum í gróðrarstöðinni Dalsgarði í Mosfellsdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með lærling hjá sér enda segist hann sjálfur vera orðinn gamall og lúinn. En hvenær geta neytendur farið að kaupa nýju sveppina? „Það er bara núna strax í sumar og svo bara enn þá meira eftir því sem líður á. Ég held að þetta eigi eftir að taka svolítin tíma að komast inn á markaðinn en ef við höldum áfram að gera þetta að alvöru þá kemur að því,” segir Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði. Sveppirnir eru í allskonar litum, til dæmis bleikir, rauðir og bláir. „Núna eru þeir með blágráan keim þannig að það verður skemmtilegt að fá fleiri liti inn,” bætir Arnór við. Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði, sem er að læra allt í ræktun sveppa hjá Magnúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mosfellsbær Landbúnaður Sveppir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira