Einn óvæntasti sigur EM staðreynd Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. júní 2024 18:05 Slóvakar fagna. Alex Grimm/Getty Images Slóvakía vann heldur betur óvæntan 1-0 sigur á Belgíu í E-riðli Evrópumóts karla í fótbolta. Fyrr í dag vann Rúmenía 3-0 sigur á Úkraínu en fyrir fram voru Belgía og Úkraína talin líklegust til að komast upp úr riðlinum. Belgía byrjaði betur og fékk Romelu Lukaku tvö færi áður en Slóvakía komst yfir á 7. mínútu leiksins. Ivan Schranz með markið eftir klaufagang í vörn Belgíu. Juraj Kucka átti skot sem Koen Casteels varði fyrir fætur Schranz sem gat ekki annað en skorað. 3'—Lukaku miss6'—Lukaku miss7'—Slovakia goal🫠 pic.twitter.com/NAJRQyMNQ8— B/R Football (@brfootball) June 17, 2024 Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks virtust Belgar hálf dasaðir en síðari hálfleikurinn var önnur saga. Þar kom Lukaku boltanum í netið eftir aðeins tíu mínútna leik en hann var örlítið fyrir innan svo um rangstöðu var að ræða og markið dæmt af. Áfram hélt Belgía sókn sinni og aftur kom Lukaku boltanum í netið þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Boltinn hafði hins vegar farið í hendi Lois Openda í aðdraganda marksins og það því dæmt af. Lukaku finally scores... but it's offside 🙃 pic.twitter.com/64tvkSnabt— B/R Football (@brfootball) June 17, 2024 Lauk leiknum því með ótrúlegum 1-0 sigri Slóvakíu sem er komið með þrjú stig líkt og Rúmenía þegar fyrstu umferð E-riðils er lokið. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi
Slóvakía vann heldur betur óvæntan 1-0 sigur á Belgíu í E-riðli Evrópumóts karla í fótbolta. Fyrr í dag vann Rúmenía 3-0 sigur á Úkraínu en fyrir fram voru Belgía og Úkraína talin líklegust til að komast upp úr riðlinum. Belgía byrjaði betur og fékk Romelu Lukaku tvö færi áður en Slóvakía komst yfir á 7. mínútu leiksins. Ivan Schranz með markið eftir klaufagang í vörn Belgíu. Juraj Kucka átti skot sem Koen Casteels varði fyrir fætur Schranz sem gat ekki annað en skorað. 3'—Lukaku miss6'—Lukaku miss7'—Slovakia goal🫠 pic.twitter.com/NAJRQyMNQ8— B/R Football (@brfootball) June 17, 2024 Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks virtust Belgar hálf dasaðir en síðari hálfleikurinn var önnur saga. Þar kom Lukaku boltanum í netið eftir aðeins tíu mínútna leik en hann var örlítið fyrir innan svo um rangstöðu var að ræða og markið dæmt af. Áfram hélt Belgía sókn sinni og aftur kom Lukaku boltanum í netið þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Boltinn hafði hins vegar farið í hendi Lois Openda í aðdraganda marksins og það því dæmt af. Lukaku finally scores... but it's offside 🙃 pic.twitter.com/64tvkSnabt— B/R Football (@brfootball) June 17, 2024 Lauk leiknum því með ótrúlegum 1-0 sigri Slóvakíu sem er komið með þrjú stig líkt og Rúmenía þegar fyrstu umferð E-riðils er lokið.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti