Geta líka miðað við dagslokagengi fyrir útboðslýsingu við sölu á Íslandsbanka
![Fram til þessa hafa eignarhlutir ríkisins í Íslandsbanka verið seldir í frumútboði um sumarið 2021 og með hröðuðu tilboðsfyrirkomulagi í marsmánuði 2022.](https://www.visir.is/i/3F75A785B9468619F12BFF5196773B4E5206029DF077D57697158CBFAF79C900_713x0.jpg)
Almennu hlutafjárútboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður skipt í tilboðsbók A og B. Í tilboðsbók A, sem er ætluð minni fjárfestum, verður annaðhvort miðað við 15 daga meðalverð eða síðasta dagslokagengi áður en útboðslýsing er birt. Um er að ræða breytingu á frumvarpi.