„Einn sá besti sem KA hefur haft í sögunni” Árni Gísli Magnússon skrifar 13. júní 2024 21:52 Hallgrímur Jónasson var ánægður eftir 3-0 sigur sinna í Mjólkurbikarnum. vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var virkilega ánægður eftir að hafa tryggt KA farseðil í undanúrslit Mjólkurbikarsins með 3-0 sigri gegn Fram á heimavelli. Hvernig er tilfinningin að vera kominn í undanúrslit bikarsins? „Hún er bara góð. Við erum bara orðið bikarlið hérna í KA, eins og þú segir; þriðja árið í röð. Fyrst og fremst er ég gríðarlega ánægður með frammistöðuna. Ánægður með hvernig strákarnir hafa tæklað þennan mótbyr sem er búinn að vera í gangi og við ætlum að nýta okkur það. Töluðum um það fyrir leikinn að nýta okkur bikarinn til að fá sjálfstraust til að fá okkur í gang. Það er búin að vera brekka í deildinni og fyrst og fremst þurfum við að bæta varnarleikinn og að vinna í dag og halda hreinu er æðislegt en ef maður er svekktur með eitthvað er það að við hefðum getað skorað mun fleiri mörk en eftir leikinn er mér alveg sama. Skorum þrjú flott mörk og höldum hreinu.” Leikurinn var jákvæður í alla staði fyrir KA liðið sem hefur átt erfitt uppdráttar í Bestu deildinni en hélt í dag hreinu, skoraði þrjú mörk á mótu góðu varnarliði og er komið áfram í undanúrslit keppninnar. „Við ætlum að taka þetta með okkur og nýta okkur þetta. Þegar á móti blæs þá þarf maður að sýna úr hverju maður er gerður og þetta er akkúrat málið til að koma okkur í gang aftur og eins og þú segir á móti góðu Fram liði. Fram búið að standa sig mjög vel og Fram er uppáhalds liðið okkar KA manna í Reykjavík, þeir hjálpuðu okkur þvílíkt í fyrra og komu vel fram við okkur í okkar Evrópuævintýri en þrátt fyrir að við séum miklir Fram dýrkendum erum við rosalega ánægðir að geta unnið þá í dag.” Besta frammistaðan í sumar „Já ég myndi segja það”, sagði Hallgrímur aðspurður hvort þetta hafi verið besta frammistaðan liðsins í sumar og hélt áfram: „Við höfum staðið okkur betur heldur en taflan segir í deildinni en þetta var mjög góð frammistaða og nú hlakkar okkur til að geta tekið þetta með okkur. Þetta léttir bara á mönnum, það fara nokkur kíló af sumum þegar loksins sigurinn kemur og svona sannfærandi sigur.” Bjarni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk í dag og er kominn með fimm mörk á tímabilinu, jafn mörg og á öllu síðasta tímabili og er Hallgrímur ánægður með sinn mann. „Bjarni er æðislegur, ég er búinn að nota hann aðeins úr stöðu þegar okkur hefur vantað því að okkur hefur vantað leikmenn í sumar, það er bara þannig, sérstaklega fram á við. Grímsi (Hallgrímur Mar Steingrímsson) í byrjun móts og Jakob (Snær Árnason) og svo misstum við menn fram á við þannig okkur er búið að vanta leikmenn og hann hefur fengið aðeins að leysa aðrar stöður en hann var frábær í dag en ég held því miður að hann sé kominn í bann.” Hundrað mörk Hallgríms Hallgrímur Mar skoraði sitt hundraðasta mark fyrir KA í dag sem gerir hann að markahæsta leikmanni í sögu félagsins. Hvað þýðir Hallgrímur fyrir félagið KA? Hann þýðir bara svo ótrúlega mikið og hann á allt það hrós skilið sem hann hefur fengið. Hann hefur fengið mikið hrós og á það bara skilið. Hann er í ótrúlega góðu ásigkomulagi þó hann sé 34 ára er það bara einhver tala. Hann lendir erfiðum veikindum og lendir upp á sjúkrahúsi en hann var fljótur að koma inn og gera eitthvað fyrir okkur. Hann er bara frábær leikmaður og einn sá besti sem KA hefur haft í sögunni og það er ekkert farið að hægjast á honum, hann er í ótrúlega góðu standi og duglegur að æfa þannig hann mun bara halda áfram að bæta við.” Þrír mjög ungir leikmenn komu við sögu hjá KA í dag; Valdimar Logi Sævarsson fæddur 2006, Hákon Atli Aðalsteinsson fæddur 2007, en hann er bróðir Bjarna Aðalsteinssonar, og Snorri Kristinsson sem er fæddur 2009 og því einungis 15 ára á árinu.KA stendur vel þegar kemur að uppöldum og ungum leikmönnum og er Hallgrímur afar stoltur af því. „Þetta er það sem við viljum standa fyrir þegar tækifæri gefst, að leyfa okkar ungu og efnilegu strákum að koma inn á. Í dag er mjög ánægjulegt að strákur fæddur 2006 og í lokin 2007 og 2009 fái að spila. Það er bara æðislegt, þetta eru strákar sem eru búnir að æfa vel og standa sig vel, eru fyrirmyndir fyrir hina ungu strákana og Snorri var að spila sinn fyrsta leik í dag og bara gríðarlega ánægjulegt fyrir klúbbinn að þeir geti komið og getið spilað fyrir meistaraflokk svona ungir.” Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Hvernig er tilfinningin að vera kominn í undanúrslit bikarsins? „Hún er bara góð. Við erum bara orðið bikarlið hérna í KA, eins og þú segir; þriðja árið í röð. Fyrst og fremst er ég gríðarlega ánægður með frammistöðuna. Ánægður með hvernig strákarnir hafa tæklað þennan mótbyr sem er búinn að vera í gangi og við ætlum að nýta okkur það. Töluðum um það fyrir leikinn að nýta okkur bikarinn til að fá sjálfstraust til að fá okkur í gang. Það er búin að vera brekka í deildinni og fyrst og fremst þurfum við að bæta varnarleikinn og að vinna í dag og halda hreinu er æðislegt en ef maður er svekktur með eitthvað er það að við hefðum getað skorað mun fleiri mörk en eftir leikinn er mér alveg sama. Skorum þrjú flott mörk og höldum hreinu.” Leikurinn var jákvæður í alla staði fyrir KA liðið sem hefur átt erfitt uppdráttar í Bestu deildinni en hélt í dag hreinu, skoraði þrjú mörk á mótu góðu varnarliði og er komið áfram í undanúrslit keppninnar. „Við ætlum að taka þetta með okkur og nýta okkur þetta. Þegar á móti blæs þá þarf maður að sýna úr hverju maður er gerður og þetta er akkúrat málið til að koma okkur í gang aftur og eins og þú segir á móti góðu Fram liði. Fram búið að standa sig mjög vel og Fram er uppáhalds liðið okkar KA manna í Reykjavík, þeir hjálpuðu okkur þvílíkt í fyrra og komu vel fram við okkur í okkar Evrópuævintýri en þrátt fyrir að við séum miklir Fram dýrkendum erum við rosalega ánægðir að geta unnið þá í dag.” Besta frammistaðan í sumar „Já ég myndi segja það”, sagði Hallgrímur aðspurður hvort þetta hafi verið besta frammistaðan liðsins í sumar og hélt áfram: „Við höfum staðið okkur betur heldur en taflan segir í deildinni en þetta var mjög góð frammistaða og nú hlakkar okkur til að geta tekið þetta með okkur. Þetta léttir bara á mönnum, það fara nokkur kíló af sumum þegar loksins sigurinn kemur og svona sannfærandi sigur.” Bjarni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk í dag og er kominn með fimm mörk á tímabilinu, jafn mörg og á öllu síðasta tímabili og er Hallgrímur ánægður með sinn mann. „Bjarni er æðislegur, ég er búinn að nota hann aðeins úr stöðu þegar okkur hefur vantað því að okkur hefur vantað leikmenn í sumar, það er bara þannig, sérstaklega fram á við. Grímsi (Hallgrímur Mar Steingrímsson) í byrjun móts og Jakob (Snær Árnason) og svo misstum við menn fram á við þannig okkur er búið að vanta leikmenn og hann hefur fengið aðeins að leysa aðrar stöður en hann var frábær í dag en ég held því miður að hann sé kominn í bann.” Hundrað mörk Hallgríms Hallgrímur Mar skoraði sitt hundraðasta mark fyrir KA í dag sem gerir hann að markahæsta leikmanni í sögu félagsins. Hvað þýðir Hallgrímur fyrir félagið KA? Hann þýðir bara svo ótrúlega mikið og hann á allt það hrós skilið sem hann hefur fengið. Hann hefur fengið mikið hrós og á það bara skilið. Hann er í ótrúlega góðu ásigkomulagi þó hann sé 34 ára er það bara einhver tala. Hann lendir erfiðum veikindum og lendir upp á sjúkrahúsi en hann var fljótur að koma inn og gera eitthvað fyrir okkur. Hann er bara frábær leikmaður og einn sá besti sem KA hefur haft í sögunni og það er ekkert farið að hægjast á honum, hann er í ótrúlega góðu standi og duglegur að æfa þannig hann mun bara halda áfram að bæta við.” Þrír mjög ungir leikmenn komu við sögu hjá KA í dag; Valdimar Logi Sævarsson fæddur 2006, Hákon Atli Aðalsteinsson fæddur 2007, en hann er bróðir Bjarna Aðalsteinssonar, og Snorri Kristinsson sem er fæddur 2009 og því einungis 15 ára á árinu.KA stendur vel þegar kemur að uppöldum og ungum leikmönnum og er Hallgrímur afar stoltur af því. „Þetta er það sem við viljum standa fyrir þegar tækifæri gefst, að leyfa okkar ungu og efnilegu strákum að koma inn á. Í dag er mjög ánægjulegt að strákur fæddur 2006 og í lokin 2007 og 2009 fái að spila. Það er bara æðislegt, þetta eru strákar sem eru búnir að æfa vel og standa sig vel, eru fyrirmyndir fyrir hina ungu strákana og Snorri var að spila sinn fyrsta leik í dag og bara gríðarlega ánægjulegt fyrir klúbbinn að þeir geti komið og getið spilað fyrir meistaraflokk svona ungir.”
Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti