„Breyttum borgarkerfinu úr valdakerfi í þjónustustofnun“ Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 13. júní 2024 19:51 Ingibjörg Sólrún flotti ræðu í tilefni dagsins. Vísir/Einar Um þessar mundir eru þrjátíu ár frá því Reykjavíkurlistinn bauð fyrst fram og vann sögulegan sigur á Sjálfstæðisflokknum árið 1994. Margir sem komu að stofnun framboðsins komu saman til fagnaðar og málþings til að minnast þessa í Ráðhúsinu í dag. Heimir Már ræddi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrsta borgarstjóra listans, í Kvöldfréttum. „Það var auðvitað stóra arfleið Reykjavíkurlistans að breyta þessu. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki lengur einráður í borgarkerfinu, og við breyttum þar með borgarkerfinu úr valdakerfi í þjónustustofnun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Þegar R-listinn vann kosningarnar rauf hann 60 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún telur sigur Reykjavíkurlistans hafa orðið til vegna þess að það hafi verið þörf og þrýstingur frá grasrótarhreyfingum. „Grasrótin í rauninni þrýsti á þetta, vildi breytingar á stjórnarháttum í borginni og vildi málefnalegar breytingar. Setja ný mál á dagskrá fyrir fólkið í borginni, fyrir fjölskyldurnar.“ Síðan þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn varla komist til valda í borginni. Gætir arfleiðar Reykjavíkurlistans ennþá í borginni? „Já, hennar gætir í því að það tókst með varanlegum hætti að breyta borgarkerfinu og ég endurtek það. Þetta var valdakerfi og nú er þetta meira þjónustukerfi. Og okkur tókst að breyta áherslunum, þannig að málefni sem skipta fjölskyldurnar máli komust á dagskrá. Og okkur tókst að leiða þetta ólíka fólk saman til verka um mikilvæg málefni og það heldur áfram.“ Fagnað var í ráðhúsinu í dag. Vísir/Einar Vegna sigursins vonuðust margir til þess að flokkar á félagslega vængnum í stjórnmálum sameinuðust einnig til þings. Samfylkingin, sem Ingibjörg Sólrún stýrði um hríð, var til að mynda stofnuð utan um þá hugmynd. Heldurðu að þetta muni einhvern tímann gerast í landsmálum? „Ég vona það, en þá mun það ekki gerast með sama hætti og í borginni. Vegna þess að í borginni snýst þetta mjög mikið um afmörkuð málefni og fólk þarf að koma saman til verka um tiltekin afmörkuð málefni,“ segir Ingibjörg Sólrún. Guðrún Agnarsdóttir, læknir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, Kristín Einarsdóttir fyrrverandi þingkona Kvennalistans og Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi. Katrín var á sínum tíma varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans.Vísir/Einar Það séu stærri pólitískar línur og meira undir í landsmálunum. „En ég held að það sé komið að því að miðju- og vinstri flokkar sameinist um ákveðin málefni sem er mjög mikilvægt að hrinda í framkvæmd og þau geta hrint í framkvæmd. Og það er ekki þannig að það þurfi allir að vera sammála um alla hluti. Það þarf bara að vera um stóru línurnar og verkin sem mestu máli skipta.“ Ingibjörg Sólrún ásamt Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, öðrum kvenborgarstjóra Reykjavíkur.Vísir/Einar Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Heimir Már ræddi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrsta borgarstjóra listans, í Kvöldfréttum. „Það var auðvitað stóra arfleið Reykjavíkurlistans að breyta þessu. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki lengur einráður í borgarkerfinu, og við breyttum þar með borgarkerfinu úr valdakerfi í þjónustustofnun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Þegar R-listinn vann kosningarnar rauf hann 60 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún telur sigur Reykjavíkurlistans hafa orðið til vegna þess að það hafi verið þörf og þrýstingur frá grasrótarhreyfingum. „Grasrótin í rauninni þrýsti á þetta, vildi breytingar á stjórnarháttum í borginni og vildi málefnalegar breytingar. Setja ný mál á dagskrá fyrir fólkið í borginni, fyrir fjölskyldurnar.“ Síðan þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn varla komist til valda í borginni. Gætir arfleiðar Reykjavíkurlistans ennþá í borginni? „Já, hennar gætir í því að það tókst með varanlegum hætti að breyta borgarkerfinu og ég endurtek það. Þetta var valdakerfi og nú er þetta meira þjónustukerfi. Og okkur tókst að breyta áherslunum, þannig að málefni sem skipta fjölskyldurnar máli komust á dagskrá. Og okkur tókst að leiða þetta ólíka fólk saman til verka um mikilvæg málefni og það heldur áfram.“ Fagnað var í ráðhúsinu í dag. Vísir/Einar Vegna sigursins vonuðust margir til þess að flokkar á félagslega vængnum í stjórnmálum sameinuðust einnig til þings. Samfylkingin, sem Ingibjörg Sólrún stýrði um hríð, var til að mynda stofnuð utan um þá hugmynd. Heldurðu að þetta muni einhvern tímann gerast í landsmálum? „Ég vona það, en þá mun það ekki gerast með sama hætti og í borginni. Vegna þess að í borginni snýst þetta mjög mikið um afmörkuð málefni og fólk þarf að koma saman til verka um tiltekin afmörkuð málefni,“ segir Ingibjörg Sólrún. Guðrún Agnarsdóttir, læknir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, Kristín Einarsdóttir fyrrverandi þingkona Kvennalistans og Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi. Katrín var á sínum tíma varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans.Vísir/Einar Það séu stærri pólitískar línur og meira undir í landsmálunum. „En ég held að það sé komið að því að miðju- og vinstri flokkar sameinist um ákveðin málefni sem er mjög mikilvægt að hrinda í framkvæmd og þau geta hrint í framkvæmd. Og það er ekki þannig að það þurfi allir að vera sammála um alla hluti. Það þarf bara að vera um stóru línurnar og verkin sem mestu máli skipta.“ Ingibjörg Sólrún ásamt Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, öðrum kvenborgarstjóra Reykjavíkur.Vísir/Einar
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira