„Breyttum borgarkerfinu úr valdakerfi í þjónustustofnun“ Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 13. júní 2024 19:51 Ingibjörg Sólrún flotti ræðu í tilefni dagsins. Vísir/Einar Um þessar mundir eru þrjátíu ár frá því Reykjavíkurlistinn bauð fyrst fram og vann sögulegan sigur á Sjálfstæðisflokknum árið 1994. Margir sem komu að stofnun framboðsins komu saman til fagnaðar og málþings til að minnast þessa í Ráðhúsinu í dag. Heimir Már ræddi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrsta borgarstjóra listans, í Kvöldfréttum. „Það var auðvitað stóra arfleið Reykjavíkurlistans að breyta þessu. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki lengur einráður í borgarkerfinu, og við breyttum þar með borgarkerfinu úr valdakerfi í þjónustustofnun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Þegar R-listinn vann kosningarnar rauf hann 60 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún telur sigur Reykjavíkurlistans hafa orðið til vegna þess að það hafi verið þörf og þrýstingur frá grasrótarhreyfingum. „Grasrótin í rauninni þrýsti á þetta, vildi breytingar á stjórnarháttum í borginni og vildi málefnalegar breytingar. Setja ný mál á dagskrá fyrir fólkið í borginni, fyrir fjölskyldurnar.“ Síðan þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn varla komist til valda í borginni. Gætir arfleiðar Reykjavíkurlistans ennþá í borginni? „Já, hennar gætir í því að það tókst með varanlegum hætti að breyta borgarkerfinu og ég endurtek það. Þetta var valdakerfi og nú er þetta meira þjónustukerfi. Og okkur tókst að breyta áherslunum, þannig að málefni sem skipta fjölskyldurnar máli komust á dagskrá. Og okkur tókst að leiða þetta ólíka fólk saman til verka um mikilvæg málefni og það heldur áfram.“ Fagnað var í ráðhúsinu í dag. Vísir/Einar Vegna sigursins vonuðust margir til þess að flokkar á félagslega vængnum í stjórnmálum sameinuðust einnig til þings. Samfylkingin, sem Ingibjörg Sólrún stýrði um hríð, var til að mynda stofnuð utan um þá hugmynd. Heldurðu að þetta muni einhvern tímann gerast í landsmálum? „Ég vona það, en þá mun það ekki gerast með sama hætti og í borginni. Vegna þess að í borginni snýst þetta mjög mikið um afmörkuð málefni og fólk þarf að koma saman til verka um tiltekin afmörkuð málefni,“ segir Ingibjörg Sólrún. Guðrún Agnarsdóttir, læknir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, Kristín Einarsdóttir fyrrverandi þingkona Kvennalistans og Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi. Katrín var á sínum tíma varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans.Vísir/Einar Það séu stærri pólitískar línur og meira undir í landsmálunum. „En ég held að það sé komið að því að miðju- og vinstri flokkar sameinist um ákveðin málefni sem er mjög mikilvægt að hrinda í framkvæmd og þau geta hrint í framkvæmd. Og það er ekki þannig að það þurfi allir að vera sammála um alla hluti. Það þarf bara að vera um stóru línurnar og verkin sem mestu máli skipta.“ Ingibjörg Sólrún ásamt Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, öðrum kvenborgarstjóra Reykjavíkur.Vísir/Einar Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Heimir Már ræddi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrsta borgarstjóra listans, í Kvöldfréttum. „Það var auðvitað stóra arfleið Reykjavíkurlistans að breyta þessu. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki lengur einráður í borgarkerfinu, og við breyttum þar með borgarkerfinu úr valdakerfi í þjónustustofnun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Þegar R-listinn vann kosningarnar rauf hann 60 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún telur sigur Reykjavíkurlistans hafa orðið til vegna þess að það hafi verið þörf og þrýstingur frá grasrótarhreyfingum. „Grasrótin í rauninni þrýsti á þetta, vildi breytingar á stjórnarháttum í borginni og vildi málefnalegar breytingar. Setja ný mál á dagskrá fyrir fólkið í borginni, fyrir fjölskyldurnar.“ Síðan þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn varla komist til valda í borginni. Gætir arfleiðar Reykjavíkurlistans ennþá í borginni? „Já, hennar gætir í því að það tókst með varanlegum hætti að breyta borgarkerfinu og ég endurtek það. Þetta var valdakerfi og nú er þetta meira þjónustukerfi. Og okkur tókst að breyta áherslunum, þannig að málefni sem skipta fjölskyldurnar máli komust á dagskrá. Og okkur tókst að leiða þetta ólíka fólk saman til verka um mikilvæg málefni og það heldur áfram.“ Fagnað var í ráðhúsinu í dag. Vísir/Einar Vegna sigursins vonuðust margir til þess að flokkar á félagslega vængnum í stjórnmálum sameinuðust einnig til þings. Samfylkingin, sem Ingibjörg Sólrún stýrði um hríð, var til að mynda stofnuð utan um þá hugmynd. Heldurðu að þetta muni einhvern tímann gerast í landsmálum? „Ég vona það, en þá mun það ekki gerast með sama hætti og í borginni. Vegna þess að í borginni snýst þetta mjög mikið um afmörkuð málefni og fólk þarf að koma saman til verka um tiltekin afmörkuð málefni,“ segir Ingibjörg Sólrún. Guðrún Agnarsdóttir, læknir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, Kristín Einarsdóttir fyrrverandi þingkona Kvennalistans og Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi. Katrín var á sínum tíma varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans.Vísir/Einar Það séu stærri pólitískar línur og meira undir í landsmálunum. „En ég held að það sé komið að því að miðju- og vinstri flokkar sameinist um ákveðin málefni sem er mjög mikilvægt að hrinda í framkvæmd og þau geta hrint í framkvæmd. Og það er ekki þannig að það þurfi allir að vera sammála um alla hluti. Það þarf bara að vera um stóru línurnar og verkin sem mestu máli skipta.“ Ingibjörg Sólrún ásamt Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, öðrum kvenborgarstjóra Reykjavíkur.Vísir/Einar
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira