Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Árni Sæberg skrifar 12. júní 2024 14:06 Elías Blöndal Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sante, og Arnar Sigurðsson, eigandi Sante. Vísir/Vilhelm Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. Þetta segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Tilefni kvörtunarinnar er erindi sem Sigurður Ingi Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Í erindinu er bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. „Haldið fram að atvinnustarfsemi okkar sé ólögleg“ Í kvörtun Sante til Umboðsmanns Alþingis segir að í erindi Sigurðar Inga sé því haldið fram að starfsemi Sante sé ólögleg. „Bréfinu er bersýnilega ætlað að hafa áhrif á rannsókn lögreglu. Við teljum að þetta séu óeðlileg afskipti af lögregluvaldi og brot á þrískiptingu ríkisvaldsins, þar sem fjármálaráðherra hefur ekki valdheimildir í þessum málaflokki.“ Reyni að hafa áhrif á lögreglu Þá segir að fjármálaráðherra fari með mikilvægar ákvarðanir varðandi fjárveitingar til lögreglunnar. Tilraunir hans til þess að hafa áhrif á lögreglurannsókn séu því sérlega óeðlilegar, þar sem þær geti litið út sem tilraun til þess að misnota fjárhagslegt vald til þess að hafa áhrif á lögregluna. „Þetta grefur undan sjálfstæði lögreglunnar og trúverðugleika hennar.“ Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skuli ákærendur vera sjálfstæðir í störfum sínum og ekki taka við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum. Þetta sé meginregla í réttarfari og brot á henni talin mjög alvarleg. „Það er algjörlega ólíðandi í réttarríki að lesa um það í fjölmiðlum að ráðherra sé að reyna að hafa áhrif á lögreglurannsókn. Að ráðherra, sem á stóran þátt í löggjafarvaldi og fer með fjárveitingarvald til lögreglu, lýsi afstöðu sinni til lögmætis starfsemi okkar með þeim hætti sem gert er í bréfinu. Við teljum að afskipti fjármála- og efnahagsráðherra brjóti verulega gegn stjórnsýslureglum og réttindum okkar.“ Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. 10. júní 2024 13:10 Hjúkrunarfræðingar fordæma aukið aðgengi að áfengi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skorað á Alþingi og Ríkisstjórn að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. 7. júní 2024 11:16 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Tilefni kvörtunarinnar er erindi sem Sigurður Ingi Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Í erindinu er bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. „Haldið fram að atvinnustarfsemi okkar sé ólögleg“ Í kvörtun Sante til Umboðsmanns Alþingis segir að í erindi Sigurðar Inga sé því haldið fram að starfsemi Sante sé ólögleg. „Bréfinu er bersýnilega ætlað að hafa áhrif á rannsókn lögreglu. Við teljum að þetta séu óeðlileg afskipti af lögregluvaldi og brot á þrískiptingu ríkisvaldsins, þar sem fjármálaráðherra hefur ekki valdheimildir í þessum málaflokki.“ Reyni að hafa áhrif á lögreglu Þá segir að fjármálaráðherra fari með mikilvægar ákvarðanir varðandi fjárveitingar til lögreglunnar. Tilraunir hans til þess að hafa áhrif á lögreglurannsókn séu því sérlega óeðlilegar, þar sem þær geti litið út sem tilraun til þess að misnota fjárhagslegt vald til þess að hafa áhrif á lögregluna. „Þetta grefur undan sjálfstæði lögreglunnar og trúverðugleika hennar.“ Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skuli ákærendur vera sjálfstæðir í störfum sínum og ekki taka við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum. Þetta sé meginregla í réttarfari og brot á henni talin mjög alvarleg. „Það er algjörlega ólíðandi í réttarríki að lesa um það í fjölmiðlum að ráðherra sé að reyna að hafa áhrif á lögreglurannsókn. Að ráðherra, sem á stóran þátt í löggjafarvaldi og fer með fjárveitingarvald til lögreglu, lýsi afstöðu sinni til lögmætis starfsemi okkar með þeim hætti sem gert er í bréfinu. Við teljum að afskipti fjármála- og efnahagsráðherra brjóti verulega gegn stjórnsýslureglum og réttindum okkar.“
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. 10. júní 2024 13:10 Hjúkrunarfræðingar fordæma aukið aðgengi að áfengi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skorað á Alþingi og Ríkisstjórn að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. 7. júní 2024 11:16 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. 10. júní 2024 13:10
Hjúkrunarfræðingar fordæma aukið aðgengi að áfengi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skorað á Alþingi og Ríkisstjórn að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. 7. júní 2024 11:16