Vísbendingar um að lúsmýið sé komið á kreik Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 11:40 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að lúsmýið geri oft vart við sig í miðjum júní. Vísir/Vilhelm Borið hefur á því að fólk á höfuðborgarsvæðinu vakni með bit með tilheyrandi útbrotum og kláða. Vatnalíffræðingur segir að ekki sé hægt að fullyrða að um lúsmý sé að ræða, bitin gætu verið flóabit eða eftir bitmý. Lúsmýið geri þó einmitt yfirleitt atlögu að nóttu til og fari venjulega á kreik í júnímánuði. „Ég var nú uppi í Kjós um helgina og var bitinn af bitmý. Ég sá það bíta mig þegar ég var að slá í kringum bústaðinn. En lúsmýið gæti verið komið á kreik, það fer venjulega á kreik á þessum tíma,“ segir Gísli Már Gíslason vatnalíffræðingur. Hann segir að bitmýið bíti bara úti en lúsmýið bíti bæði inni og úti. Til að lúsmýið geti bitið þurfi að vera algjört logn. „Þess vegna verður fólk vart við lúsmýbit inni þegar það sefur,“ segir Gísli. Mikill kláði fylgir gjarnan bitunum eftir lúsmýVísir/Vilhelm Gísli segir að á þessum árstíma sæki flær úr fuglahreiðrum einnig í fólk, núna þegar ungarnir eru að fara úr hreiðrum. Þær bíti fólk oft við kálfana. Hálfómögulegt sé að greina bitin út frá útbrotunum eingöngu. „Sko það tekur tíma eftir svona kuldakast fyrir þetta að fara af stað. Við fylgdumst með þessu í Kjósinni í fyrra og mesta lúsmýið byrjaði að koma í byrjun júlí. En ég hef líka orðið var við það í miðjum júní ef vel viðrar,“ segir Gísli. Gísli segir að áframhaldandi rannsóknir verði í sumar á lúsmý og skyldleika stofnsins við aðrar tegundir. Reynt verði að komast að því hvaðan þær klekjast, vísbendingar séu um að það sé úr votlendi. Tvær tegundir af lúsmý séu í Færeyjum, en þær komið frá skítahaugum við fjárhús. Í Danmörku klekst lúsmýið oft í kringum svínabúin. „Þannig við eigum eftir að leita í þessum búsvæðum hér á landi, við geymum þær rannsóknir þar til allt annað hefur verið kannað,“ segir Gísli. Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. 11. júlí 2023 17:17 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Sjá meira
„Ég var nú uppi í Kjós um helgina og var bitinn af bitmý. Ég sá það bíta mig þegar ég var að slá í kringum bústaðinn. En lúsmýið gæti verið komið á kreik, það fer venjulega á kreik á þessum tíma,“ segir Gísli Már Gíslason vatnalíffræðingur. Hann segir að bitmýið bíti bara úti en lúsmýið bíti bæði inni og úti. Til að lúsmýið geti bitið þurfi að vera algjört logn. „Þess vegna verður fólk vart við lúsmýbit inni þegar það sefur,“ segir Gísli. Mikill kláði fylgir gjarnan bitunum eftir lúsmýVísir/Vilhelm Gísli segir að á þessum árstíma sæki flær úr fuglahreiðrum einnig í fólk, núna þegar ungarnir eru að fara úr hreiðrum. Þær bíti fólk oft við kálfana. Hálfómögulegt sé að greina bitin út frá útbrotunum eingöngu. „Sko það tekur tíma eftir svona kuldakast fyrir þetta að fara af stað. Við fylgdumst með þessu í Kjósinni í fyrra og mesta lúsmýið byrjaði að koma í byrjun júlí. En ég hef líka orðið var við það í miðjum júní ef vel viðrar,“ segir Gísli. Gísli segir að áframhaldandi rannsóknir verði í sumar á lúsmý og skyldleika stofnsins við aðrar tegundir. Reynt verði að komast að því hvaðan þær klekjast, vísbendingar séu um að það sé úr votlendi. Tvær tegundir af lúsmý séu í Færeyjum, en þær komið frá skítahaugum við fjárhús. Í Danmörku klekst lúsmýið oft í kringum svínabúin. „Þannig við eigum eftir að leita í þessum búsvæðum hér á landi, við geymum þær rannsóknir þar til allt annað hefur verið kannað,“ segir Gísli.
Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. 11. júlí 2023 17:17 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Sjá meira
Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07
Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. 11. júlí 2023 17:17
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“