Ráðherra sendir lögreglu erindi vegna netsölu áfengis Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 11. júní 2024 18:19 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkti heimsendingu á Brennivíni eins og hún er framkvæmd í dag við nútíma sprúttsölu. Í fréttatilkynningu segir að undanfarið hefur netsala áfengis til neytenda færst nokkuð í aukana og það hafi orðið tilefni til umræðu í samfélaginu, m.a. í tengslum við markmið laga um að stýra aðgengi að áfengi, draga úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu og vernda ungt fólk gegn neyslu áfengi Hinn 5. júní hafi ráðuneytinu boristerindi frá heilbrigðisráðherra þar sem þróun í áfengissölu er sett í samhengi við lög um landlækni og lýðheilsu og við núverandi lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þá hefur ráðuneytið látið vinna lögfræðiálit um lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi, þar sem gerð er grein fyrir gildandi lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi og þeim valkostum sem til greina koma varðandi breytingar á því. Í erindinu er bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. Fagfélög í heilbrigðiskerfinu lýst áhyggjum Málið var til umræðu á Alþingi í dag en Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna sagði að fjölmörg samtök, stofnanir og einstaklingar hefðu vakið máls á þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn hóf fyrir mörgum árum um að fá vín í búðir. Í sérstökum umræðum sem hún hóf um sölu áfengis á netinu sagði hún menn kinka kolli við lýðheilsusjónarmiðum en svo endaði umræðan alltaf á sama stað. „Að þetta sé á gráu svæði lagalega, að aukið aðgengi þýði nú ekkert endilega aukna neyslu. En lögin eru skýr. Það má ekki selja áfengi í almennum verslunum,“ sagði Jódís á Alþingi í dag. Það gilti bæði um Bónus og Netið. Þetta væri ekkert vafamál en þrátt fyrir það byðu tugi netverslana upp á áfengi. Þingflokkur Vinstri grænna hefði haft lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar varðandi allar breytingar á áfengislöggjöfinni. Nú hefði framboð á áfengi hins vegar margfaldast. „Er ráðherra tilbúinn að grípa í taumana varðandi netsölu áfengis í ljósi þess lýðheilsuskaða sem fagfélög í heilbrigðiskerfinu hafa lýst rökstuddum áhyggjum af að muni verða ef slík viðskipti eru látin óáreitt.“ Nútíma sprúttsala Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vísaði til lýðheilsustefnu stjórnvalda og sagði augljóst hvað aukin neysla á áfengi hefði í för með sér fyrir heilsu fólks og kostnað samfélagsins. Hann hefði því skrifað fjármálaráðherra og óskað eftir upplýsingum um hvernig hann hyggðist framfylgja eftirliti með verslun með áfengi. „Takmarkanir á aðgengi eins og einkasala, með takmörkunum á opnunartímum og auglýsingabann eru meðal þeirra öflugustu forvarnaraðgerða sem við eigum,“ sagði Willum. Ásmundur Friðriksson þingmaður sjálfstæðisflokksins tjáði sig að auki um málið. Hann líkti heimsendingu á brennivíni við nútíma sprúttsölu eins og hún er framkvæmd. „Menn hringja bara á bíl og það er komið eftir hálftíma upp í rúm til fólks. Það þarf ekki einu sinni að klæða sig til að sækja þetta. Sendibílar í nágrannabyggðum hér eru fullir af brennivíni keyrandi heim til fólks alla daga vikunnar. Aðallega eldri borgarar sem sitja heima og drekka sig fulla á hverjum einasta degi. Þetta er orðið langstærsta vandamál SÁÁ.“ Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að undanfarið hefur netsala áfengis til neytenda færst nokkuð í aukana og það hafi orðið tilefni til umræðu í samfélaginu, m.a. í tengslum við markmið laga um að stýra aðgengi að áfengi, draga úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu og vernda ungt fólk gegn neyslu áfengi Hinn 5. júní hafi ráðuneytinu boristerindi frá heilbrigðisráðherra þar sem þróun í áfengissölu er sett í samhengi við lög um landlækni og lýðheilsu og við núverandi lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þá hefur ráðuneytið látið vinna lögfræðiálit um lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi, þar sem gerð er grein fyrir gildandi lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi og þeim valkostum sem til greina koma varðandi breytingar á því. Í erindinu er bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. Fagfélög í heilbrigðiskerfinu lýst áhyggjum Málið var til umræðu á Alþingi í dag en Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna sagði að fjölmörg samtök, stofnanir og einstaklingar hefðu vakið máls á þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn hóf fyrir mörgum árum um að fá vín í búðir. Í sérstökum umræðum sem hún hóf um sölu áfengis á netinu sagði hún menn kinka kolli við lýðheilsusjónarmiðum en svo endaði umræðan alltaf á sama stað. „Að þetta sé á gráu svæði lagalega, að aukið aðgengi þýði nú ekkert endilega aukna neyslu. En lögin eru skýr. Það má ekki selja áfengi í almennum verslunum,“ sagði Jódís á Alþingi í dag. Það gilti bæði um Bónus og Netið. Þetta væri ekkert vafamál en þrátt fyrir það byðu tugi netverslana upp á áfengi. Þingflokkur Vinstri grænna hefði haft lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar varðandi allar breytingar á áfengislöggjöfinni. Nú hefði framboð á áfengi hins vegar margfaldast. „Er ráðherra tilbúinn að grípa í taumana varðandi netsölu áfengis í ljósi þess lýðheilsuskaða sem fagfélög í heilbrigðiskerfinu hafa lýst rökstuddum áhyggjum af að muni verða ef slík viðskipti eru látin óáreitt.“ Nútíma sprúttsala Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vísaði til lýðheilsustefnu stjórnvalda og sagði augljóst hvað aukin neysla á áfengi hefði í för með sér fyrir heilsu fólks og kostnað samfélagsins. Hann hefði því skrifað fjármálaráðherra og óskað eftir upplýsingum um hvernig hann hyggðist framfylgja eftirliti með verslun með áfengi. „Takmarkanir á aðgengi eins og einkasala, með takmörkunum á opnunartímum og auglýsingabann eru meðal þeirra öflugustu forvarnaraðgerða sem við eigum,“ sagði Willum. Ásmundur Friðriksson þingmaður sjálfstæðisflokksins tjáði sig að auki um málið. Hann líkti heimsendingu á brennivíni við nútíma sprúttsölu eins og hún er framkvæmd. „Menn hringja bara á bíl og það er komið eftir hálftíma upp í rúm til fólks. Það þarf ekki einu sinni að klæða sig til að sækja þetta. Sendibílar í nágrannabyggðum hér eru fullir af brennivíni keyrandi heim til fólks alla daga vikunnar. Aðallega eldri borgarar sem sitja heima og drekka sig fulla á hverjum einasta degi. Þetta er orðið langstærsta vandamál SÁÁ.“
Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira