Raforkuverð hækkaði mikið í útboði Landsnets og SI vill að gripið verði inn í
![Þorvaldur Jacobsen, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunar Landsnets, segir í samtali við Innherja að verð á rafmagni hafi farið hækkandi frá árinu 2021. Hann nefnir að í skýrslu sem Landsnet hafi gefið út sé spáð orkuskorti til ársins 2028. „Það er verðlagt inn núna.“](https://www.visir.is/i/8E283A32A6029293371B580C11FF545FE3FCF0CF3851B63C9DFF90AC0E640A73_713x0.jpg)
Verð á rafmagni hækkaði um 34 prósent milli ára í útboði Landsnets til að mæta svokölluðum grunntöpum. Samtök iðnaðarins sendu Raforkueftirliti Orkustofnunar bréf þar sem viðraðar eru áhyggjur af því að Landsnet varpi ábyrgð fyrirtækisins um skilvirkan rekstur alfarið yfir á raforkunotendur. Framkvæmdastjóri Samáls segir að álfyrirtæki greiði hátt verð fyrir flutning á raforku í samanburði við aðra sambærilega framleiðendur í Evrópu.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/26A2B8A9F1953DD8E206803DF4E85645842634A7874E2B05BB0B7FD399F86963_308x200.jpg)
Hluthafar HS orku „stutt vel við innri og ytri vöxt “ með hlutafjáraukningum
Á sama tíma og HS Orka hefur greitt hluthöfum sínum reglulegar arðgreiðslur hafa hluthafar orkufyrirtækisins stutt vel við innri og ytri vöxt félagsins með hlutafjáraukningum, segir stjórnarformaður Jarðvarma. Fyrirtækið, sem er í einkaeigu, hefur staðið að hlutfallslega mun meiri fjárfestingum í orkuframleiðslu undanfarin ár en Landsvirkjun og Orkuveitan.
![](https://www.visir.is/i/6595A021AE02D9CD9E1B9804203A8BD4EFC27576F98830CF7BF1689F7E2596AE_308x200.jpg)
Forstjóri Stoða gagnrýnir stjórnvöld fyrir ákvörðunarfælni í orkumálum
Forstjóri eins stærsta fjárfestingafélagsins landsins gagnrýnir stjórnvöld fyrir ákvörðunarfælni í orkumálum og segir ríkisstjórnina virðast vera sátta með að fylgja þeirri stefnu að vona að „þetta reddist“ þótt ljóst sé að ekki er til næg orka í kerfinu. Hann vonar að jákvæð viðbrögð stjórnmálamanna við sölunni á Kerecis marki „vitundarvakningu“ um mikilvægi erlendrar fjárfestingar sem sé forsenda þess að ná jafnvægi í gjaldeyrismálum þjóðarinnar meðan lífeyrissjóðirnir horfa í auknum mæli út fyrir landsteinana í sínum fjárfestingum.
![](https://www.visir.is/i/3D887F275297EDF215A73D2710D2A2F8BCDBFE63883D9355F084E72C082E2E66_308x200.jpg)
Eigendur OR bera ábyrgð á mun meiri skuldum en ríkið hjá Landsvirkjun
Ábyrgð eigenda á vaxtaberandi skuldum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er umtalsvert meiri en ríkisbyrgð á skuldum Landsvirkjunar. Hlutfallið var 38 prósent af vaxtaberandi skuldum við árslok hjá OR en 16 prósent hjá Landsvirkjun. Mikið hefur dregið úr ábyrgð eigenda fyrirtækjanna á lánum frá árinu 2010.