Skynsamlegt að loka gluggum og setja á hringrásarstillingu í bílnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2024 13:01 Gosmengun frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni liggur yfir höfuðborginni í dag. vísir Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi og má því búast við að það gjósi aftur á Reykjanesskaganum. Gosmóða mælist yfir höfuðborginni og víðar á Suðurlandi og Suðvesturlandi og er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni segir óljóst hver staðan á landrisinu sé en það muni koma í ljós á næstu dögum. Kvikuflæði sé inn í Svartsengi og gera megi ráð fyrir öðru gosi á svæðinu í bráð. Hækkun á fína svifrykinu Gosmóða frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni liggur yfir höfuðborginni sem mun samkvæmt verkefnastjóra hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hafa áhrif á þá sem eru viðkvæmir í öndunarfærum. „Við sjáum á loftgæðamælistöðvunum í borginni hækkun á fína svifrykinu og við sjáum líka hækkun á brennisteinsdíoxíð. Það er einkennandi fyrir þessa gosmóðu að við getum illa mælt hana beint en við sjáum vísbendingarnar þegar gildin í fína svifrykinu hækka þannig að ástandið er ekkert sérstaklega gott,“ segir Svava S. Steinarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Fólki ráðlagt frá hreyfingu utandyra Þeir sem eru hraustir gætu þó fundið fyrir sviða í öndunarfærum og slímhúð. Þá er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. „Það eru leiðbeiningar inni á loftgæði.is til að styðjast við með útivist þegar gosmengun er í gangi.“ Svava segir skynsamlegt að loka gluggum á meðan móðan liggur yfir svæðinu. „Og reyna, að ef fólk er að keyra í borginni í einhvern tíma, að vera með hringrásina á í bílnum, að draga ekki loft inn í bílinn.“ Til hverra ná þessar leiðbeiningar, allra á höfuðborgarsvæðinu? „Já eins og þetta lítur út á gasdreifingarspá Veðurstofunnar og í mælistöðvunum þá virðist þetta dreifast yfir allt höfuðborgarsvæðið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Tengdar fréttir Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41 Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira
Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni segir óljóst hver staðan á landrisinu sé en það muni koma í ljós á næstu dögum. Kvikuflæði sé inn í Svartsengi og gera megi ráð fyrir öðru gosi á svæðinu í bráð. Hækkun á fína svifrykinu Gosmóða frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni liggur yfir höfuðborginni sem mun samkvæmt verkefnastjóra hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hafa áhrif á þá sem eru viðkvæmir í öndunarfærum. „Við sjáum á loftgæðamælistöðvunum í borginni hækkun á fína svifrykinu og við sjáum líka hækkun á brennisteinsdíoxíð. Það er einkennandi fyrir þessa gosmóðu að við getum illa mælt hana beint en við sjáum vísbendingarnar þegar gildin í fína svifrykinu hækka þannig að ástandið er ekkert sérstaklega gott,“ segir Svava S. Steinarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Fólki ráðlagt frá hreyfingu utandyra Þeir sem eru hraustir gætu þó fundið fyrir sviða í öndunarfærum og slímhúð. Þá er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. „Það eru leiðbeiningar inni á loftgæði.is til að styðjast við með útivist þegar gosmengun er í gangi.“ Svava segir skynsamlegt að loka gluggum á meðan móðan liggur yfir svæðinu. „Og reyna, að ef fólk er að keyra í borginni í einhvern tíma, að vera með hringrásina á í bílnum, að draga ekki loft inn í bílinn.“ Til hverra ná þessar leiðbeiningar, allra á höfuðborgarsvæðinu? „Já eins og þetta lítur út á gasdreifingarspá Veðurstofunnar og í mælistöðvunum þá virðist þetta dreifast yfir allt höfuðborgarsvæðið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Tengdar fréttir Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41 Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira
Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41
Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24