Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2024 10:11 Palestínumenn kanna húsarústir eftir sprengjuárás Ísraela í Nuseirat-flóttamannabúðunum á laugardag. Fjórir gíslar voru frelsaðir í árásinni en Hamas segja að á þriðja hundruð manns hafi fallið. AP/Jehad Alshrafi Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. Ísraelsher réðst inn í Nuseirat-flóttamannabúðirnar á Gasa með sprengjuregni á laugardag. Honum tókst að frelsa fjóra gísla sem vígamenn Hamas tóku höndum á tónlistarhátíð í hryðjuverkaárás samtakanna í Ísrael 7. október. Heilbrigðisyfirvöld Hamas á Gasa segja að 274 Palestínumenn hafi fallið í árásinni á Nuseirat, þar á meðal tugir barna og kvenna. Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofu SÞ, lýsti yfir áhyggjum af því að hvort að aðgerðir Ísraelshers hefðu verið í samræmi við tilefnið, hvort herinn hefði gert greinarmun á vígamönnum og óbreyttum borgurum og hvort hann hefði brotið varúðarreglu í hernaði sínum, að sögn AP-fréttastofunnar. Að sama skapi hefðu vopnaðir hópar Palestínumanna stefnt óbreyttum borgurum og gíslum í lífshættu með því að halda gíslunum í þéttbýli. „Allar þessar aðgerðir beggja aðila kunna að teljast stríðsglæpir,“ sagði Laurence. Harmaði Laurence að óbreyttir borgarar hefðu enn og aftur lent á milli steins og sleggju í átökum Ísraelshers og vopnaðra sveita Palestínumanna, bæði á laugardag og í stríðinu í heild sinni sem hefur geisað í meira en átta mánuði. Fagnaðarefni væri að gíslar hefðu verið leystir úr prísund. Krafðist Laurence þess að allir gíslarnir yrðu frelsaðir strax. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mannréttindi Tengdar fréttir Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. 10. júní 2024 09:27 Ísraelar sagðir hafa drepið gísla og ríflega 200 Palestínumenn Talsmaður herskás arms Hamas-samtakanna segir Ísraelsmenn hafa drepið ríflega 200 Palestínumenn í dag þegar fjórum gíslum var bjargað úr haldi Hamas-liða. Þá hafi aðrir gíslar dáið í átökunum. 8. júní 2024 19:52 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ísraelsher réðst inn í Nuseirat-flóttamannabúðirnar á Gasa með sprengjuregni á laugardag. Honum tókst að frelsa fjóra gísla sem vígamenn Hamas tóku höndum á tónlistarhátíð í hryðjuverkaárás samtakanna í Ísrael 7. október. Heilbrigðisyfirvöld Hamas á Gasa segja að 274 Palestínumenn hafi fallið í árásinni á Nuseirat, þar á meðal tugir barna og kvenna. Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofu SÞ, lýsti yfir áhyggjum af því að hvort að aðgerðir Ísraelshers hefðu verið í samræmi við tilefnið, hvort herinn hefði gert greinarmun á vígamönnum og óbreyttum borgurum og hvort hann hefði brotið varúðarreglu í hernaði sínum, að sögn AP-fréttastofunnar. Að sama skapi hefðu vopnaðir hópar Palestínumanna stefnt óbreyttum borgurum og gíslum í lífshættu með því að halda gíslunum í þéttbýli. „Allar þessar aðgerðir beggja aðila kunna að teljast stríðsglæpir,“ sagði Laurence. Harmaði Laurence að óbreyttir borgarar hefðu enn og aftur lent á milli steins og sleggju í átökum Ísraelshers og vopnaðra sveita Palestínumanna, bæði á laugardag og í stríðinu í heild sinni sem hefur geisað í meira en átta mánuði. Fagnaðarefni væri að gíslar hefðu verið leystir úr prísund. Krafðist Laurence þess að allir gíslarnir yrðu frelsaðir strax.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mannréttindi Tengdar fréttir Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. 10. júní 2024 09:27 Ísraelar sagðir hafa drepið gísla og ríflega 200 Palestínumenn Talsmaður herskás arms Hamas-samtakanna segir Ísraelsmenn hafa drepið ríflega 200 Palestínumenn í dag þegar fjórum gíslum var bjargað úr haldi Hamas-liða. Þá hafi aðrir gíslar dáið í átökunum. 8. júní 2024 19:52 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. 10. júní 2024 09:27
Ísraelar sagðir hafa drepið gísla og ríflega 200 Palestínumenn Talsmaður herskás arms Hamas-samtakanna segir Ísraelsmenn hafa drepið ríflega 200 Palestínumenn í dag þegar fjórum gíslum var bjargað úr haldi Hamas-liða. Þá hafi aðrir gíslar dáið í átökunum. 8. júní 2024 19:52