Hættur að spá fyrir um þjálfaramál Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2024 12:30 Ten Hag er enn þjálfari Man Utd. Catherine Ivill/Getty Images Hinn áreiðanlegi David Ornstein, blaðamaður The Athletic, segir að hann sé hættur að reyna spá fyrir um hvað gerist í þjálfaramálum Manchester United. Hann ætli einfaldlega að bíða og sjá hvað gerist. Eins og hefur margoft komið fram í sumar, og undanfarna mánuði raunar, þá er staða Erik Ten Hag hjá Man United heldur veik. Hollendingurinn endaði tímabilið þá á jákvæðu nótunum með því að leggja Man City í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Síðan þá hefur hins vegar hinn og þessi verið orðaður við Man United en það er ljóst að Ten Hag vill ólmur vera áfram. Fyrir skemmstu var staðfest að Thomas Tuchel myndi ekki taka við en þessi fráfarandi þjálfari Bayern München átti líklega erfiðara uppdráttar en Ten Hag á síðustu leiktíð. Sömu sögu er að segja af Mauricio Pochettino sem lét af störfum sem þjálfari Chelsea að tímabilinu loknu. Sky Sports greindi frá því í gær, mánudag, að Pochettino væri ekki lengur á blaði hjá Man United. Sky ræddi við Ornstein um stöðu mála hjá Man Utd og Ten Hag. „Ég hef gefist upp á að spá fyrir um hvað gerist því ég er ekki viss að Man United viti það sjálft,“ sagði Ornstein í viðtali við Sky. "I've given up predicting what will happen, it needs to come to a head"The Athletic's David Ornstein reviews the managerial situation at Manchester United 🔴 pic.twitter.com/U4zkyRSLU4— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 10, 2024 Tuchel og Pochettino eru þau tvö af þremur nöfnum sem hafa verið hvað mest verið orðuð við Man United undanfarnar vikur. Þriðja nafnið er svo Gareth Southgate en það er talið næsta öruggt að hann hætti sem landsliðsþjálfari Englands fari svo að Englendingar standi ekki uppi sem Evrópumeistarar í júlí. Sem stendur er Ten Hag hins vegar þjálfari liðsins og nú er bara að bíða og sjá. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Eins og hefur margoft komið fram í sumar, og undanfarna mánuði raunar, þá er staða Erik Ten Hag hjá Man United heldur veik. Hollendingurinn endaði tímabilið þá á jákvæðu nótunum með því að leggja Man City í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Síðan þá hefur hins vegar hinn og þessi verið orðaður við Man United en það er ljóst að Ten Hag vill ólmur vera áfram. Fyrir skemmstu var staðfest að Thomas Tuchel myndi ekki taka við en þessi fráfarandi þjálfari Bayern München átti líklega erfiðara uppdráttar en Ten Hag á síðustu leiktíð. Sömu sögu er að segja af Mauricio Pochettino sem lét af störfum sem þjálfari Chelsea að tímabilinu loknu. Sky Sports greindi frá því í gær, mánudag, að Pochettino væri ekki lengur á blaði hjá Man United. Sky ræddi við Ornstein um stöðu mála hjá Man Utd og Ten Hag. „Ég hef gefist upp á að spá fyrir um hvað gerist því ég er ekki viss að Man United viti það sjálft,“ sagði Ornstein í viðtali við Sky. "I've given up predicting what will happen, it needs to come to a head"The Athletic's David Ornstein reviews the managerial situation at Manchester United 🔴 pic.twitter.com/U4zkyRSLU4— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 10, 2024 Tuchel og Pochettino eru þau tvö af þremur nöfnum sem hafa verið hvað mest verið orðuð við Man United undanfarnar vikur. Þriðja nafnið er svo Gareth Southgate en það er talið næsta öruggt að hann hætti sem landsliðsþjálfari Englands fari svo að Englendingar standi ekki uppi sem Evrópumeistarar í júlí. Sem stendur er Ten Hag hins vegar þjálfari liðsins og nú er bara að bíða og sjá.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira