19 ára stelpa á Selfossi útskrifuð sem vélvirki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2024 08:04 Vigdís Jóna Árnadóttir vélvirki á Selfossi en hún var að útskrifast úr því námi við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson 19 ára stelpa á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að sjóða saman hluti eða berja saman ýmsa hluti, en hún er fyrsti kvenkynsnemandinn við Fjölbrautaskóla Suðurlands til að útskrifast sem vélvirki. Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi var stofnaður 1981 og er því 43 ára gamall en það var gaman að segja frá því að við brautskráningu frá skólanum nýlega var fyrsta stelpan útskrifuð, sem vélvirki, eða Vigdís Jóna Árnadóttir, sem býr á bænum Ljónsstöðum rétt við Selfoss. Hún er á vinna hjá Blikk á Selfossi og stendur sig þar vel. „Ég er búin að vera umkringd vélum síðan ég fæddist. Þetta hefur alltaf verið áhugamál mitt. Núna er ég að sjóða saman veðurhlíf, sem fer á útvegg á sumarbústað og svo hef ég verð að setja upp loftræstikerfi og smíða hitt og þetta og klippa og beygja og ýmislegt annað”, segir Vigdís Jóna. Og er þetta ekki bara skemmtilegt? „Mjög, skemmtilegt og mjög gefandi. Það að geta skapað og gert eitthvað, sem maður sér afraksturinn af er það skemmtilegasta við vinnuna og það skemmir ekki hvað maður er með skemmtilega vinnufélaga,” segir Vigdís Jóna hlæjandi. „Það er ekki oft sem maður lendir á svona ungum einstaklingi, sem er bara rosalega viljugur til að koma sér í verkið og hún er líka rosalega frumstæði í vinnu, sýnir rosalega mikið frumkvæði,” segir Ómar Þór Arnar Gunnarsson stál- og blikksmiður og vinnufélagi Vigdísar Jónu. Ómar Þór Arnar Gunnarsson stál- og blikksmiður og vinnufélagi Vigdísar Jónu er mjög ánægður með hana í vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvetur þú konur og stelpur til að læra vélvirkjun? „Já, allan daginn, mér finnst kynjahlutfallið aðeins of bjagað í þessum geira, það er bara svolítið þannig,” bætir Ómar við. Vigdís Jóna með vinnufélögum sínum, frá vinstri, Brynjar Atli Hafþórsson, Ómar þór Arndal Gunnarsson, hún sjálf, Björn Örlygsson og Sturla Hilmarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst vinkonum Vigdísar Jónu að hún hafi ákveðið að læra vélvirkjun? „Þeim finnst það mjög kúl, biðja mig um hjálp við bílana sína og eitthvað þannig.” Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi var stofnaður 1981 og er því 43 ára gamall en við brautskráningu frá skólanum nýlega var fyrsta stelpan útskrifuð, sem vélvirki, sem er Vigdís Jóna Árnadóttir, sem býr á bænum Ljónsstöðum rétt við Selfoss. Hún er á vinna hjá Blikk á Selfossi og stendur sig þar vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skóla- og menntamál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira
Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi var stofnaður 1981 og er því 43 ára gamall en það var gaman að segja frá því að við brautskráningu frá skólanum nýlega var fyrsta stelpan útskrifuð, sem vélvirki, eða Vigdís Jóna Árnadóttir, sem býr á bænum Ljónsstöðum rétt við Selfoss. Hún er á vinna hjá Blikk á Selfossi og stendur sig þar vel. „Ég er búin að vera umkringd vélum síðan ég fæddist. Þetta hefur alltaf verið áhugamál mitt. Núna er ég að sjóða saman veðurhlíf, sem fer á útvegg á sumarbústað og svo hef ég verð að setja upp loftræstikerfi og smíða hitt og þetta og klippa og beygja og ýmislegt annað”, segir Vigdís Jóna. Og er þetta ekki bara skemmtilegt? „Mjög, skemmtilegt og mjög gefandi. Það að geta skapað og gert eitthvað, sem maður sér afraksturinn af er það skemmtilegasta við vinnuna og það skemmir ekki hvað maður er með skemmtilega vinnufélaga,” segir Vigdís Jóna hlæjandi. „Það er ekki oft sem maður lendir á svona ungum einstaklingi, sem er bara rosalega viljugur til að koma sér í verkið og hún er líka rosalega frumstæði í vinnu, sýnir rosalega mikið frumkvæði,” segir Ómar Þór Arnar Gunnarsson stál- og blikksmiður og vinnufélagi Vigdísar Jónu. Ómar Þór Arnar Gunnarsson stál- og blikksmiður og vinnufélagi Vigdísar Jónu er mjög ánægður með hana í vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvetur þú konur og stelpur til að læra vélvirkjun? „Já, allan daginn, mér finnst kynjahlutfallið aðeins of bjagað í þessum geira, það er bara svolítið þannig,” bætir Ómar við. Vigdís Jóna með vinnufélögum sínum, frá vinstri, Brynjar Atli Hafþórsson, Ómar þór Arndal Gunnarsson, hún sjálf, Björn Örlygsson og Sturla Hilmarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst vinkonum Vigdísar Jónu að hún hafi ákveðið að læra vélvirkjun? „Þeim finnst það mjög kúl, biðja mig um hjálp við bílana sína og eitthvað þannig.” Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi var stofnaður 1981 og er því 43 ára gamall en við brautskráningu frá skólanum nýlega var fyrsta stelpan útskrifuð, sem vélvirki, sem er Vigdís Jóna Árnadóttir, sem býr á bænum Ljónsstöðum rétt við Selfoss. Hún er á vinna hjá Blikk á Selfossi og stendur sig þar vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skóla- og menntamál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira