„Ég var að reyna senda hann á fjærsvæðið og hann fór inn, ég tek því bara” Árni Gísli Magnússon skrifar 8. júní 2024 19:57 Agla María Albertsdóttir skoraði og lagði upp í dag. vísir / vilhelm „Bara ótrúlega sátt, þetta gerist ekkert mikið betra en að mæta hérna á Akureyri og vinna 3-0 þannig bara frábær sigur í dag”, sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir öruggan útisigur gegn Þór/KA í toppslag deildarinnar en Agla bæði skoraði og lagði upp í dag. „Bara ótrúlega sátt, þetta gerist ekkert mikið betra en að mæta hérna á Akureyri og vinna 3-0 þannig bara frábær sigur í dag”, sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir öruggan útisigur gegn Þór/KA í toppslag deildarinnar en Agla bæði skoraði og lagði upp í dag. Spilað var á VÍS-vellinum á Þórsvæðinu sem hefur séð bjartari daga enda snjóað á Akureyri alla vikuna en Agla segir völlinn þó ekki eins slæman og látið er með. „Hann er auðvitað alls ekkert frábær, hann hefur samt sem áður alveg oft, hann var ekkert verri núna en oft þegar maður mætir hérna á Akureyri og fínasta veður, annað en maður bjóst við, þannig ef eitthvað er þá bara fór þetta fram úr væntingum.” Agla skoraði nokkuð skondið mark þegar hún kom Blikum í forystu en boltinn sveif þá yfir Shelby Money í marki Þór/KA úr því sem virist vera fyrirgjöf. Var hún að skjóta á markið eða reyna fyrirgjöf? „Nei bara alls ekki!” Svaraði Agla María og skellti upp úr áður en hún hélt áfram: „Ég var að reyna senda hann á fjærsvæðið og hann fór inn, ég tek því bara.” „Ég var bara virkilega sátt með þetta. Við fórum algjörlega eftir planinu sem sett var upp fyrir leik þannig það gekk fullkomlega upp þannig já, ég gæti ekki verið sáttari.” Mikið af leikjum er framundan hjá BreiðablikI sem er einnig komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. „Það er náttúrulega bara gríðarlega mikið álag, við erum að spila næst held ég á þriðjudaginn þannig við þurfum að nota hópinn núna og hugsa vel um okkur. Það er leikur á þriðjudag og svo sunnudag þannig þetta er mjög þétt framundan.” Agla María lagði upp síðasta mark leiksins í uppbótartíma þegar hún gerði frábærlega í að koma boltanum á Andreu Rut inn á teignum sem kláraði færið sitt vel. „Já það var bara mjög sætt sko, hún gerði vel í að koma sér inn í teiginn og þetta var bara eitthvað sem við erum alltaf að æfa þannig það var bara mjög gott að sjá hana skora þarna.” Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
„Bara ótrúlega sátt, þetta gerist ekkert mikið betra en að mæta hérna á Akureyri og vinna 3-0 þannig bara frábær sigur í dag”, sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir öruggan útisigur gegn Þór/KA í toppslag deildarinnar en Agla bæði skoraði og lagði upp í dag. Spilað var á VÍS-vellinum á Þórsvæðinu sem hefur séð bjartari daga enda snjóað á Akureyri alla vikuna en Agla segir völlinn þó ekki eins slæman og látið er með. „Hann er auðvitað alls ekkert frábær, hann hefur samt sem áður alveg oft, hann var ekkert verri núna en oft þegar maður mætir hérna á Akureyri og fínasta veður, annað en maður bjóst við, þannig ef eitthvað er þá bara fór þetta fram úr væntingum.” Agla skoraði nokkuð skondið mark þegar hún kom Blikum í forystu en boltinn sveif þá yfir Shelby Money í marki Þór/KA úr því sem virist vera fyrirgjöf. Var hún að skjóta á markið eða reyna fyrirgjöf? „Nei bara alls ekki!” Svaraði Agla María og skellti upp úr áður en hún hélt áfram: „Ég var að reyna senda hann á fjærsvæðið og hann fór inn, ég tek því bara.” „Ég var bara virkilega sátt með þetta. Við fórum algjörlega eftir planinu sem sett var upp fyrir leik þannig það gekk fullkomlega upp þannig já, ég gæti ekki verið sáttari.” Mikið af leikjum er framundan hjá BreiðablikI sem er einnig komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. „Það er náttúrulega bara gríðarlega mikið álag, við erum að spila næst held ég á þriðjudaginn þannig við þurfum að nota hópinn núna og hugsa vel um okkur. Það er leikur á þriðjudag og svo sunnudag þannig þetta er mjög þétt framundan.” Agla María lagði upp síðasta mark leiksins í uppbótartíma þegar hún gerði frábærlega í að koma boltanum á Andreu Rut inn á teignum sem kláraði færið sitt vel. „Já það var bara mjög sætt sko, hún gerði vel í að koma sér inn í teiginn og þetta var bara eitthvað sem við erum alltaf að æfa þannig það var bara mjög gott að sjá hana skora þarna.”
Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira