Hraun runnið að Grindavíkurvegi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. júní 2024 09:54 Frá eldgosinu við Sundhnúksgíga sem hófst 29. maí. Vísir/Vilhelm Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá Veðurstofunnui segir að í morgun hafi framskriðið aukist og ljóst sé að hraunstraumurinn renni ákveðið í átt að Grindavíkurvegi norðan varnargarða við Svartsengi. „Stutt er í að hraunið renni yfir Grindavíkurveg og er verið að loka varnargarði þar og búið að loka Bláa Lóninu,“ segir í tilkynningunni. Áætlað að allir hafi yfirgefið svæðið um hádegi Í samtali við fréttastofu segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-markaðs-og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, að vegna stöðunnar hafi verið tekin ákvörðun um að opna ekki í morgun. Áætlað sé að gestir hótelsins auk starfsfólks hafi allir yfirgefið svæðið í kringum hádegisbil. Hraun hefur runnið yfir Grindavíkurveg í nokkur skipti í eldgosum undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Í gærmorgun tók hraunið að streyma úr barmi suðurhlíð gígsins. Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis sem eru staðsettar á svæðinu í kringum Sundhnúksgígaröðina. Uppfært klukkan 10:20. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna segir viðbragðsaðila á staðnum fylgjast grannt með stöðunni. Búið sé að loka gati í varnargarðinum við Grindavík sem hafði verið haldið opnu vegna samgangna. Þá sé hætta á gróðureldum á svæðinu og slökkviliðið í viðbragsðstöðu vegna þess. Aðeins sé tímaspursmál hvenær hraunið renni yfir Grindavíkurveg. Uppfært klukkan 10:40 Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu sem er á staðnum, staðfestir í samtali við fréttastofu að hraunið sé nú komið að Grindavíkurvegi. Nánar verður rætt við Jón Hauk í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hraungígur brast í morgun Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. 7. júní 2024 10:16 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Sjá meira
Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá Veðurstofunnui segir að í morgun hafi framskriðið aukist og ljóst sé að hraunstraumurinn renni ákveðið í átt að Grindavíkurvegi norðan varnargarða við Svartsengi. „Stutt er í að hraunið renni yfir Grindavíkurveg og er verið að loka varnargarði þar og búið að loka Bláa Lóninu,“ segir í tilkynningunni. Áætlað að allir hafi yfirgefið svæðið um hádegi Í samtali við fréttastofu segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-markaðs-og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, að vegna stöðunnar hafi verið tekin ákvörðun um að opna ekki í morgun. Áætlað sé að gestir hótelsins auk starfsfólks hafi allir yfirgefið svæðið í kringum hádegisbil. Hraun hefur runnið yfir Grindavíkurveg í nokkur skipti í eldgosum undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Í gærmorgun tók hraunið að streyma úr barmi suðurhlíð gígsins. Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis sem eru staðsettar á svæðinu í kringum Sundhnúksgígaröðina. Uppfært klukkan 10:20. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna segir viðbragðsaðila á staðnum fylgjast grannt með stöðunni. Búið sé að loka gati í varnargarðinum við Grindavík sem hafði verið haldið opnu vegna samgangna. Þá sé hætta á gróðureldum á svæðinu og slökkviliðið í viðbragsðstöðu vegna þess. Aðeins sé tímaspursmál hvenær hraunið renni yfir Grindavíkurveg. Uppfært klukkan 10:40 Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu sem er á staðnum, staðfestir í samtali við fréttastofu að hraunið sé nú komið að Grindavíkurvegi. Nánar verður rætt við Jón Hauk í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hraungígur brast í morgun Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. 7. júní 2024 10:16 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Sjá meira
Hraungígur brast í morgun Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. 7. júní 2024 10:16