Í skugga sílóa og sandryks Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 8. júní 2024 10:00 Þorlákshöfn var á síðasta ári 41. sveitarfélagið til að taka þátt í verkefni Embætti landlæknis um Heilsueflandi samfélag. Á heimasíðu Ölfuss segir að meginmarkmið sveitarfélagsins sé að skapa tækifæri fyrir íbúa til bættra lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, íþróttaiðkunar og annarrar afþreyingar og frístundaiðju. Það skýtur því skökku við að ætla að reisa risavaxna mölunarverksmiðju í landi Þorlákshafnar, í heilsueflandi sveitarfélagi. Auk óprýði og stærðar verksmiðjunnar er hætta á umhverfisslysum, hljóð og umhverfismengun og öðru sem slíkur iðnaður hefur í för með sér. Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Vegagerðin, Samgöngustofa og Heilbrigðiseftirlit Suðurnlands hafa réttilega látið í ljós áhyggjur af fyrirhugaðri framkvæmd. Ef fram fer sem horfir og Heidelberg fær að reisa verksmiðju á landi sem samsvarar rúmlega þremur Klambratúnum í Reykjavík (Klambratún er 10ha, svæðin sem Heidelberg hefur til umráða 26 ha/ auk 7ha á hafnarsvæði) í aðeins 2,5 km fjarlægð frá nýrri íbúabyggð yrði það fordæmalaust og sannarlega óafturkræft skref fyrir íbúa Þorlákshafnar. Þarna yrði risastór verksmiðja sem mun skarta stórum sílóum, mögulega allt að 18 talsins, 52 metra háum og auðsýnt að slík verksmiðja muni hafa margvísleg neikvæð áhrif á umhverfið. Jarðefnaverksmiðju sem þessari munu fylgja miklir þungaflutningar með tilheyrandi megnun, raski og hávaða en áætlað er viðbótarumferð þungra ökutækja, sem talið er að tvöfaldist, muni hafa neikvæð áhrif á umferðaöryggi og væntanlega fjölga umferðaslysum um 1-2 á ári að mati Vegagerðarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart er Heidelberg einnig með áætlanir um námuvinnslu af hafsbotni sem mun hafa gríðarleg óafturkræf áhrif á lífríki sveitarfélagsins og landsins alls. Námusvæðið er innan mikilvægs hrygningarsvæðis verðmætra nytjastofna, mögulega verðmætasta hrygningarsvæði landsins og því einstakt náttúrufyribæri. Þá mun fuglalíf einnig verða fyrir skaða þar sem sandsíli sem halda sig í fjörunni og eru lykiltegund í vistkerfi Selvogsbanka eru mikilvægasta fæða flestra sjófuglategunda. Þessar hugmyndir um efnistöku við Selvogsbanka sem, eins og lesa má, er afar verðmætt svæði eru því afar varhugaverðar. Þorlákshöfn býr yfir þeirri sérstöðu að þar er brimbrettasvæði sem þykir einstakt á heimsvísu. Brimbrettafélag Íslands er ungt, stofnað 2021, og tilgangur þess að vernda brimbrettastaði á Íslandi í samstarfi við yfirvöld. Markmið félagsins er einnig að fá helstu brimbrettastaði landsins skráða sem útivistarsvæði á aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga og beita sér fyrir verndun tærleika sjávar við strendur landsins. Enda bendir Brimbrettafélagið réttilega á að náttúra landsins er viðkvæm og aukinnar vitundar og verndar er þörf ef tryggja á að komandi kynslóðir fái notið hennar. Brimbrettaiðkun við Þorlákshöfn á sér fáar hliðstæður og bagalegt að sveitarfélagið sjái ekki hag sinn í að styðja við og efla samstarf við félagið. Slík nýsköpun og uppbygging ætti að vera leiðarljós í heilsueflandi samfélagi enda starfsemin í takt við umhverfi og náttúru svo ekki sé minnst á heilsusamlegt gildi hennar. Nýtilkomnar hugmyndir um landfyllingu á brimbrettasvæðinu fela ekkert í sem nema eyðileggingu og eru fullkomlega órökstuddar. Þetta umfangsmikla verkefni styður á engan hátt við bætt lífsgæði íbúa og þá barna sem munu leika sér í skugga sílóa, í sandryki og í umferðarþunga þar sem áætlað er að byggja leikskóla steinsnar frá verksmiðjunni. Hvað þá heldur náttúru- og umhverfisvernd til framtíðar. Þarna virðist sem hagsmunum íbúa verði fórnað fyrir gróða fárra. Tilraunir minnihlutans í Ölfusi um að tala gegn þungaiðnaði í byggð og með því að hafa þarfir og vilja íbúa að leiðarljósi hafi fallið í grýttan jarðveg. Það er augljóst að vilji meirihluta íbúa fer ekki saman við vilja meirihlutans í bæjarstjórn. Við búum í gjöfulu landi umkringd þeim forréttindum sem ferskt loft, heilnæmt umhverfi og falleg náttúra býður upp á og ættum þess vegna öll að vinna saman að náttúru- og umhverfisvernd. Það hlýtur að vera önnur atvinnustarfsemi sem hægt er að ráðast í ef og þegar þörf er á. Starfsemi sem styður við vaxandi og öflugt samfélag þar sem börn, heldri borgarar og öll þar á milli geta unað sér í hreinni náttúru við áhugamál, störf, útiveru og afþreyingu sem sómi er að í heilsueflandi og barnvænu samfélagi. Höfundur er leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Ölfus Heilsa Umhverfismál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Þorlákshöfn var á síðasta ári 41. sveitarfélagið til að taka þátt í verkefni Embætti landlæknis um Heilsueflandi samfélag. Á heimasíðu Ölfuss segir að meginmarkmið sveitarfélagsins sé að skapa tækifæri fyrir íbúa til bættra lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, íþróttaiðkunar og annarrar afþreyingar og frístundaiðju. Það skýtur því skökku við að ætla að reisa risavaxna mölunarverksmiðju í landi Þorlákshafnar, í heilsueflandi sveitarfélagi. Auk óprýði og stærðar verksmiðjunnar er hætta á umhverfisslysum, hljóð og umhverfismengun og öðru sem slíkur iðnaður hefur í för með sér. Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Vegagerðin, Samgöngustofa og Heilbrigðiseftirlit Suðurnlands hafa réttilega látið í ljós áhyggjur af fyrirhugaðri framkvæmd. Ef fram fer sem horfir og Heidelberg fær að reisa verksmiðju á landi sem samsvarar rúmlega þremur Klambratúnum í Reykjavík (Klambratún er 10ha, svæðin sem Heidelberg hefur til umráða 26 ha/ auk 7ha á hafnarsvæði) í aðeins 2,5 km fjarlægð frá nýrri íbúabyggð yrði það fordæmalaust og sannarlega óafturkræft skref fyrir íbúa Þorlákshafnar. Þarna yrði risastór verksmiðja sem mun skarta stórum sílóum, mögulega allt að 18 talsins, 52 metra háum og auðsýnt að slík verksmiðja muni hafa margvísleg neikvæð áhrif á umhverfið. Jarðefnaverksmiðju sem þessari munu fylgja miklir þungaflutningar með tilheyrandi megnun, raski og hávaða en áætlað er viðbótarumferð þungra ökutækja, sem talið er að tvöfaldist, muni hafa neikvæð áhrif á umferðaöryggi og væntanlega fjölga umferðaslysum um 1-2 á ári að mati Vegagerðarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart er Heidelberg einnig með áætlanir um námuvinnslu af hafsbotni sem mun hafa gríðarleg óafturkræf áhrif á lífríki sveitarfélagsins og landsins alls. Námusvæðið er innan mikilvægs hrygningarsvæðis verðmætra nytjastofna, mögulega verðmætasta hrygningarsvæði landsins og því einstakt náttúrufyribæri. Þá mun fuglalíf einnig verða fyrir skaða þar sem sandsíli sem halda sig í fjörunni og eru lykiltegund í vistkerfi Selvogsbanka eru mikilvægasta fæða flestra sjófuglategunda. Þessar hugmyndir um efnistöku við Selvogsbanka sem, eins og lesa má, er afar verðmætt svæði eru því afar varhugaverðar. Þorlákshöfn býr yfir þeirri sérstöðu að þar er brimbrettasvæði sem þykir einstakt á heimsvísu. Brimbrettafélag Íslands er ungt, stofnað 2021, og tilgangur þess að vernda brimbrettastaði á Íslandi í samstarfi við yfirvöld. Markmið félagsins er einnig að fá helstu brimbrettastaði landsins skráða sem útivistarsvæði á aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga og beita sér fyrir verndun tærleika sjávar við strendur landsins. Enda bendir Brimbrettafélagið réttilega á að náttúra landsins er viðkvæm og aukinnar vitundar og verndar er þörf ef tryggja á að komandi kynslóðir fái notið hennar. Brimbrettaiðkun við Þorlákshöfn á sér fáar hliðstæður og bagalegt að sveitarfélagið sjái ekki hag sinn í að styðja við og efla samstarf við félagið. Slík nýsköpun og uppbygging ætti að vera leiðarljós í heilsueflandi samfélagi enda starfsemin í takt við umhverfi og náttúru svo ekki sé minnst á heilsusamlegt gildi hennar. Nýtilkomnar hugmyndir um landfyllingu á brimbrettasvæðinu fela ekkert í sem nema eyðileggingu og eru fullkomlega órökstuddar. Þetta umfangsmikla verkefni styður á engan hátt við bætt lífsgæði íbúa og þá barna sem munu leika sér í skugga sílóa, í sandryki og í umferðarþunga þar sem áætlað er að byggja leikskóla steinsnar frá verksmiðjunni. Hvað þá heldur náttúru- og umhverfisvernd til framtíðar. Þarna virðist sem hagsmunum íbúa verði fórnað fyrir gróða fárra. Tilraunir minnihlutans í Ölfusi um að tala gegn þungaiðnaði í byggð og með því að hafa þarfir og vilja íbúa að leiðarljósi hafi fallið í grýttan jarðveg. Það er augljóst að vilji meirihluta íbúa fer ekki saman við vilja meirihlutans í bæjarstjórn. Við búum í gjöfulu landi umkringd þeim forréttindum sem ferskt loft, heilnæmt umhverfi og falleg náttúra býður upp á og ættum þess vegna öll að vinna saman að náttúru- og umhverfisvernd. Það hlýtur að vera önnur atvinnustarfsemi sem hægt er að ráðast í ef og þegar þörf er á. Starfsemi sem styður við vaxandi og öflugt samfélag þar sem börn, heldri borgarar og öll þar á milli geta unað sér í hreinni náttúru við áhugamál, störf, útiveru og afþreyingu sem sómi er að í heilsueflandi og barnvænu samfélagi. Höfundur er leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona hreyfingarinnar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun