Gengu frá 135 milljarða samningi um endurfjármögnun skulda Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. júní 2024 08:47 Forstjóri og stofnandi Alvotech, Róbert Wessmann. Vísir/Alvotech Alvotech hefur gert samning um endurfjármögnun skulda við GoldenTree Asset Management, bandarískt eignastýringarfyrirtæki, sem fer fyrir hópi alþjóðlegra stofnanafjárfesta. Samningurinn er um lánafyrirgreiðslu að fjárhæð allt að 965 milljónir Bandaríkjadal, eða um 135 milljarða íslenskra króna. Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að lánveitendur séu alþjóðlegir stofnanafjárfestar með mikla reynslu af fjármögnun og þekkingu á fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum. Lánafyrirgreiðslan staðfesti traust þeirra á rekstri og framtíðaráætlunum Alvotech. „Samningurinn er um lánafyrirgreiðslu að fjárhæð allt að 965 milljónir Bandaríkjadala. Gert er ráð fyrir að útgreiðsla verði í júlí 2024. Fyrri hluti, lán að fjárhæð 900 milljónir Bandaríkjadala ber 6,5% álag á SOFR (millibankavexti í dollurum), en Alvotech hefur einnig rétt til að draga á 65 milljónir til viðbótar og ber sá hluti lánsins 10,5% álag á SOFR,“ segir í tilkynningunni. Lánið er á fyrsta veðrétti, til fimm ára, með lokagjalddaga í júní 2029. Alvotech hyggst að nýta lánið til þess að endurfjármagna útistandandi skuldir, þar með talið þau lán sem eru með lokagjalddaga á næsta ári. Eftirstöðvunum verður varið til að styrkja lausafjárstöðu félagsins. „Með þessari lánafyrirgreiðslu aukum við sveigjanleika í fjármögnun og styðjum við áætlanir félagsins um vöxt á næstu árum. Við búumst við umtalsverðri tekjuaukningu samhliða markaðssetningu á fjölbreyttara úrvali lyfja, öflugri sókn á alþjóðlega markaði og áframhaldandi þróun á nýjum líftæknilyfjahliðstæðum. Endurfjármögnun lána með gjalddaga á næstu misserum auðveldar okkur að hrinda í framkvæmd áætlunum um vöxt bæði til skemmri og lengri tíma,“ er haft eftir Joel Morales, fjármálastjóra Alvotech. Lyf Alvotech Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að lánveitendur séu alþjóðlegir stofnanafjárfestar með mikla reynslu af fjármögnun og þekkingu á fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum. Lánafyrirgreiðslan staðfesti traust þeirra á rekstri og framtíðaráætlunum Alvotech. „Samningurinn er um lánafyrirgreiðslu að fjárhæð allt að 965 milljónir Bandaríkjadala. Gert er ráð fyrir að útgreiðsla verði í júlí 2024. Fyrri hluti, lán að fjárhæð 900 milljónir Bandaríkjadala ber 6,5% álag á SOFR (millibankavexti í dollurum), en Alvotech hefur einnig rétt til að draga á 65 milljónir til viðbótar og ber sá hluti lánsins 10,5% álag á SOFR,“ segir í tilkynningunni. Lánið er á fyrsta veðrétti, til fimm ára, með lokagjalddaga í júní 2029. Alvotech hyggst að nýta lánið til þess að endurfjármagna útistandandi skuldir, þar með talið þau lán sem eru með lokagjalddaga á næsta ári. Eftirstöðvunum verður varið til að styrkja lausafjárstöðu félagsins. „Með þessari lánafyrirgreiðslu aukum við sveigjanleika í fjármögnun og styðjum við áætlanir félagsins um vöxt á næstu árum. Við búumst við umtalsverðri tekjuaukningu samhliða markaðssetningu á fjölbreyttara úrvali lyfja, öflugri sókn á alþjóðlega markaði og áframhaldandi þróun á nýjum líftæknilyfjahliðstæðum. Endurfjármögnun lána með gjalddaga á næstu misserum auðveldar okkur að hrinda í framkvæmd áætlunum um vöxt bæði til skemmri og lengri tíma,“ er haft eftir Joel Morales, fjármálastjóra Alvotech.
Lyf Alvotech Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira