Forseti þriðjungs eða heillar þjóðar? Starri Reynisson skrifar 7. júní 2024 07:01 Nú eru forsetakosningar afstaðnar. Halla Tómasdóttir er ótvíræður sigurvegari þeirra og á hamingjuóskir skilið. Þótt hún hafi ekki fengið mitt atkvæði vona ég að henni vegni vel og að hún upphefji veg og virðingu forsetaembættisins, enda þykir mér bæði vænt um embættið og ber mikla virðingu fyrir því. Það vekur mig hins vegar til umhugsunar að sigurvegari forsetakosninga skuli aðeins hafa hlotið um þriðjung atkvæða. Í byrjun baráttunnar vaknaði mikil umræða um þann fjölda meðmælenda sem frambjóðendur þurftu að safna til að framboð þeirra teldist gilt. Ég er sammála þeim sem telja þann fjölda of lágan og vona að sú umræða haldi áfram, en samhliða henni væri heilbrigt að ræða kosningakerfið. Það skýtur skökku við að þjóðhöfðingi Íslands sé kjörinn í einfaldri hlutfallskosningu á meðan tvær umferðir þarf til að velja framlag Íslands í Eurovision, en þar er annað augljóslega mikilvægara en hitt. Það er þó nánast regla að forseti Íslands sé kjörinn án þess að hafa meirihluta atkvæða að baki sér og Halla er þar heldur betur engin undantekning. Hennar bíður því ærið verkefni við að sannfæra þá sem ekki kusu hana um erindi sitt, ætli hún að verða farsæll forseti allrar þjóðarinnar. Að sameina þjóðina Af þeim sem náð hafa kjöri til embættis forseta Íslands í gegnum tíðina er Kristján Eldjárn einn um það að hafa hlotið meirihluta atkvæða þegar hann var fyrst kjörinn. Halla Tómasdóttur hlaut þó næst lægst hlutfall allra sem náð hafa kjöri og því erfitt að segja að hún njóti breiðs stuðnings eða hafi sterkt umboð. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hún verði farsæl í embætti, en hún situr á þeim lista nánast mitt á milli Vigdísar Finnbogadóttur, sem var kjörin með 30% atkvæða og Guðna Th., sem náði kjöri með rétt tæp 40%. Guðna og Vigdísi tókst báðum hratt og örugglega að sannfæra stærstan hluta þeirra sem ekki kusu þau um erindi þeirra og ágæti, í dag hugsa flestir til beggja með miklum hlýhug. Ég man lítið eftir forsetatíð Vigdísar en Guðni vann að mínu mati hug og hjörtu fólks með því að vera hlýr, mennskur og aðgengilegur. Þau tvö eiga það líka sameiginlegt að vera einlægt áhugafólk um íslenskt samfélag og íslenska menningu og búa hvort um sig yfir hafsjó af fróðleik þar um. Það skiptir einmitt miklu máli, eigi eining að ríkja um forsetann, að sú manneskja sem embættinu gegnir hafi bæði þekkingu og áhuga á íslensku samfélagi og íslenskri menningu. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en í kjölfar úrslitanna hefur eitt og annað verið tínt til úr kosningabaráttu Höllu Tómasdóttur sem gefur vísbendingar um að hún búi því miður ekki yfir slíku. Sjálfshjálp fyrir sjálfstætt fólk Það er greinilegt á umræðu meðal menningarlega þenkjandi fólks, hvort sem er á samfélagsmiðlum eða förnum vegi, að það er margt hvert uggandi yfir niðurstöðu kosninganna. Það að nýkjörinn forseti kunni ekki skil á sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, detti ekki í hug að Gunnar Hámundarson hafi búið á Hlíðarenda og kannist ekki við að Jón Arason hafi verið hálshöggvinn telst allt nokkuð súrt. Einnig situr í mörgum að hún þekki aðeins til Engla alheimsins sem kvikmyndar en ekki verðlaunabókar sem á sérstakan stað í hjörtum margra. Þá bætir ekki úr skák að hún nefni bandaríska sjálfshjálparbók þegar hún er beðin um bókameðmæli, frekar en að hampa íslenskum bókmenntum líkt og flestir aðrir frambjóðendur kusu að gera. Þetta hefur ekki verið til þess fallið að draga úr þeirri upplifun margra að búseta hennar hér á landi sé alfarið bundin við að hún fái að vera forseti. Þess þá heldur þegar hún velur í þakkarræðu sinni að vitna í bandarískt ljóðskáld, frekar en að leita í þá miklu og lifandi flóru íslenskra skálda sem hafa mörg hver ort eitthvað sem gæti átt prýðisvel við slíkt tilefni. Eins og Eiríkur Örn Norðdahl bendir á í pistli á heimasíðu sinni er auk þess mögulegt að hún hafi misskilið inntak ljóðsins, þó hann hafi þann varnagla á að ljóð séu opin til túlkunar. Þessar áhyggjur fólks eru vel skiljanlegar, enda gegnir forsetinn mikilvægu hlutverki gagnvart íslenskri menningu. Forsetinn er viðstaddur allflesta stóra menningarviðburði og þarf að taka til máls á þeim mörgum. Margir gera þá kröfu til forsetans að hann nýti rödd sína til að lyfta menningunni upp og halda henni í heiðri, það gæti reynst erfitt ef þekkingu og áhuga skortir. Verk fyrir höndum Það þýðir þó lítið að bölsótast og fer flestum betur að vera bjartsýn. Halla Tómasdóttir er öflug kona sem á að baki farsælan feril í alþjóðlegu viðskiptalífi og hefur getið sér gott orð nær hvar sem hún kemur. Eftir að hafa fylgst náið með kosningabaráttu hennar er svo ekki hægt að velkjast í vafa um að hún er vel fær um að leiða fólk saman og virkja það til áhrifamikillar útkomu. Hún á því eflaust eftir að standa sig með prýði í þeim hlutverkum forseta sem snúa að samskiptum við önnur ríki og alþjóðastofnanir og mun vafalítið beita embættinu til að lyfta upp íslensku viðskiptalífi. Þá verður forvitnilegt að sjá hvernig hún útfærir það margumtalaða stefnumál sitt að leiða saman ólíka hópa samfélagsins til að vinna gegn skautun og lágu trausti. Hún hefði að öllum líkindum ekki náð jafn langt í lífinu og raun ber vitni ef hún gæti ekki lagað sig að aðstæðum og aflað sér færni og þekkingar á nýjum og ólíkum sviðum. Á þá færni mun reyna ætli hún sér að verða farsæll forseti. Það verður ekki slegið á efasemdir fólks með fyrirlestri um jákvæðni í boði Dale Carnegie, heldur þarf að mæta þeim og svara þeim. Nýkjörinn forseti þarf að stíga fast og örugglega til jarðar og sýna að hún geti verið forseti allrar þjóðarinnar en ekki eingöngu þess þriðjungs sem kaus hana. Það er bundið hennar frumkvæði að slá á áhyggjur þeirra sem líst illa á blikuna og nauðsynlegt að hún geri það eigi henni að takast að leiða ólíka þjóðfélagshópa til samtals líkt og hún kveðst vilja. Höfundur er bóksali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru forsetakosningar afstaðnar. Halla Tómasdóttir er ótvíræður sigurvegari þeirra og á hamingjuóskir skilið. Þótt hún hafi ekki fengið mitt atkvæði vona ég að henni vegni vel og að hún upphefji veg og virðingu forsetaembættisins, enda þykir mér bæði vænt um embættið og ber mikla virðingu fyrir því. Það vekur mig hins vegar til umhugsunar að sigurvegari forsetakosninga skuli aðeins hafa hlotið um þriðjung atkvæða. Í byrjun baráttunnar vaknaði mikil umræða um þann fjölda meðmælenda sem frambjóðendur þurftu að safna til að framboð þeirra teldist gilt. Ég er sammála þeim sem telja þann fjölda of lágan og vona að sú umræða haldi áfram, en samhliða henni væri heilbrigt að ræða kosningakerfið. Það skýtur skökku við að þjóðhöfðingi Íslands sé kjörinn í einfaldri hlutfallskosningu á meðan tvær umferðir þarf til að velja framlag Íslands í Eurovision, en þar er annað augljóslega mikilvægara en hitt. Það er þó nánast regla að forseti Íslands sé kjörinn án þess að hafa meirihluta atkvæða að baki sér og Halla er þar heldur betur engin undantekning. Hennar bíður því ærið verkefni við að sannfæra þá sem ekki kusu hana um erindi sitt, ætli hún að verða farsæll forseti allrar þjóðarinnar. Að sameina þjóðina Af þeim sem náð hafa kjöri til embættis forseta Íslands í gegnum tíðina er Kristján Eldjárn einn um það að hafa hlotið meirihluta atkvæða þegar hann var fyrst kjörinn. Halla Tómasdóttur hlaut þó næst lægst hlutfall allra sem náð hafa kjöri og því erfitt að segja að hún njóti breiðs stuðnings eða hafi sterkt umboð. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hún verði farsæl í embætti, en hún situr á þeim lista nánast mitt á milli Vigdísar Finnbogadóttur, sem var kjörin með 30% atkvæða og Guðna Th., sem náði kjöri með rétt tæp 40%. Guðna og Vigdísi tókst báðum hratt og örugglega að sannfæra stærstan hluta þeirra sem ekki kusu þau um erindi þeirra og ágæti, í dag hugsa flestir til beggja með miklum hlýhug. Ég man lítið eftir forsetatíð Vigdísar en Guðni vann að mínu mati hug og hjörtu fólks með því að vera hlýr, mennskur og aðgengilegur. Þau tvö eiga það líka sameiginlegt að vera einlægt áhugafólk um íslenskt samfélag og íslenska menningu og búa hvort um sig yfir hafsjó af fróðleik þar um. Það skiptir einmitt miklu máli, eigi eining að ríkja um forsetann, að sú manneskja sem embættinu gegnir hafi bæði þekkingu og áhuga á íslensku samfélagi og íslenskri menningu. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en í kjölfar úrslitanna hefur eitt og annað verið tínt til úr kosningabaráttu Höllu Tómasdóttur sem gefur vísbendingar um að hún búi því miður ekki yfir slíku. Sjálfshjálp fyrir sjálfstætt fólk Það er greinilegt á umræðu meðal menningarlega þenkjandi fólks, hvort sem er á samfélagsmiðlum eða förnum vegi, að það er margt hvert uggandi yfir niðurstöðu kosninganna. Það að nýkjörinn forseti kunni ekki skil á sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, detti ekki í hug að Gunnar Hámundarson hafi búið á Hlíðarenda og kannist ekki við að Jón Arason hafi verið hálshöggvinn telst allt nokkuð súrt. Einnig situr í mörgum að hún þekki aðeins til Engla alheimsins sem kvikmyndar en ekki verðlaunabókar sem á sérstakan stað í hjörtum margra. Þá bætir ekki úr skák að hún nefni bandaríska sjálfshjálparbók þegar hún er beðin um bókameðmæli, frekar en að hampa íslenskum bókmenntum líkt og flestir aðrir frambjóðendur kusu að gera. Þetta hefur ekki verið til þess fallið að draga úr þeirri upplifun margra að búseta hennar hér á landi sé alfarið bundin við að hún fái að vera forseti. Þess þá heldur þegar hún velur í þakkarræðu sinni að vitna í bandarískt ljóðskáld, frekar en að leita í þá miklu og lifandi flóru íslenskra skálda sem hafa mörg hver ort eitthvað sem gæti átt prýðisvel við slíkt tilefni. Eins og Eiríkur Örn Norðdahl bendir á í pistli á heimasíðu sinni er auk þess mögulegt að hún hafi misskilið inntak ljóðsins, þó hann hafi þann varnagla á að ljóð séu opin til túlkunar. Þessar áhyggjur fólks eru vel skiljanlegar, enda gegnir forsetinn mikilvægu hlutverki gagnvart íslenskri menningu. Forsetinn er viðstaddur allflesta stóra menningarviðburði og þarf að taka til máls á þeim mörgum. Margir gera þá kröfu til forsetans að hann nýti rödd sína til að lyfta menningunni upp og halda henni í heiðri, það gæti reynst erfitt ef þekkingu og áhuga skortir. Verk fyrir höndum Það þýðir þó lítið að bölsótast og fer flestum betur að vera bjartsýn. Halla Tómasdóttir er öflug kona sem á að baki farsælan feril í alþjóðlegu viðskiptalífi og hefur getið sér gott orð nær hvar sem hún kemur. Eftir að hafa fylgst náið með kosningabaráttu hennar er svo ekki hægt að velkjast í vafa um að hún er vel fær um að leiða fólk saman og virkja það til áhrifamikillar útkomu. Hún á því eflaust eftir að standa sig með prýði í þeim hlutverkum forseta sem snúa að samskiptum við önnur ríki og alþjóðastofnanir og mun vafalítið beita embættinu til að lyfta upp íslensku viðskiptalífi. Þá verður forvitnilegt að sjá hvernig hún útfærir það margumtalaða stefnumál sitt að leiða saman ólíka hópa samfélagsins til að vinna gegn skautun og lágu trausti. Hún hefði að öllum líkindum ekki náð jafn langt í lífinu og raun ber vitni ef hún gæti ekki lagað sig að aðstæðum og aflað sér færni og þekkingar á nýjum og ólíkum sviðum. Á þá færni mun reyna ætli hún sér að verða farsæll forseti. Það verður ekki slegið á efasemdir fólks með fyrirlestri um jákvæðni í boði Dale Carnegie, heldur þarf að mæta þeim og svara þeim. Nýkjörinn forseti þarf að stíga fast og örugglega til jarðar og sýna að hún geti verið forseti allrar þjóðarinnar en ekki eingöngu þess þriðjungs sem kaus hana. Það er bundið hennar frumkvæði að slá á áhyggjur þeirra sem líst illa á blikuna og nauðsynlegt að hún geri það eigi henni að takast að leiða ólíka þjóðfélagshópa til samtals líkt og hún kveðst vilja. Höfundur er bóksali.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun