Erika Nótt heldur leyndarmálinu þétt að sér fyrir kvöldið stóra Aron Guðmundsson skrifar 7. júní 2024 08:31 Erika Nótt stígur inn í hringinn í kvöld á Icebox fyrir framan troðfullt íþróttahús í Kaplakrika. Vísir/Einar Í kvöld fer fram stærsta hnefaleikakvöld á Íslandi í Kaplakrika. ICEBOX. Þar mætir til leiks sautján ára Norðurlandameistari okkar Íslendinga í hnefaleikum, Erika Nótt en sýnt verður frá ICEBOX í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Óhætt er að segja að mikil spenna ríki fyrir Icebox sem hefur fest sig rækilega í sessi sem árlegur og stór íþróttaviðburður hér á Íslandi. Búast má við því að hvert sæti verði þétt skipað í Kaplakrika. Á aðalhluta kvöldsins eru á dagskrá fimm bardagar þar sem að hnefaleikafólk frá Íslandi mætir hnefaleikafólki frá Noregi. Erika Nótt, sem varð Norðurlandameistari í hnefaleikum fyrr á árinu er ein þeirra sem stígur inn í hringinn. Hún þekkir það vel að keppa fyrir Íslands hönd og gerir það enn á ný á morgun „Mér líður ótrúlega vel og í sannleika sagt held ég að mér hafi aldrei liðið jafn vel haldandi inn í bardaga á Icebox,“ segir Erika Nótt. „Við erum auðvitað nýkomin aftur til Íslands frá Írlandi þar sem að við vorum í æfingabúðum. Þannig að undirbúningurinn hefur verið mjög góður og mér er búið að líða ótrúlega vel.Þetta eru alveg sex vikur sem maður hefur varið í undirbúning fyrir þetta kvöld. Þrjár til sex vikur af morgunæfingum og sprettum og svo fengum við náttúrulega að halda í þessa Írlandsferð. Erika Nótt og fleira íslenskt hnefaleikafólk hélt til Írlands á dögunum þar sem æft var við bestu aðstæður við Crumlin hnefaleikafélaginu undir stjórn hins margreynda þjálfara Phil Sutcliffe sem er meðal annars hnefaleikaþjálfari Conor McGregor sem er án efa stærsta nafnið í heimi bardagaíþróttanna um þessar mundir „Þar gat ég æft með og reynt á mig á móti nokkrum af fremstu hnefaleikakonum Írlands. Það var frábær reynsla fyrir mig og eitthvað sem var mjög kærkomið. Þar var ég að æfa með sex mismunandi hnefaleikakonum sem standa mjög framarlega. Það æfa varla sex stelpur hnefaleika hér heima á Íslandi. Þetta var því mjög gott.“ Erika Nótt er Norðurlandameistari í hnefaleikum og gífurlega öflug hnefaleikakonaVísir/Einar Erika þekkir það vel að keppa í hnefaleikum fyrir Íslands hönd og varð hún, eins og tæpt var á hér ofar í greininni, Norðurlandameistari í greininni fyrr á árinu. Segja má að Erika muni einnig keppa fyrir Ísland í kvöld en líkt og aðrir íslenskir hnefaleikakappar á Icebox mætir hún norskum andstæðingi. „Að ná að gera eitthvað svona fyrir Ísland. Eins og að vinna Norðurlandamótið. Eitthvað sem Íslendingur hefur aldrei gert áður í hnefaleikum. Það er ótrúlegt að ná að gera eitthvað svona fyrir landið. Það verður svipuð tilfinning sem að umlykur mann í kvöld. Við erum að einhverju leiti fulltrúar Íslands í hringnum. Það er svo geggjuð tilfinning sem því fylgir.“ Stemningin á ICEBOX sé engri lík. „Ég elska stemninguna á Icebox. Ég hef aldrei keppt á bardagakvöldi þar sem að er jafnmikil stemning og á Icebox. Ég er með geggjað plan í höndunum. Meira að segja fyrir gönguna í átt að hringnum. Ég tek því ekki af einhverri léttúð. Ég er bara ótrúlega spennt fyrir kvöldinu. Stemningin peppar mig ekkert eðlilega mikið.“ Klár í slaginnVísir/Einar Það er væntanlega bara háleynilegt hvað þú ætlar að bjóða upp á í göngu þinni í hringinn? „Algjört leyndarmál. Það verður ekkert djók.“ En hvernig kom það til að Erika Nótt færi að æfa hnefaleika? „Ég æfði fullt af íþróttum þegar að ég var yngri. Fimleika og dans til að mynda en fann mig einhvern veginn aldrei í því. Ég prófaði hnefaleika. Var nú ekki góð að boxa til að byrja með en fannst þetta svo ótrúlega gaman. Það voru ekki margir að æfa þessa íþrótt og hún var kannski ekkert það þekkt á Íslandi á þeim tíma. Þetta er bara svo ótrúlega gaman. Ég bjóst ekki við því fyrir sex eða sjö árum síðan að þetta væri það sem að ég væri að stunda daginn út og inn. En hér er ég. Ég elska þetta.“ Sýnt verður frá aðalhluta ICEBOX hnefaleikakvöldsins í Kaplakrika í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan níu í kvöld. Box Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Óhætt er að segja að mikil spenna ríki fyrir Icebox sem hefur fest sig rækilega í sessi sem árlegur og stór íþróttaviðburður hér á Íslandi. Búast má við því að hvert sæti verði þétt skipað í Kaplakrika. Á aðalhluta kvöldsins eru á dagskrá fimm bardagar þar sem að hnefaleikafólk frá Íslandi mætir hnefaleikafólki frá Noregi. Erika Nótt, sem varð Norðurlandameistari í hnefaleikum fyrr á árinu er ein þeirra sem stígur inn í hringinn. Hún þekkir það vel að keppa fyrir Íslands hönd og gerir það enn á ný á morgun „Mér líður ótrúlega vel og í sannleika sagt held ég að mér hafi aldrei liðið jafn vel haldandi inn í bardaga á Icebox,“ segir Erika Nótt. „Við erum auðvitað nýkomin aftur til Íslands frá Írlandi þar sem að við vorum í æfingabúðum. Þannig að undirbúningurinn hefur verið mjög góður og mér er búið að líða ótrúlega vel.Þetta eru alveg sex vikur sem maður hefur varið í undirbúning fyrir þetta kvöld. Þrjár til sex vikur af morgunæfingum og sprettum og svo fengum við náttúrulega að halda í þessa Írlandsferð. Erika Nótt og fleira íslenskt hnefaleikafólk hélt til Írlands á dögunum þar sem æft var við bestu aðstæður við Crumlin hnefaleikafélaginu undir stjórn hins margreynda þjálfara Phil Sutcliffe sem er meðal annars hnefaleikaþjálfari Conor McGregor sem er án efa stærsta nafnið í heimi bardagaíþróttanna um þessar mundir „Þar gat ég æft með og reynt á mig á móti nokkrum af fremstu hnefaleikakonum Írlands. Það var frábær reynsla fyrir mig og eitthvað sem var mjög kærkomið. Þar var ég að æfa með sex mismunandi hnefaleikakonum sem standa mjög framarlega. Það æfa varla sex stelpur hnefaleika hér heima á Íslandi. Þetta var því mjög gott.“ Erika Nótt er Norðurlandameistari í hnefaleikum og gífurlega öflug hnefaleikakonaVísir/Einar Erika þekkir það vel að keppa í hnefaleikum fyrir Íslands hönd og varð hún, eins og tæpt var á hér ofar í greininni, Norðurlandameistari í greininni fyrr á árinu. Segja má að Erika muni einnig keppa fyrir Ísland í kvöld en líkt og aðrir íslenskir hnefaleikakappar á Icebox mætir hún norskum andstæðingi. „Að ná að gera eitthvað svona fyrir Ísland. Eins og að vinna Norðurlandamótið. Eitthvað sem Íslendingur hefur aldrei gert áður í hnefaleikum. Það er ótrúlegt að ná að gera eitthvað svona fyrir landið. Það verður svipuð tilfinning sem að umlykur mann í kvöld. Við erum að einhverju leiti fulltrúar Íslands í hringnum. Það er svo geggjuð tilfinning sem því fylgir.“ Stemningin á ICEBOX sé engri lík. „Ég elska stemninguna á Icebox. Ég hef aldrei keppt á bardagakvöldi þar sem að er jafnmikil stemning og á Icebox. Ég er með geggjað plan í höndunum. Meira að segja fyrir gönguna í átt að hringnum. Ég tek því ekki af einhverri léttúð. Ég er bara ótrúlega spennt fyrir kvöldinu. Stemningin peppar mig ekkert eðlilega mikið.“ Klár í slaginnVísir/Einar Það er væntanlega bara háleynilegt hvað þú ætlar að bjóða upp á í göngu þinni í hringinn? „Algjört leyndarmál. Það verður ekkert djók.“ En hvernig kom það til að Erika Nótt færi að æfa hnefaleika? „Ég æfði fullt af íþróttum þegar að ég var yngri. Fimleika og dans til að mynda en fann mig einhvern veginn aldrei í því. Ég prófaði hnefaleika. Var nú ekki góð að boxa til að byrja með en fannst þetta svo ótrúlega gaman. Það voru ekki margir að æfa þessa íþrótt og hún var kannski ekkert það þekkt á Íslandi á þeim tíma. Þetta er bara svo ótrúlega gaman. Ég bjóst ekki við því fyrir sex eða sjö árum síðan að þetta væri það sem að ég væri að stunda daginn út og inn. En hér er ég. Ég elska þetta.“ Sýnt verður frá aðalhluta ICEBOX hnefaleikakvöldsins í Kaplakrika í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan níu í kvöld.
Box Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira