Þar sem umhverfismál og kvenréttindi mætast: Umhverfis- og félagslegt réttlæti í tískuiðnaðinum Grace Achieng skrifar 6. júní 2024 12:01 Umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast í flókinni dýnamík sem hefur miklar afleiðingar fyrir allar konur en sérstaklega konur í þróunarlöndum. Skilningur á þessum málum skiptir lykilatriði í viðbrögðum við neikvæðum áhrifum tískuiðnaðarins á berskjölduð samfélög og þeim lausnum sem sjálfbærir starfshættir í tískuiðnaðinum geta haft upp á að bjóða. Starfsemi tískuiðnaðarins hefur miklar umhverfis- og félagslegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega í þróunarlöndum þar sem meirihluti fataframleiðslu fer fram og hraðtískumunir eru urðaðir. Stöðug viðleitni hraðtískuiðnaðarins við að ná lægri kostnaði og hraðari framleiðslu leiðir oft til starfshátta sem valda arðráni, neikvæðum umhverfisáhrifum og efnahagslegri berskjöldun á þessum svæðum. Þetta hefur mest áhrif á konur (og börn), sem eru í meirihluta meðal starfsfólks fataframleiðsluiðnaðarins. Umhverfisáhrif notkunar tískuiðnaðarins á auðlindafrekum framleiðsluaðferðum og efnum eru m.a. mengun, eyðing skóga og loftslagsbreytingar. Af ýmsum ástæðum eru það konur og börn sem verða fyrir mestum áhrifum af þeim. Textíllitun er t.d. mikill valdur vatnsmengunar um allan heim, þar sem ósíaður vatnsúrgangur mengar vatnsból og vistkerfi. Einnig stuðlar vinnsla hráefna eins og t.d. bómullar og gerviefna að eyðingu vistkerfa og losun gróðurhúsalofttegunda. Hvað félagsleg mál varðar vinna konur í fataverksmiðjum oft við lélegar vinnuaðstæður, m.a. lág laun, langa vinnudaga og óöruggt vinnuumhverfi. Þeim er oft neitað um grundvallaratvinnuréttindi og -vernd eins og t.a.m. sanngjörn laun, heilbrigðisþjónustu og vernd gegn mismunun og áreitni. Í mörgum tilfellum stuðlar það að konur þurfi að reiða sig á fataframleiðsluvinnu að áframhaldandi hringrás fátæktar og vanmáttar, sem kemur í veg fyrir að þær geti komist út úr óæskilegum vinnuaðstæðum. Sjálfbærir tískustarfshættir veita fjölþætta lausn við þessum áskorunum með því að leggja áherslu á siðferðilega framleiðslu, sanngjörn vinnuskilyrði og ábyrgð í umhverfismálum. Með því að stuðla að gagnsæi og ábyrgð í allri birgðakeðjunni efla sjálfbær tískumerki hag verkafólks og samfélaga í þróunarlöndum. Framtök eins ogFair Wear Foundation ogEthical Trading Initiative vinna t.d. að því að bæta vinnuskilyrði og réttindi verkafólks með vöktun, eflingu og málsvörun. Sjálfbær tíska nýtir einnig aðrar framleiðsluaðferðir og efni sem hafa sem minnst áhrif á umhverfið og stuðla að félagslegri ábyrgð. Lífræn bómullarframleiðsla dregur t.d. úr notkun skordýraeiturs og verndar heilsu og velferð bænda. Framtök eins ogBetter Cotton Initiative koma einnig á framfæri sjálfbærum landbúnaðaraðferðum og styðja smábændur, sem eru oft konur, í þróunarlöndum. Þar að auki ýtir sjálfbær tíska undir efnahagslega eflingu og frumkvöðlatækifæri kvenna í þróunarlöndum. Framtök á borð við sanngjörn viðskipti og félagsleg fyrirtæki veita konum aðgang að þjálfun, fé og markaðstækifærum, sem gerir þeim kleift að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum á sjálfbæran hátt. Stofnanir eins og t.d.Fashion Revolution ogThe Nest styðja við handverkssamfélög og stuðla að inngildandi birgðakeðjum sem valdefla handverkskonur og varðveita hefðbundnar framleiðsluaðferðir. Þar sem umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast er þörf á heildrænni nálgun sem leggur áherslu á félagslega, efnahagslega og umhverfislega sjálfbærni. Sjálfbærir tískustarfshættir ryðja okkur braut í átt að réttlátari og jafnari iðnaði þar sem réttindi og velferð kvenna skipta höfuðmáli í framleiðsluferlinu. Með því að styðja siðferðileg og inngildandi tískuframtök geta neytendur stuðlað að jákvæðum breytingum og lagt sitt af mörkum við að skapa öllum sjálfbærari framtíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic ehf og stjórnarkona Stjórnvísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tíska og hönnun Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast í flókinni dýnamík sem hefur miklar afleiðingar fyrir allar konur en sérstaklega konur í þróunarlöndum. Skilningur á þessum málum skiptir lykilatriði í viðbrögðum við neikvæðum áhrifum tískuiðnaðarins á berskjölduð samfélög og þeim lausnum sem sjálfbærir starfshættir í tískuiðnaðinum geta haft upp á að bjóða. Starfsemi tískuiðnaðarins hefur miklar umhverfis- og félagslegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega í þróunarlöndum þar sem meirihluti fataframleiðslu fer fram og hraðtískumunir eru urðaðir. Stöðug viðleitni hraðtískuiðnaðarins við að ná lægri kostnaði og hraðari framleiðslu leiðir oft til starfshátta sem valda arðráni, neikvæðum umhverfisáhrifum og efnahagslegri berskjöldun á þessum svæðum. Þetta hefur mest áhrif á konur (og börn), sem eru í meirihluta meðal starfsfólks fataframleiðsluiðnaðarins. Umhverfisáhrif notkunar tískuiðnaðarins á auðlindafrekum framleiðsluaðferðum og efnum eru m.a. mengun, eyðing skóga og loftslagsbreytingar. Af ýmsum ástæðum eru það konur og börn sem verða fyrir mestum áhrifum af þeim. Textíllitun er t.d. mikill valdur vatnsmengunar um allan heim, þar sem ósíaður vatnsúrgangur mengar vatnsból og vistkerfi. Einnig stuðlar vinnsla hráefna eins og t.d. bómullar og gerviefna að eyðingu vistkerfa og losun gróðurhúsalofttegunda. Hvað félagsleg mál varðar vinna konur í fataverksmiðjum oft við lélegar vinnuaðstæður, m.a. lág laun, langa vinnudaga og óöruggt vinnuumhverfi. Þeim er oft neitað um grundvallaratvinnuréttindi og -vernd eins og t.a.m. sanngjörn laun, heilbrigðisþjónustu og vernd gegn mismunun og áreitni. Í mörgum tilfellum stuðlar það að konur þurfi að reiða sig á fataframleiðsluvinnu að áframhaldandi hringrás fátæktar og vanmáttar, sem kemur í veg fyrir að þær geti komist út úr óæskilegum vinnuaðstæðum. Sjálfbærir tískustarfshættir veita fjölþætta lausn við þessum áskorunum með því að leggja áherslu á siðferðilega framleiðslu, sanngjörn vinnuskilyrði og ábyrgð í umhverfismálum. Með því að stuðla að gagnsæi og ábyrgð í allri birgðakeðjunni efla sjálfbær tískumerki hag verkafólks og samfélaga í þróunarlöndum. Framtök eins ogFair Wear Foundation ogEthical Trading Initiative vinna t.d. að því að bæta vinnuskilyrði og réttindi verkafólks með vöktun, eflingu og málsvörun. Sjálfbær tíska nýtir einnig aðrar framleiðsluaðferðir og efni sem hafa sem minnst áhrif á umhverfið og stuðla að félagslegri ábyrgð. Lífræn bómullarframleiðsla dregur t.d. úr notkun skordýraeiturs og verndar heilsu og velferð bænda. Framtök eins ogBetter Cotton Initiative koma einnig á framfæri sjálfbærum landbúnaðaraðferðum og styðja smábændur, sem eru oft konur, í þróunarlöndum. Þar að auki ýtir sjálfbær tíska undir efnahagslega eflingu og frumkvöðlatækifæri kvenna í þróunarlöndum. Framtök á borð við sanngjörn viðskipti og félagsleg fyrirtæki veita konum aðgang að þjálfun, fé og markaðstækifærum, sem gerir þeim kleift að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum á sjálfbæran hátt. Stofnanir eins og t.d.Fashion Revolution ogThe Nest styðja við handverkssamfélög og stuðla að inngildandi birgðakeðjum sem valdefla handverkskonur og varðveita hefðbundnar framleiðsluaðferðir. Þar sem umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast er þörf á heildrænni nálgun sem leggur áherslu á félagslega, efnahagslega og umhverfislega sjálfbærni. Sjálfbærir tískustarfshættir ryðja okkur braut í átt að réttlátari og jafnari iðnaði þar sem réttindi og velferð kvenna skipta höfuðmáli í framleiðsluferlinu. Með því að styðja siðferðileg og inngildandi tískuframtök geta neytendur stuðlað að jákvæðum breytingum og lagt sitt af mörkum við að skapa öllum sjálfbærari framtíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic ehf og stjórnarkona Stjórnvísi.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun