Þar sem umhverfismál og kvenréttindi mætast: Umhverfis- og félagslegt réttlæti í tískuiðnaðinum Grace Achieng skrifar 6. júní 2024 12:01 Umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast í flókinni dýnamík sem hefur miklar afleiðingar fyrir allar konur en sérstaklega konur í þróunarlöndum. Skilningur á þessum málum skiptir lykilatriði í viðbrögðum við neikvæðum áhrifum tískuiðnaðarins á berskjölduð samfélög og þeim lausnum sem sjálfbærir starfshættir í tískuiðnaðinum geta haft upp á að bjóða. Starfsemi tískuiðnaðarins hefur miklar umhverfis- og félagslegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega í þróunarlöndum þar sem meirihluti fataframleiðslu fer fram og hraðtískumunir eru urðaðir. Stöðug viðleitni hraðtískuiðnaðarins við að ná lægri kostnaði og hraðari framleiðslu leiðir oft til starfshátta sem valda arðráni, neikvæðum umhverfisáhrifum og efnahagslegri berskjöldun á þessum svæðum. Þetta hefur mest áhrif á konur (og börn), sem eru í meirihluta meðal starfsfólks fataframleiðsluiðnaðarins. Umhverfisáhrif notkunar tískuiðnaðarins á auðlindafrekum framleiðsluaðferðum og efnum eru m.a. mengun, eyðing skóga og loftslagsbreytingar. Af ýmsum ástæðum eru það konur og börn sem verða fyrir mestum áhrifum af þeim. Textíllitun er t.d. mikill valdur vatnsmengunar um allan heim, þar sem ósíaður vatnsúrgangur mengar vatnsból og vistkerfi. Einnig stuðlar vinnsla hráefna eins og t.d. bómullar og gerviefna að eyðingu vistkerfa og losun gróðurhúsalofttegunda. Hvað félagsleg mál varðar vinna konur í fataverksmiðjum oft við lélegar vinnuaðstæður, m.a. lág laun, langa vinnudaga og óöruggt vinnuumhverfi. Þeim er oft neitað um grundvallaratvinnuréttindi og -vernd eins og t.a.m. sanngjörn laun, heilbrigðisþjónustu og vernd gegn mismunun og áreitni. Í mörgum tilfellum stuðlar það að konur þurfi að reiða sig á fataframleiðsluvinnu að áframhaldandi hringrás fátæktar og vanmáttar, sem kemur í veg fyrir að þær geti komist út úr óæskilegum vinnuaðstæðum. Sjálfbærir tískustarfshættir veita fjölþætta lausn við þessum áskorunum með því að leggja áherslu á siðferðilega framleiðslu, sanngjörn vinnuskilyrði og ábyrgð í umhverfismálum. Með því að stuðla að gagnsæi og ábyrgð í allri birgðakeðjunni efla sjálfbær tískumerki hag verkafólks og samfélaga í þróunarlöndum. Framtök eins ogFair Wear Foundation ogEthical Trading Initiative vinna t.d. að því að bæta vinnuskilyrði og réttindi verkafólks með vöktun, eflingu og málsvörun. Sjálfbær tíska nýtir einnig aðrar framleiðsluaðferðir og efni sem hafa sem minnst áhrif á umhverfið og stuðla að félagslegri ábyrgð. Lífræn bómullarframleiðsla dregur t.d. úr notkun skordýraeiturs og verndar heilsu og velferð bænda. Framtök eins ogBetter Cotton Initiative koma einnig á framfæri sjálfbærum landbúnaðaraðferðum og styðja smábændur, sem eru oft konur, í þróunarlöndum. Þar að auki ýtir sjálfbær tíska undir efnahagslega eflingu og frumkvöðlatækifæri kvenna í þróunarlöndum. Framtök á borð við sanngjörn viðskipti og félagsleg fyrirtæki veita konum aðgang að þjálfun, fé og markaðstækifærum, sem gerir þeim kleift að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum á sjálfbæran hátt. Stofnanir eins og t.d.Fashion Revolution ogThe Nest styðja við handverkssamfélög og stuðla að inngildandi birgðakeðjum sem valdefla handverkskonur og varðveita hefðbundnar framleiðsluaðferðir. Þar sem umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast er þörf á heildrænni nálgun sem leggur áherslu á félagslega, efnahagslega og umhverfislega sjálfbærni. Sjálfbærir tískustarfshættir ryðja okkur braut í átt að réttlátari og jafnari iðnaði þar sem réttindi og velferð kvenna skipta höfuðmáli í framleiðsluferlinu. Með því að styðja siðferðileg og inngildandi tískuframtök geta neytendur stuðlað að jákvæðum breytingum og lagt sitt af mörkum við að skapa öllum sjálfbærari framtíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic ehf og stjórnarkona Stjórnvísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tíska og hönnun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast í flókinni dýnamík sem hefur miklar afleiðingar fyrir allar konur en sérstaklega konur í þróunarlöndum. Skilningur á þessum málum skiptir lykilatriði í viðbrögðum við neikvæðum áhrifum tískuiðnaðarins á berskjölduð samfélög og þeim lausnum sem sjálfbærir starfshættir í tískuiðnaðinum geta haft upp á að bjóða. Starfsemi tískuiðnaðarins hefur miklar umhverfis- og félagslegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega í þróunarlöndum þar sem meirihluti fataframleiðslu fer fram og hraðtískumunir eru urðaðir. Stöðug viðleitni hraðtískuiðnaðarins við að ná lægri kostnaði og hraðari framleiðslu leiðir oft til starfshátta sem valda arðráni, neikvæðum umhverfisáhrifum og efnahagslegri berskjöldun á þessum svæðum. Þetta hefur mest áhrif á konur (og börn), sem eru í meirihluta meðal starfsfólks fataframleiðsluiðnaðarins. Umhverfisáhrif notkunar tískuiðnaðarins á auðlindafrekum framleiðsluaðferðum og efnum eru m.a. mengun, eyðing skóga og loftslagsbreytingar. Af ýmsum ástæðum eru það konur og börn sem verða fyrir mestum áhrifum af þeim. Textíllitun er t.d. mikill valdur vatnsmengunar um allan heim, þar sem ósíaður vatnsúrgangur mengar vatnsból og vistkerfi. Einnig stuðlar vinnsla hráefna eins og t.d. bómullar og gerviefna að eyðingu vistkerfa og losun gróðurhúsalofttegunda. Hvað félagsleg mál varðar vinna konur í fataverksmiðjum oft við lélegar vinnuaðstæður, m.a. lág laun, langa vinnudaga og óöruggt vinnuumhverfi. Þeim er oft neitað um grundvallaratvinnuréttindi og -vernd eins og t.a.m. sanngjörn laun, heilbrigðisþjónustu og vernd gegn mismunun og áreitni. Í mörgum tilfellum stuðlar það að konur þurfi að reiða sig á fataframleiðsluvinnu að áframhaldandi hringrás fátæktar og vanmáttar, sem kemur í veg fyrir að þær geti komist út úr óæskilegum vinnuaðstæðum. Sjálfbærir tískustarfshættir veita fjölþætta lausn við þessum áskorunum með því að leggja áherslu á siðferðilega framleiðslu, sanngjörn vinnuskilyrði og ábyrgð í umhverfismálum. Með því að stuðla að gagnsæi og ábyrgð í allri birgðakeðjunni efla sjálfbær tískumerki hag verkafólks og samfélaga í þróunarlöndum. Framtök eins ogFair Wear Foundation ogEthical Trading Initiative vinna t.d. að því að bæta vinnuskilyrði og réttindi verkafólks með vöktun, eflingu og málsvörun. Sjálfbær tíska nýtir einnig aðrar framleiðsluaðferðir og efni sem hafa sem minnst áhrif á umhverfið og stuðla að félagslegri ábyrgð. Lífræn bómullarframleiðsla dregur t.d. úr notkun skordýraeiturs og verndar heilsu og velferð bænda. Framtök eins ogBetter Cotton Initiative koma einnig á framfæri sjálfbærum landbúnaðaraðferðum og styðja smábændur, sem eru oft konur, í þróunarlöndum. Þar að auki ýtir sjálfbær tíska undir efnahagslega eflingu og frumkvöðlatækifæri kvenna í þróunarlöndum. Framtök á borð við sanngjörn viðskipti og félagsleg fyrirtæki veita konum aðgang að þjálfun, fé og markaðstækifærum, sem gerir þeim kleift að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum á sjálfbæran hátt. Stofnanir eins og t.d.Fashion Revolution ogThe Nest styðja við handverkssamfélög og stuðla að inngildandi birgðakeðjum sem valdefla handverkskonur og varðveita hefðbundnar framleiðsluaðferðir. Þar sem umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast er þörf á heildrænni nálgun sem leggur áherslu á félagslega, efnahagslega og umhverfislega sjálfbærni. Sjálfbærir tískustarfshættir ryðja okkur braut í átt að réttlátari og jafnari iðnaði þar sem réttindi og velferð kvenna skipta höfuðmáli í framleiðsluferlinu. Með því að styðja siðferðileg og inngildandi tískuframtök geta neytendur stuðlað að jákvæðum breytingum og lagt sitt af mörkum við að skapa öllum sjálfbærari framtíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic ehf og stjórnarkona Stjórnvísi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun