Þar sem umhverfismál og kvenréttindi mætast: Umhverfis- og félagslegt réttlæti í tískuiðnaðinum Grace Achieng skrifar 6. júní 2024 12:01 Umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast í flókinni dýnamík sem hefur miklar afleiðingar fyrir allar konur en sérstaklega konur í þróunarlöndum. Skilningur á þessum málum skiptir lykilatriði í viðbrögðum við neikvæðum áhrifum tískuiðnaðarins á berskjölduð samfélög og þeim lausnum sem sjálfbærir starfshættir í tískuiðnaðinum geta haft upp á að bjóða. Starfsemi tískuiðnaðarins hefur miklar umhverfis- og félagslegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega í þróunarlöndum þar sem meirihluti fataframleiðslu fer fram og hraðtískumunir eru urðaðir. Stöðug viðleitni hraðtískuiðnaðarins við að ná lægri kostnaði og hraðari framleiðslu leiðir oft til starfshátta sem valda arðráni, neikvæðum umhverfisáhrifum og efnahagslegri berskjöldun á þessum svæðum. Þetta hefur mest áhrif á konur (og börn), sem eru í meirihluta meðal starfsfólks fataframleiðsluiðnaðarins. Umhverfisáhrif notkunar tískuiðnaðarins á auðlindafrekum framleiðsluaðferðum og efnum eru m.a. mengun, eyðing skóga og loftslagsbreytingar. Af ýmsum ástæðum eru það konur og börn sem verða fyrir mestum áhrifum af þeim. Textíllitun er t.d. mikill valdur vatnsmengunar um allan heim, þar sem ósíaður vatnsúrgangur mengar vatnsból og vistkerfi. Einnig stuðlar vinnsla hráefna eins og t.d. bómullar og gerviefna að eyðingu vistkerfa og losun gróðurhúsalofttegunda. Hvað félagsleg mál varðar vinna konur í fataverksmiðjum oft við lélegar vinnuaðstæður, m.a. lág laun, langa vinnudaga og óöruggt vinnuumhverfi. Þeim er oft neitað um grundvallaratvinnuréttindi og -vernd eins og t.a.m. sanngjörn laun, heilbrigðisþjónustu og vernd gegn mismunun og áreitni. Í mörgum tilfellum stuðlar það að konur þurfi að reiða sig á fataframleiðsluvinnu að áframhaldandi hringrás fátæktar og vanmáttar, sem kemur í veg fyrir að þær geti komist út úr óæskilegum vinnuaðstæðum. Sjálfbærir tískustarfshættir veita fjölþætta lausn við þessum áskorunum með því að leggja áherslu á siðferðilega framleiðslu, sanngjörn vinnuskilyrði og ábyrgð í umhverfismálum. Með því að stuðla að gagnsæi og ábyrgð í allri birgðakeðjunni efla sjálfbær tískumerki hag verkafólks og samfélaga í þróunarlöndum. Framtök eins ogFair Wear Foundation ogEthical Trading Initiative vinna t.d. að því að bæta vinnuskilyrði og réttindi verkafólks með vöktun, eflingu og málsvörun. Sjálfbær tíska nýtir einnig aðrar framleiðsluaðferðir og efni sem hafa sem minnst áhrif á umhverfið og stuðla að félagslegri ábyrgð. Lífræn bómullarframleiðsla dregur t.d. úr notkun skordýraeiturs og verndar heilsu og velferð bænda. Framtök eins ogBetter Cotton Initiative koma einnig á framfæri sjálfbærum landbúnaðaraðferðum og styðja smábændur, sem eru oft konur, í þróunarlöndum. Þar að auki ýtir sjálfbær tíska undir efnahagslega eflingu og frumkvöðlatækifæri kvenna í þróunarlöndum. Framtök á borð við sanngjörn viðskipti og félagsleg fyrirtæki veita konum aðgang að þjálfun, fé og markaðstækifærum, sem gerir þeim kleift að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum á sjálfbæran hátt. Stofnanir eins og t.d.Fashion Revolution ogThe Nest styðja við handverkssamfélög og stuðla að inngildandi birgðakeðjum sem valdefla handverkskonur og varðveita hefðbundnar framleiðsluaðferðir. Þar sem umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast er þörf á heildrænni nálgun sem leggur áherslu á félagslega, efnahagslega og umhverfislega sjálfbærni. Sjálfbærir tískustarfshættir ryðja okkur braut í átt að réttlátari og jafnari iðnaði þar sem réttindi og velferð kvenna skipta höfuðmáli í framleiðsluferlinu. Með því að styðja siðferðileg og inngildandi tískuframtök geta neytendur stuðlað að jákvæðum breytingum og lagt sitt af mörkum við að skapa öllum sjálfbærari framtíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic ehf og stjórnarkona Stjórnvísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tíska og hönnun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast í flókinni dýnamík sem hefur miklar afleiðingar fyrir allar konur en sérstaklega konur í þróunarlöndum. Skilningur á þessum málum skiptir lykilatriði í viðbrögðum við neikvæðum áhrifum tískuiðnaðarins á berskjölduð samfélög og þeim lausnum sem sjálfbærir starfshættir í tískuiðnaðinum geta haft upp á að bjóða. Starfsemi tískuiðnaðarins hefur miklar umhverfis- og félagslegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega í þróunarlöndum þar sem meirihluti fataframleiðslu fer fram og hraðtískumunir eru urðaðir. Stöðug viðleitni hraðtískuiðnaðarins við að ná lægri kostnaði og hraðari framleiðslu leiðir oft til starfshátta sem valda arðráni, neikvæðum umhverfisáhrifum og efnahagslegri berskjöldun á þessum svæðum. Þetta hefur mest áhrif á konur (og börn), sem eru í meirihluta meðal starfsfólks fataframleiðsluiðnaðarins. Umhverfisáhrif notkunar tískuiðnaðarins á auðlindafrekum framleiðsluaðferðum og efnum eru m.a. mengun, eyðing skóga og loftslagsbreytingar. Af ýmsum ástæðum eru það konur og börn sem verða fyrir mestum áhrifum af þeim. Textíllitun er t.d. mikill valdur vatnsmengunar um allan heim, þar sem ósíaður vatnsúrgangur mengar vatnsból og vistkerfi. Einnig stuðlar vinnsla hráefna eins og t.d. bómullar og gerviefna að eyðingu vistkerfa og losun gróðurhúsalofttegunda. Hvað félagsleg mál varðar vinna konur í fataverksmiðjum oft við lélegar vinnuaðstæður, m.a. lág laun, langa vinnudaga og óöruggt vinnuumhverfi. Þeim er oft neitað um grundvallaratvinnuréttindi og -vernd eins og t.a.m. sanngjörn laun, heilbrigðisþjónustu og vernd gegn mismunun og áreitni. Í mörgum tilfellum stuðlar það að konur þurfi að reiða sig á fataframleiðsluvinnu að áframhaldandi hringrás fátæktar og vanmáttar, sem kemur í veg fyrir að þær geti komist út úr óæskilegum vinnuaðstæðum. Sjálfbærir tískustarfshættir veita fjölþætta lausn við þessum áskorunum með því að leggja áherslu á siðferðilega framleiðslu, sanngjörn vinnuskilyrði og ábyrgð í umhverfismálum. Með því að stuðla að gagnsæi og ábyrgð í allri birgðakeðjunni efla sjálfbær tískumerki hag verkafólks og samfélaga í þróunarlöndum. Framtök eins ogFair Wear Foundation ogEthical Trading Initiative vinna t.d. að því að bæta vinnuskilyrði og réttindi verkafólks með vöktun, eflingu og málsvörun. Sjálfbær tíska nýtir einnig aðrar framleiðsluaðferðir og efni sem hafa sem minnst áhrif á umhverfið og stuðla að félagslegri ábyrgð. Lífræn bómullarframleiðsla dregur t.d. úr notkun skordýraeiturs og verndar heilsu og velferð bænda. Framtök eins ogBetter Cotton Initiative koma einnig á framfæri sjálfbærum landbúnaðaraðferðum og styðja smábændur, sem eru oft konur, í þróunarlöndum. Þar að auki ýtir sjálfbær tíska undir efnahagslega eflingu og frumkvöðlatækifæri kvenna í þróunarlöndum. Framtök á borð við sanngjörn viðskipti og félagsleg fyrirtæki veita konum aðgang að þjálfun, fé og markaðstækifærum, sem gerir þeim kleift að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum á sjálfbæran hátt. Stofnanir eins og t.d.Fashion Revolution ogThe Nest styðja við handverkssamfélög og stuðla að inngildandi birgðakeðjum sem valdefla handverkskonur og varðveita hefðbundnar framleiðsluaðferðir. Þar sem umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast er þörf á heildrænni nálgun sem leggur áherslu á félagslega, efnahagslega og umhverfislega sjálfbærni. Sjálfbærir tískustarfshættir ryðja okkur braut í átt að réttlátari og jafnari iðnaði þar sem réttindi og velferð kvenna skipta höfuðmáli í framleiðsluferlinu. Með því að styðja siðferðileg og inngildandi tískuframtök geta neytendur stuðlað að jákvæðum breytingum og lagt sitt af mörkum við að skapa öllum sjálfbærari framtíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic ehf og stjórnarkona Stjórnvísi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun