Um er að ræða fallega og vel skipulagða og endurnýjaða 100 fermtera íbúð í húsi sem var byggt árið 1965.
Heimilið er innréttað á glæsilegan máta þar sem hönnunarmunir og fagurfræði eru í fyrirrúmi.
Stofa, eldhús og borðstofa eru í opnu og björtu rými með góðu útsýni meðal annars að Perlunni, Hallgrímskirkju og Bláfjöllum. Útgengt er úr rýminu á yfirbyggðar suðvestursvalir.
Íbúðin er búin þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Ætla má að fjölskyldan sé í leit að stærri eign þar sem hjónin eignuðust sitt þriðja barn í desember í fyrra.
Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






