Ótrúlegt gengi Scott í hættu og eina sem hann getur gert er að bíða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2024 11:30 Adam Scott getur ekki annað gert en beðið þangað til Memorial-mótinu er lokið. EPA-EFE/ALI HAIDER Adam Scott er ef til vill ekki nafn sem íþróttaunnendur almennt kannast við en fólk sem fylgist vel með golfi hefur eflaust heyrt nafnið enda hefur kylfingurinn ekki misst af risamóti síðan árið 2001. Hann hefur tekið þátt á 91 móti í röð en ótrúlegt gengi hans er nú í hættu. Hinn 43 ára gamli Scott kemur frá Ástralíu og hefur unnið eitt risamót á ferlinum. Sá sigur kom árið 2013 þegar hann vann Mastersmótið. Hann lenti í öðru sæti á Opna breska árið 2012 og hefur tvívegis verið jafn öðrum kylfing í 3. sæti á PGA-meistaramótinu. Scott hefur hins vegar afrekað það að taka þátt á öllum risamótum í golfi síðan árið 2001. Þetta ótrúlega gengi hans er nú í hættu þar sem hann hefur ekki tryggt sér sæti á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Scott tapaði í bráðabana um sæti á mótinu og þarf nú að bíða og sjá hvernig kylfingunum sem eru rétt fyrir neðan hann á heimslistanum gengur á Memorial-mótinu. Sem stendur er Scott í 60. sæti heimslistans og gæti það dugað Scott þar sem enn eru sex boðsæti laus en þau fara eingöngu til kylfinga í efstu sextíu sætunum. UNBELIEVABLE PLAYOFF DRAMA! Adam Scott chips in and Cam Davis shows nerves of steel by rolling a birdie right behind him! pic.twitter.com/6MqYheJG5p— U.S. Open (@usopengolf) June 4, 2024 Málið er hins vegar að Scott er ekki að spila á Memorial-mótinu um helgina en þar taka nokkrir af þeim kylfingum sem eru rétt fyrir neðan Ástralann á heimslistanum þátt. Þeir kylfingar þurfa einfaldlega að spila nægilega illa til að Scott haldist í 60. sæti og fái þar með að taka þátt á 92. stórmótinu í röð. Gangi það ekki eftir og Scott endi neðar á listanum þá gæti hann enn komist á Opna bandaríska ef einhver þarf að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Það er þó talið ólíklegt ef marka má miðilinn Golf Digest. Aðeins Jack Nicklaus hefur spilað á fleiri risamótum í röð heldur en Scott. Gyllti björninn, eins og hann er oftast nær kallaður, tók þátt í öllum risamótunum í golfi frá 1962 til 1998 eða alls 146 í röð. Nú er að bíða og sjá hvort Scott haldi áfram að saxa á met Nicklaus eða hvort hans samfelldri stórmótaþáttöku sé lokið. Golf Opna bandaríska Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Hinn 43 ára gamli Scott kemur frá Ástralíu og hefur unnið eitt risamót á ferlinum. Sá sigur kom árið 2013 þegar hann vann Mastersmótið. Hann lenti í öðru sæti á Opna breska árið 2012 og hefur tvívegis verið jafn öðrum kylfing í 3. sæti á PGA-meistaramótinu. Scott hefur hins vegar afrekað það að taka þátt á öllum risamótum í golfi síðan árið 2001. Þetta ótrúlega gengi hans er nú í hættu þar sem hann hefur ekki tryggt sér sæti á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Scott tapaði í bráðabana um sæti á mótinu og þarf nú að bíða og sjá hvernig kylfingunum sem eru rétt fyrir neðan hann á heimslistanum gengur á Memorial-mótinu. Sem stendur er Scott í 60. sæti heimslistans og gæti það dugað Scott þar sem enn eru sex boðsæti laus en þau fara eingöngu til kylfinga í efstu sextíu sætunum. UNBELIEVABLE PLAYOFF DRAMA! Adam Scott chips in and Cam Davis shows nerves of steel by rolling a birdie right behind him! pic.twitter.com/6MqYheJG5p— U.S. Open (@usopengolf) June 4, 2024 Málið er hins vegar að Scott er ekki að spila á Memorial-mótinu um helgina en þar taka nokkrir af þeim kylfingum sem eru rétt fyrir neðan Ástralann á heimslistanum þátt. Þeir kylfingar þurfa einfaldlega að spila nægilega illa til að Scott haldist í 60. sæti og fái þar með að taka þátt á 92. stórmótinu í röð. Gangi það ekki eftir og Scott endi neðar á listanum þá gæti hann enn komist á Opna bandaríska ef einhver þarf að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Það er þó talið ólíklegt ef marka má miðilinn Golf Digest. Aðeins Jack Nicklaus hefur spilað á fleiri risamótum í röð heldur en Scott. Gyllti björninn, eins og hann er oftast nær kallaður, tók þátt í öllum risamótunum í golfi frá 1962 til 1998 eða alls 146 í röð. Nú er að bíða og sjá hvort Scott haldi áfram að saxa á met Nicklaus eða hvort hans samfelldri stórmótaþáttöku sé lokið.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira