Hví styður Ísland vopnakaup fyrir Úkraínu? Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 6. júní 2024 08:31 Einfalda svarið þessari spurningunni er: Vegna þess að fólk sem berst fyrir sjálfstæði sínu og frelsi gegn blóðugri innrás þarf vopn til að verja sig. Ef við ættum vopn, þá myndum við senda þau. En þegar kemur að fjármagni þá viljum við nýta það til brýnustu þarfa Úkraínu, samkvæmt þeirra eigin mati. Og málið kemur Íslandi sannarlega við. Varnir eru ekki andstaða við frið heldur eru varnir til að verja friðinn. Ísland er og verður á hernaðarlega mikilvægum stað. Þess vegna verðum við að vera meðvituð um þann möguleika að um land okkar yrði tekið með vopnum. Það er einmitt vegna þessa langsótta, en ískyggilega, möguleika að Ísland hefur í 75 ár verið hluti af Atlantshafsbandalaginu og er með varnarsamning við Bandaríkin. Ef til slíkra aðstæðna kemur munum við Íslendingar horfa upp á erlenda hermenn leggja sjálfa sig í hættu, særast og falla til þess að vernda okkar herlausa land. Þetta er hryllileg tilhugsun, en fyrir fámennt ríki á hernaðarlega mikilvægu svæði í heiminum, er ekkert annað úrræði tiltækt en að treysta á samtakamátt og fórnfýsi annarra ef á reynir. Það hefur hefur því verið áhersla mín, í góðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og ríkisstjórn að Ísland leiti allra leiða til þess að sýna vina- og bandalagsþjóðum okkar fram á að við séum verðugir bandamenn. Sú skuldbinding sem aðrar þjóðir hafa gert gagnvart okkur krefst þess að við séum fær um að taka skýra afstöðu með þeim þegar ógnir steðja að þeim. Það hefur Ísland gert hingað til og um það hefur ríkt samstaða sem ég er þakklát fyrir. Höfum líka í huga að öll helstu vina- og bandalagsríki ganga mun lengra í stuðningi við Úkraínu og ekkert þessara ríkja lætur beinar hótanir og ógnandi talsmáta Rússa slá sig út af laginu. Ólíkt vina- og bandalagsríkjum okkar sem hafa frá fyrstu dögum getað sent birgðir af eigin varnarbúnaði hefur Ísland ekki verið fært um slíkt framlag. Í mínum huga væri það ansi hrokafull afstaða að skilyrða fjárhagslegan stuðning okkar við að Úkraínumenn kaupi ekki það sem þá vantar helst heldur það sem okkur sjálfum líður best með. Ísland er friðsælt. Fjarlægð frá heimsins vígaslóð hefur verið okkar besta trygging fyrir þessari friðsæld gegnum aldirnar. Nútíminn virðir slíkar fjarlægðir engu. Nú felst trygging öryggis okkar í samvinnu við þau ríki sem standa okkur næst. Ef við ætlum að þiggja þá vernd þá þurfum við að geta staðið kinnroðalaust með bandalagsríkjum okkar og reyna ekki að sleppa ódýrt frá þeim sameiginlegu verkefnum til að verja frið okkar og frelsi. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Sjá meira
Einfalda svarið þessari spurningunni er: Vegna þess að fólk sem berst fyrir sjálfstæði sínu og frelsi gegn blóðugri innrás þarf vopn til að verja sig. Ef við ættum vopn, þá myndum við senda þau. En þegar kemur að fjármagni þá viljum við nýta það til brýnustu þarfa Úkraínu, samkvæmt þeirra eigin mati. Og málið kemur Íslandi sannarlega við. Varnir eru ekki andstaða við frið heldur eru varnir til að verja friðinn. Ísland er og verður á hernaðarlega mikilvægum stað. Þess vegna verðum við að vera meðvituð um þann möguleika að um land okkar yrði tekið með vopnum. Það er einmitt vegna þessa langsótta, en ískyggilega, möguleika að Ísland hefur í 75 ár verið hluti af Atlantshafsbandalaginu og er með varnarsamning við Bandaríkin. Ef til slíkra aðstæðna kemur munum við Íslendingar horfa upp á erlenda hermenn leggja sjálfa sig í hættu, særast og falla til þess að vernda okkar herlausa land. Þetta er hryllileg tilhugsun, en fyrir fámennt ríki á hernaðarlega mikilvægu svæði í heiminum, er ekkert annað úrræði tiltækt en að treysta á samtakamátt og fórnfýsi annarra ef á reynir. Það hefur hefur því verið áhersla mín, í góðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og ríkisstjórn að Ísland leiti allra leiða til þess að sýna vina- og bandalagsþjóðum okkar fram á að við séum verðugir bandamenn. Sú skuldbinding sem aðrar þjóðir hafa gert gagnvart okkur krefst þess að við séum fær um að taka skýra afstöðu með þeim þegar ógnir steðja að þeim. Það hefur Ísland gert hingað til og um það hefur ríkt samstaða sem ég er þakklát fyrir. Höfum líka í huga að öll helstu vina- og bandalagsríki ganga mun lengra í stuðningi við Úkraínu og ekkert þessara ríkja lætur beinar hótanir og ógnandi talsmáta Rússa slá sig út af laginu. Ólíkt vina- og bandalagsríkjum okkar sem hafa frá fyrstu dögum getað sent birgðir af eigin varnarbúnaði hefur Ísland ekki verið fært um slíkt framlag. Í mínum huga væri það ansi hrokafull afstaða að skilyrða fjárhagslegan stuðning okkar við að Úkraínumenn kaupi ekki það sem þá vantar helst heldur það sem okkur sjálfum líður best með. Ísland er friðsælt. Fjarlægð frá heimsins vígaslóð hefur verið okkar besta trygging fyrir þessari friðsæld gegnum aldirnar. Nútíminn virðir slíkar fjarlægðir engu. Nú felst trygging öryggis okkar í samvinnu við þau ríki sem standa okkur næst. Ef við ætlum að þiggja þá vernd þá þurfum við að geta staðið kinnroðalaust með bandalagsríkjum okkar og reyna ekki að sleppa ódýrt frá þeim sameiginlegu verkefnum til að verja frið okkar og frelsi. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar