„Fróðleiksfúsi“ slær í gegn í Sandgerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2024 20:04 Daníel Hjálmtýsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja, sem á heiðurinn af verkefninu um „Fróðleiksfúsa“. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fróðleiksfúsi“ í Sandgerði stendur svo sannarlega undir nafni því hann miðlar fróðleik í gegnum spjaldtölvu um öll dýrin á náttúrugripasafninu á staðnum, sem er hluti af Þekkingarsetri Suðurnesja. Þegar komið er inn í setrið blasir glæsilegur uppstoppaður Rostungur við manni en skjaldarmerki Sandgerðisbæjar er einmitt Rostungur. Í setrinu fer fram fjölbreytt starfsemi en uppstoppuðu dýrin vekja alltaf hvað mesta athygli gesta. Nú er það „Fróðleiksfúsi”, sem er gagnvirkur fróðleikur fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur, sem á hug allra, ekki síst yngstu kynslóðarinnar, sem vekur hvað mesta athygli á setrinu, sem forstöðumaðurinn á heiðurinn af eftir ábendingu frá sex ára syni hans að svona þyrfti að gera á safninu. 20 spjaldtölvur með Fróðleiksfúsa eru með forritinu. „Ég fór að skissa upp karaktera og svo skissaði ég upp strákinn, „Fróðleiksfúsa”. Þú bara opnar kerfið inn á þessari spjaldtölvu og ýtir á skoða dýralífið og þá er tekið á móti þér og svo er haldið áfram og þá opnast heimur. Þú ýtir til dæmis á hrafninn og þá opnast sérstakur skjár um þann fugl,” segir Daníel. Krakkarnir ganga svo með spjaldtölvuna um safnið að viðkomandi fugli, lesa fróðleikinn í tölvunni og virða svo fuglinn fyrir sér í bak og fyrir. „Þá ýtum við á fundinn. Númer hvað er dýrið, dýrið er númer 23 og þá er það fundið. Þó opnast inn á hálfgerða alfræðiorðabók,” bætir Daníel við stoltur af nýja verkefninu. Fróðleiksfúsi er gagnvirkt fræðsluforrit fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur og er aðgengilegur í Þekkingarsetri Suðurnesja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir geta þá lesið textann eða hlustað á Daníel í tölvunni lesa og svo er líka hægt að hlusta á hljóðin í fuglunum og dýrum eins og seli. „Já, þetta er bara mjög spennandi og núna er ég að þýða þetta yfir á pólsku, þannig að „Fróðleiksfúsi” er til á pólsku bæði í tali og tónum. Ég er mjög stoltur af þessu verkefni”, segir Daníel aðspurður hvernig ferlið í gegnum „Fróðleiksfúsa“ hafi gengið. Heimasíða Þekkingarseturs Suðurnesja Leikurinn er í stöðugri þróun en er studdur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Samfélagssjóði HS Orku, Suðurnesjabæ, Jökulá og Háskólanum í ReykjavíkMagnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Söfn Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þegar komið er inn í setrið blasir glæsilegur uppstoppaður Rostungur við manni en skjaldarmerki Sandgerðisbæjar er einmitt Rostungur. Í setrinu fer fram fjölbreytt starfsemi en uppstoppuðu dýrin vekja alltaf hvað mesta athygli gesta. Nú er það „Fróðleiksfúsi”, sem er gagnvirkur fróðleikur fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur, sem á hug allra, ekki síst yngstu kynslóðarinnar, sem vekur hvað mesta athygli á setrinu, sem forstöðumaðurinn á heiðurinn af eftir ábendingu frá sex ára syni hans að svona þyrfti að gera á safninu. 20 spjaldtölvur með Fróðleiksfúsa eru með forritinu. „Ég fór að skissa upp karaktera og svo skissaði ég upp strákinn, „Fróðleiksfúsa”. Þú bara opnar kerfið inn á þessari spjaldtölvu og ýtir á skoða dýralífið og þá er tekið á móti þér og svo er haldið áfram og þá opnast heimur. Þú ýtir til dæmis á hrafninn og þá opnast sérstakur skjár um þann fugl,” segir Daníel. Krakkarnir ganga svo með spjaldtölvuna um safnið að viðkomandi fugli, lesa fróðleikinn í tölvunni og virða svo fuglinn fyrir sér í bak og fyrir. „Þá ýtum við á fundinn. Númer hvað er dýrið, dýrið er númer 23 og þá er það fundið. Þó opnast inn á hálfgerða alfræðiorðabók,” bætir Daníel við stoltur af nýja verkefninu. Fróðleiksfúsi er gagnvirkt fræðsluforrit fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur og er aðgengilegur í Þekkingarsetri Suðurnesja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir geta þá lesið textann eða hlustað á Daníel í tölvunni lesa og svo er líka hægt að hlusta á hljóðin í fuglunum og dýrum eins og seli. „Já, þetta er bara mjög spennandi og núna er ég að þýða þetta yfir á pólsku, þannig að „Fróðleiksfúsi” er til á pólsku bæði í tali og tónum. Ég er mjög stoltur af þessu verkefni”, segir Daníel aðspurður hvernig ferlið í gegnum „Fróðleiksfúsa“ hafi gengið. Heimasíða Þekkingarseturs Suðurnesja Leikurinn er í stöðugri þróun en er studdur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Samfélagssjóði HS Orku, Suðurnesjabæ, Jökulá og Háskólanum í ReykjavíkMagnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Söfn Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira