Minni atvinnuþátttaka og fjölgun starfa stórauka íbúðaþörf Sigurður Stefánsson skrifar 10. júní 2024 07:31 Þörfin fyrir vinnandi hendur vex 41% hraðar en íbúum landsins - atvinnuþátttaka minnkar og íbúðaþörf eykst hratt. Íbúðaþörfin er grunnþörf. Til þess að við getum mætt grunnþörfum samfélagsins til framtíðar þurfum við að skilja drifkrafta þess. Í borgarsamfélagi nútímans hefur meðganga svæða og íbúðahverfa frá frumdrögum til búsetu verið 20 ár eða lengri. Því skipta spár og faglegur undirbúningur miklu máli fyrir lífsgæði komandi kynslóða. Við þurfum að horfa 15 til 20 ár fram í tímann. Fólksfjölgun er einn helsti drifkraftur samfélagsins og því er mikilvægt að skoða hana gaumgæfilega í þessu samhengi. Mannfjöldi á Íslandi hefur vaxið hægar frá aldamótum samanborið við fjölda fólks á vinnumarkaði. Stundum er sagt að barnið vaxi en brókin ekki. Gangurinn í atvinnulífinu hefur verið slíkur að þrátt fyrir líffræðilega fjölgun og verulegan innflutning fólks hefur þörfin fyrir vinnuafl vaxið enn hraðar. Frá aldamótum fjölgaði fólki um 1,35% að meðaltali á ári en frá árinu 2012 hefur fjölgunin verið meiri eða um 1,79% að meðaltali á ári. Íslendingum fjölgaði um 34% frá aldamótum til ársins 2023 en vinnumarkaðurinn stækkaði á hinn bóginn um 48% á sama tíma eða 41% hraðar en mannfjöldinn (sjá mynd 1). Mynd 1. Fjöldi aðfluttra ræðst af eftirspurn á vinnumarkaði - 75% koma frá EES-svæðinu Eftirspurn á vinnumarkaðnum ræður fjölda innflytjenda til landsins. Krafa um aukin lífsgæði drífur vinnumarkaðinn. Með EES-samningnum árið 1994 varð Ísland hluti af sameiginlegu atvinnusvæði Evrópuríkja. Frá aldamótum hefur 75% aðfluttra komið til Íslands á grundvelli þessa samnings. Reynslan sýnir okkur að fólki líkar vel að búa á Íslandi sem hefur þau áhrif að fólk beinir sjónum sínum í auknum mæli að landinu sem góðum búsetukosti. Ísland er farið að selja sig sjálft á þessum vettvangi líkt og við höfum séð í ferðaþjónustu. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi hagvexti og að hann verði meiri hér á landi en víðast hvar annars staðar. Þá er gert ráð fyrir vexti og nýsköpun í fjölbreyttum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu, landeldi, líftækni, tölvutækni og fjölbreyttum hugverkaiðnaði. Þessum vexti fylgja aukin umsvif við uppbyggingu margskonar innviða. Vísbendingar eru um að á næstu 15 árum verði líffræðileg fjölgun neikvæð og því þurfi samfélagið að reiða sig á innflutt vinnuafl til að mæta vexti í atvinnulífinu. Mikilvægt er að hafa í huga þann mikla ávinning sem þessari þróun fylgir og nauðsynlegt að er taka vel á móti og auðvelda fólki aðlögun að samfélaginu, m.a. með nægu húsnæðisframboði. 6.000 til 7.000 aðfluttir á ári Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir að á næstu árum vaxi mannfjöldi á Íslandi að jafnaði um 1,65% sem er aðeins lægri en sú 1,79% aukning sem hefur verið frá árinu 2012. Þess má geta að mannfjöldaspá Hagstofunnar hefur undanfarin ár verið langt undir raunverulegri mannfjöldaaukningu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun spáir meiri vexti, eða 10% vexti næstu 5 ár og 20% vexti fyrir næstu 10 ár. Þar sem fæðingartíðni Íslendinga hefur lækkað verulega síðustu ár, og mun að öllum líkindum lækka áfram, byggir mannfjöldaaukningin á aðfluttum umfram brottflutta. Nánar tiltekið verða um 6.000-7.000 aðfluttir umfram brottflutta að meðaltali á ári. Þegar meta þarf þörfina fyrir nýju íbúðarhúsnæði er mikilvægt að skoða líkurnar á líffræðilegri mannfjölgun en þá er ekki síður mikilvægt að meta horfur á vinnumarkaði sem síðasta aldarfjórðung hefur ráðið mestu um mannfjöldaþróun á Íslandi. Vinnuþátttaka minnkar, innflutningur fólks eykst - sömuleiðis þörfin fyrir íbúðir Fleiri þættir vinnumarkaðarins hafa áhrif á íbúðamarkaðinn. Fjöldi eldri borgarar eykst hraðar en annarra hópa. Fram til ársins 2039, eða á næstu 15 árum, spáir Hagstofan því að fólksfjölgun verði um 25%. Til samanburðar má geta að áætlað er að þeim sem eru 60 ára og eldri fjölgi um 30% og þeim sem eru 65 ára og eldri fjölgi enn hraðar eða um 42%. Að lokum má geta þess að áætlað er að hópur þeirra sem eru 80 ára og eldri tvöfaldist (sjá mynd 2). Mynd 2. Þessi lýðfræðilega þróun hefur veruleg áhrif á íbúðaþörf. Í fyrsta lagi búa færri eldri borgarar í hverri íbúð heldur en fólk á öðrum æviskeiðum. Í öðru lagi fer íslenska kjarnafjölskyldan minnkandi, m.a. í ljósi lækkandi fæðingartíðni og í þriðja lagi búa fleiri fullorðnir einir. Því er íbúðaþörfin meiri. Þá hefur þessi þróun einnig áhrif á vinnumarkaðinn þar sem gera má ráð fyrir sífellt minni atvinnuþátttöku þeirra sem komnir eru á miðjan aldur, a.m.k. virðist það vera þróunin í nágrannaríkjum okkar (sjá mynd 3). Mynd 3. Atvinnuþátttaka hér á landi eftir 65 ára aldur hefur verið umtalsvert meiri en á hinum Norðurlöndunum og í OECD-ríkjunum. Í samanburði við hin Norðurlöndin byrjar sá munur að koma fram um 60 ára aldur. Með aukinni eignastöðu og ráðstöfunartekjum í gegnum lífeyrissjóðakerfið er líklegt að þetta hlutfall muni fljótt verða nær því sem er á hinum Norðurlöndunum og í OECD-ríkjunum. Það er því stækkandi hópur sem hefur í auknum mæli val um hvort að það vinni eða ekki. Til viðbótar bætist að ákveðinn hópur fólks (um 52-55 ára) er fyrsta kynslóðin sem erfir að jafnaði töluverða fjármuni frá foreldrum sínum sem minnkar enn fremur líkur á því að fólk kjósi að vinna á efri árum og hugi jafnvel að minni atvinnuþátttöku áður en að eftirlaunaaldri kemur. Stytting vinnuviku og fjölgun öryrkja hefur einnig áhrif Þá er einnig vert að minnast á að síðustu misseri hefur mikil áhersla verið lögð á styttingu vinnuvikunnar þar sem sýnt hefur verið fram á jákvæð áhrif þess á lífsgæði starfsfólks. Á sama tíma er áskorun fyrir atvinnulífið að halda uppi sama þjónustu- og framleiðslustigi án þess að bæta við vinnuafli. Fjöldi öryrkja hefur einnig aukist um 35% síðustu 15 ár, úr því að vera 1 af hverjum 15 á aldrinum 18-66 ára í 1 af hverjum 13 á sama aldri í dag. „Tímabundnar aðgerðir stjórnvalda á borð við vaxtahækkanir hafa aðeins áhrif á eftirspurn á íbúðamarkaði til skamms tíma en breyta litlu um undirliggjandi íbúðaþörf ... sem þegar ógnar lífsgæðum okkar og ýtir undir ójöfnuð til frambúðar.“ Allir ofangreindir þættir hafa áhrif á vinnumarkaðinn og setja aukna pressu á að innflutningur vinnuafls mæti þörfum atvinnulífsins. Þegar íbúum í samfélagi fjölgar með auknum innflutningi verður þörfin fyrir íbúðarhúsnæði brýnni og skyndilegri en þegar fjölgun íbúa er fyrst og fremst líffræðileg. Þessi þróun margfaldar því íbúðaþörfina mun hraðar en áður hefur þekkst eða sést hér á landi. Íbúðaskuld ógnar lífsgæðum til framtíðar Ísland er samfélag í örum vexti sem kallar á áframhaldandi innflutning á vinnuafli eins og hér hefur verið rakið. Stöðugur og aukinn hagvöxtur er grundvöllur aukinna lífsgæða sem við viljum öll stuðla að og þannig afhenda börnum okkar betra bú en við tókum við. Ljóst er að drifkraftar undirliggjandi íbúðaþarfar hafa þar mikil áhrif. Tímabundnar aðgerðir stjórnvalda á borð við vaxtahækkanir hafa aðeins áhrif á eftirspurn á íbúðamarkaði til skamms tíma en breyta litlu um undirliggjandi íbúðaþörf. Þær hægja hvorki á öldrun þjóðar né breyta þeirri staðreynd að vaxandi hagkerfi kallar áfram á vinnandi hendur. Til að viðhalda og bæta lífsgæði er nauðsynlegt að geta boðið öllum samfélagshópum húsnæði við hæfi enda telst aðgengi að húsnæði til grunngæða í okkar samfélagi. Á undanförnum árum hafa stjórnvöld jafnt sem einkaaðilar á húsnæðismarkaði vanmetið veigamikla þætti í lýðfræði og á vinnumarkaði sem ekki hefur verið tekið mið af við mat á undirliggjandi þörf fyrir húsnæði og samfélagið ekki brugðist við. Ljóst er að afleiðingin er íbúðaskuld eða snjóhengja á húsnæðismarkaðinum sem þegar ógnar lífsgæðum okkar og ýtir undir ójöfnuð til frambúðar. Höfundur er er framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags sem hefur að markmiði að auka lífsgæði fólks á efri árum með sérhæfðum búsetuúrræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Stefánsson Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Sjá meira
Þörfin fyrir vinnandi hendur vex 41% hraðar en íbúum landsins - atvinnuþátttaka minnkar og íbúðaþörf eykst hratt. Íbúðaþörfin er grunnþörf. Til þess að við getum mætt grunnþörfum samfélagsins til framtíðar þurfum við að skilja drifkrafta þess. Í borgarsamfélagi nútímans hefur meðganga svæða og íbúðahverfa frá frumdrögum til búsetu verið 20 ár eða lengri. Því skipta spár og faglegur undirbúningur miklu máli fyrir lífsgæði komandi kynslóða. Við þurfum að horfa 15 til 20 ár fram í tímann. Fólksfjölgun er einn helsti drifkraftur samfélagsins og því er mikilvægt að skoða hana gaumgæfilega í þessu samhengi. Mannfjöldi á Íslandi hefur vaxið hægar frá aldamótum samanborið við fjölda fólks á vinnumarkaði. Stundum er sagt að barnið vaxi en brókin ekki. Gangurinn í atvinnulífinu hefur verið slíkur að þrátt fyrir líffræðilega fjölgun og verulegan innflutning fólks hefur þörfin fyrir vinnuafl vaxið enn hraðar. Frá aldamótum fjölgaði fólki um 1,35% að meðaltali á ári en frá árinu 2012 hefur fjölgunin verið meiri eða um 1,79% að meðaltali á ári. Íslendingum fjölgaði um 34% frá aldamótum til ársins 2023 en vinnumarkaðurinn stækkaði á hinn bóginn um 48% á sama tíma eða 41% hraðar en mannfjöldinn (sjá mynd 1). Mynd 1. Fjöldi aðfluttra ræðst af eftirspurn á vinnumarkaði - 75% koma frá EES-svæðinu Eftirspurn á vinnumarkaðnum ræður fjölda innflytjenda til landsins. Krafa um aukin lífsgæði drífur vinnumarkaðinn. Með EES-samningnum árið 1994 varð Ísland hluti af sameiginlegu atvinnusvæði Evrópuríkja. Frá aldamótum hefur 75% aðfluttra komið til Íslands á grundvelli þessa samnings. Reynslan sýnir okkur að fólki líkar vel að búa á Íslandi sem hefur þau áhrif að fólk beinir sjónum sínum í auknum mæli að landinu sem góðum búsetukosti. Ísland er farið að selja sig sjálft á þessum vettvangi líkt og við höfum séð í ferðaþjónustu. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi hagvexti og að hann verði meiri hér á landi en víðast hvar annars staðar. Þá er gert ráð fyrir vexti og nýsköpun í fjölbreyttum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu, landeldi, líftækni, tölvutækni og fjölbreyttum hugverkaiðnaði. Þessum vexti fylgja aukin umsvif við uppbyggingu margskonar innviða. Vísbendingar eru um að á næstu 15 árum verði líffræðileg fjölgun neikvæð og því þurfi samfélagið að reiða sig á innflutt vinnuafl til að mæta vexti í atvinnulífinu. Mikilvægt er að hafa í huga þann mikla ávinning sem þessari þróun fylgir og nauðsynlegt að er taka vel á móti og auðvelda fólki aðlögun að samfélaginu, m.a. með nægu húsnæðisframboði. 6.000 til 7.000 aðfluttir á ári Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir að á næstu árum vaxi mannfjöldi á Íslandi að jafnaði um 1,65% sem er aðeins lægri en sú 1,79% aukning sem hefur verið frá árinu 2012. Þess má geta að mannfjöldaspá Hagstofunnar hefur undanfarin ár verið langt undir raunverulegri mannfjöldaaukningu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun spáir meiri vexti, eða 10% vexti næstu 5 ár og 20% vexti fyrir næstu 10 ár. Þar sem fæðingartíðni Íslendinga hefur lækkað verulega síðustu ár, og mun að öllum líkindum lækka áfram, byggir mannfjöldaaukningin á aðfluttum umfram brottflutta. Nánar tiltekið verða um 6.000-7.000 aðfluttir umfram brottflutta að meðaltali á ári. Þegar meta þarf þörfina fyrir nýju íbúðarhúsnæði er mikilvægt að skoða líkurnar á líffræðilegri mannfjölgun en þá er ekki síður mikilvægt að meta horfur á vinnumarkaði sem síðasta aldarfjórðung hefur ráðið mestu um mannfjöldaþróun á Íslandi. Vinnuþátttaka minnkar, innflutningur fólks eykst - sömuleiðis þörfin fyrir íbúðir Fleiri þættir vinnumarkaðarins hafa áhrif á íbúðamarkaðinn. Fjöldi eldri borgarar eykst hraðar en annarra hópa. Fram til ársins 2039, eða á næstu 15 árum, spáir Hagstofan því að fólksfjölgun verði um 25%. Til samanburðar má geta að áætlað er að þeim sem eru 60 ára og eldri fjölgi um 30% og þeim sem eru 65 ára og eldri fjölgi enn hraðar eða um 42%. Að lokum má geta þess að áætlað er að hópur þeirra sem eru 80 ára og eldri tvöfaldist (sjá mynd 2). Mynd 2. Þessi lýðfræðilega þróun hefur veruleg áhrif á íbúðaþörf. Í fyrsta lagi búa færri eldri borgarar í hverri íbúð heldur en fólk á öðrum æviskeiðum. Í öðru lagi fer íslenska kjarnafjölskyldan minnkandi, m.a. í ljósi lækkandi fæðingartíðni og í þriðja lagi búa fleiri fullorðnir einir. Því er íbúðaþörfin meiri. Þá hefur þessi þróun einnig áhrif á vinnumarkaðinn þar sem gera má ráð fyrir sífellt minni atvinnuþátttöku þeirra sem komnir eru á miðjan aldur, a.m.k. virðist það vera þróunin í nágrannaríkjum okkar (sjá mynd 3). Mynd 3. Atvinnuþátttaka hér á landi eftir 65 ára aldur hefur verið umtalsvert meiri en á hinum Norðurlöndunum og í OECD-ríkjunum. Í samanburði við hin Norðurlöndin byrjar sá munur að koma fram um 60 ára aldur. Með aukinni eignastöðu og ráðstöfunartekjum í gegnum lífeyrissjóðakerfið er líklegt að þetta hlutfall muni fljótt verða nær því sem er á hinum Norðurlöndunum og í OECD-ríkjunum. Það er því stækkandi hópur sem hefur í auknum mæli val um hvort að það vinni eða ekki. Til viðbótar bætist að ákveðinn hópur fólks (um 52-55 ára) er fyrsta kynslóðin sem erfir að jafnaði töluverða fjármuni frá foreldrum sínum sem minnkar enn fremur líkur á því að fólk kjósi að vinna á efri árum og hugi jafnvel að minni atvinnuþátttöku áður en að eftirlaunaaldri kemur. Stytting vinnuviku og fjölgun öryrkja hefur einnig áhrif Þá er einnig vert að minnast á að síðustu misseri hefur mikil áhersla verið lögð á styttingu vinnuvikunnar þar sem sýnt hefur verið fram á jákvæð áhrif þess á lífsgæði starfsfólks. Á sama tíma er áskorun fyrir atvinnulífið að halda uppi sama þjónustu- og framleiðslustigi án þess að bæta við vinnuafli. Fjöldi öryrkja hefur einnig aukist um 35% síðustu 15 ár, úr því að vera 1 af hverjum 15 á aldrinum 18-66 ára í 1 af hverjum 13 á sama aldri í dag. „Tímabundnar aðgerðir stjórnvalda á borð við vaxtahækkanir hafa aðeins áhrif á eftirspurn á íbúðamarkaði til skamms tíma en breyta litlu um undirliggjandi íbúðaþörf ... sem þegar ógnar lífsgæðum okkar og ýtir undir ójöfnuð til frambúðar.“ Allir ofangreindir þættir hafa áhrif á vinnumarkaðinn og setja aukna pressu á að innflutningur vinnuafls mæti þörfum atvinnulífsins. Þegar íbúum í samfélagi fjölgar með auknum innflutningi verður þörfin fyrir íbúðarhúsnæði brýnni og skyndilegri en þegar fjölgun íbúa er fyrst og fremst líffræðileg. Þessi þróun margfaldar því íbúðaþörfina mun hraðar en áður hefur þekkst eða sést hér á landi. Íbúðaskuld ógnar lífsgæðum til framtíðar Ísland er samfélag í örum vexti sem kallar á áframhaldandi innflutning á vinnuafli eins og hér hefur verið rakið. Stöðugur og aukinn hagvöxtur er grundvöllur aukinna lífsgæða sem við viljum öll stuðla að og þannig afhenda börnum okkar betra bú en við tókum við. Ljóst er að drifkraftar undirliggjandi íbúðaþarfar hafa þar mikil áhrif. Tímabundnar aðgerðir stjórnvalda á borð við vaxtahækkanir hafa aðeins áhrif á eftirspurn á íbúðamarkaði til skamms tíma en breyta litlu um undirliggjandi íbúðaþörf. Þær hægja hvorki á öldrun þjóðar né breyta þeirri staðreynd að vaxandi hagkerfi kallar áfram á vinnandi hendur. Til að viðhalda og bæta lífsgæði er nauðsynlegt að geta boðið öllum samfélagshópum húsnæði við hæfi enda telst aðgengi að húsnæði til grunngæða í okkar samfélagi. Á undanförnum árum hafa stjórnvöld jafnt sem einkaaðilar á húsnæðismarkaði vanmetið veigamikla þætti í lýðfræði og á vinnumarkaði sem ekki hefur verið tekið mið af við mat á undirliggjandi þörf fyrir húsnæði og samfélagið ekki brugðist við. Ljóst er að afleiðingin er íbúðaskuld eða snjóhengja á húsnæðismarkaðinum sem þegar ógnar lífsgæðum okkar og ýtir undir ójöfnuð til frambúðar. Höfundur er er framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags sem hefur að markmiði að auka lífsgæði fólks á efri árum með sérhæfðum búsetuúrræðum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun