Fiskikóngurinn segir atvinnurekendur aumingja Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2024 13:15 Kristján Berg segir: „En fyrst og fremst þurfa atvinnurekendur að standa í fokking lappirnar. Hætta þessum roluskap og taka á þessari meinsemd sem plagar íslenskt atvinnulíf.“ vísir/vilhelm Kristján Berg, sem jafnan er kallaður Fiskikóngurinn, hefur skorið upp herör gegn því sem kalla má óheiðarleika vinnuafls og meðvirkni lækna þar með. „Við atvinnurekendur erum fokking ROLUR. Hvers vegna? Við látum launþega vaða yfir okkur,“ segir Kristján í kröftugum pistli á Facebook. Kristján segir að við uppsögn í starfi fái atvinnurekendur oft veikindavottorð frá launþegum sem dugar akkúrat út uppsagnarfrestinn, þó svo uppsögnin sé frá 2-4 mánuðum. „Læknar spila þar mikið hlutverk, þar sem hægt er að panta læknisvottorð frá þeim fyrir næstum hverju sem er.“ Færist í vöxt að starfsmenn láti á þetta reyna Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að brögð séu af þessu og það sem meira er, þeim fer fjölgandi. „Að sjálfsögðu lítill minnihluti, en það færist í vöxt að reynt sé að spila á kerfið með þessum hætti,” segir Ólafur í stuttu samtali við Vísi. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að þau hjá félaginu hafi orðið vör við svona tilburði í auknum mæli að undanförnu.Vísir/Egill Kristján er ekki kátur og segir að menn fái veikindavottorð til þriggja mánaða og læknar skrifi það út fyrir viðkomandi þegjandi og hljóðalaust. „Við atvinnurekendur greiðum bara launin, veikindadaganna, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Við atvinnurekendur erum hræddir um að fólk fari út og beri okkur ekki góða sögu, drulli yfir okkur á samfélagsmiðlum og svo framvegis. Ég hef lent í svona launþegum, OFT,“ segir Kristján Berg. Læknarnir spila með og gefa út vottorð vinstri hægri Hann segist að á síðustu mánuðum hafði það gerst að hann sagði upp tveimur starfsmönnum. Annar hafi komið með vottorð 4. apríl sem á að gilda til 1. júlí. „Sem passaði alveg uppá þann dag sem á að vera hans síðasta vinnudagur. Sem sagt 3 mánaða vottorð. Hversu galið er það?“ Kristján segir þetta með ólíkindum og Ólafur tekur undir með honum í því. „Við erum oft mjög hugsi yfir læknisvottorðunum - það eru jafnvel dæmi um að heimilislæknar votti að fólk sé óvinnufært á einum vinnustað en ekki öðrum. Virðist oft liggja lítil fagleg rannsókn á bak við vottorðin.” Atvinnurekendur hætti að láta vaða yfir sig Kristján segir að atvinnurekendur hafi mátt sita undir hótunum og þvingunum starfsfólks sem þeir láti yfir sig ganga. Hann sjálfur hefur verið þar en nú er honum nóg boðið og birtir hótunarbréf frá starfsmanni. Kristján birtir nýlegt bréf frá starfsamanni sem hann túlkar sem hótunarbréf. „Læknastéttin þarf að girða sig í brók. Stjórnvöld þurfa að gera leikreglurnar skýrari. Atvinnurekendur þurfa að semja við verkalýðsfélögin um þessi atriði. Verkalýðsfélögin þurfa að horfa á og viðurkenna þessa meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi,“ segir Kristján. Og síðast en ekki síst: „En fyrst og fremst þurfa atvinnurekendur að standa í fokking lappirnar. Hætta þessum roluskap og taka á þessari meinsemd sem plagar íslenskt atvinnulíf.“ Málið til athugunar hjá vinnuveitendum Ólafur Stephensen segir félagið hafa þetta undir smásjánni. „Við höfum séð of mörg dæmi um að fólk fái t.d. vottorð upp á að uppsögn í starfi hafi verið svo mikið áfall að það sé ekki fært um að vinna uppsagnarfrestinn.“ Þetta geri auðvitað lítið úr raunverulegum veikindum og geti til lengri tíma grafið undan þeim mikilvæga rétti sem veikindarétturinn er. „Við erum þess vegna á því, rétt eins og Kristján, að það eigi að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum.“ Atvinnurekendur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Við atvinnurekendur erum fokking ROLUR. Hvers vegna? Við látum launþega vaða yfir okkur,“ segir Kristján í kröftugum pistli á Facebook. Kristján segir að við uppsögn í starfi fái atvinnurekendur oft veikindavottorð frá launþegum sem dugar akkúrat út uppsagnarfrestinn, þó svo uppsögnin sé frá 2-4 mánuðum. „Læknar spila þar mikið hlutverk, þar sem hægt er að panta læknisvottorð frá þeim fyrir næstum hverju sem er.“ Færist í vöxt að starfsmenn láti á þetta reyna Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að brögð séu af þessu og það sem meira er, þeim fer fjölgandi. „Að sjálfsögðu lítill minnihluti, en það færist í vöxt að reynt sé að spila á kerfið með þessum hætti,” segir Ólafur í stuttu samtali við Vísi. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að þau hjá félaginu hafi orðið vör við svona tilburði í auknum mæli að undanförnu.Vísir/Egill Kristján er ekki kátur og segir að menn fái veikindavottorð til þriggja mánaða og læknar skrifi það út fyrir viðkomandi þegjandi og hljóðalaust. „Við atvinnurekendur greiðum bara launin, veikindadaganna, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Við atvinnurekendur erum hræddir um að fólk fari út og beri okkur ekki góða sögu, drulli yfir okkur á samfélagsmiðlum og svo framvegis. Ég hef lent í svona launþegum, OFT,“ segir Kristján Berg. Læknarnir spila með og gefa út vottorð vinstri hægri Hann segist að á síðustu mánuðum hafði það gerst að hann sagði upp tveimur starfsmönnum. Annar hafi komið með vottorð 4. apríl sem á að gilda til 1. júlí. „Sem passaði alveg uppá þann dag sem á að vera hans síðasta vinnudagur. Sem sagt 3 mánaða vottorð. Hversu galið er það?“ Kristján segir þetta með ólíkindum og Ólafur tekur undir með honum í því. „Við erum oft mjög hugsi yfir læknisvottorðunum - það eru jafnvel dæmi um að heimilislæknar votti að fólk sé óvinnufært á einum vinnustað en ekki öðrum. Virðist oft liggja lítil fagleg rannsókn á bak við vottorðin.” Atvinnurekendur hætti að láta vaða yfir sig Kristján segir að atvinnurekendur hafi mátt sita undir hótunum og þvingunum starfsfólks sem þeir láti yfir sig ganga. Hann sjálfur hefur verið þar en nú er honum nóg boðið og birtir hótunarbréf frá starfsmanni. Kristján birtir nýlegt bréf frá starfsamanni sem hann túlkar sem hótunarbréf. „Læknastéttin þarf að girða sig í brók. Stjórnvöld þurfa að gera leikreglurnar skýrari. Atvinnurekendur þurfa að semja við verkalýðsfélögin um þessi atriði. Verkalýðsfélögin þurfa að horfa á og viðurkenna þessa meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi,“ segir Kristján. Og síðast en ekki síst: „En fyrst og fremst þurfa atvinnurekendur að standa í fokking lappirnar. Hætta þessum roluskap og taka á þessari meinsemd sem plagar íslenskt atvinnulíf.“ Málið til athugunar hjá vinnuveitendum Ólafur Stephensen segir félagið hafa þetta undir smásjánni. „Við höfum séð of mörg dæmi um að fólk fái t.d. vottorð upp á að uppsögn í starfi hafi verið svo mikið áfall að það sé ekki fært um að vinna uppsagnarfrestinn.“ Þetta geri auðvitað lítið úr raunverulegum veikindum og geti til lengri tíma grafið undan þeim mikilvæga rétti sem veikindarétturinn er. „Við erum þess vegna á því, rétt eins og Kristján, að það eigi að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum.“
Atvinnurekendur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira