Amanda Knox dæmd fyrir meiðyrði þrettán árum eftir sýknu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. júní 2024 11:53 Amanda Knox ásamt eiginmanni sínum. Getty Dómstóll í Flórens á Ítalíu sakfelldi Amöndu Knox fyrir meiðyrði í dag tæplega þrettán árum eftir að hún var sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstóli þegar hún var sökuð um að hafa orðið meðleigjanda sínum, Meredith Kercher, að bana á Ítalíu árið 2007. Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Þrátt fyrir dóminn mun Knox þó ekki sæta fangelsisdómi þar sem hún sat áður í fjögur ár í fangelsi á Ítalíu eftir að hún var upprunalega dæmd fyrir morð og meiðyrði á neðsta dómstigi á Ítalíu árið 2008. Hún var upprunalega sakfelld fyrir meiðyrði fyrir að saka kráareiganda í Flórens, Patrick Lumumba, fyrir morðið á Kercher, þegar hún var yfirheyrð af lögreglu. Málið var hins vegar tekið upp að nýju á síðasta ári og Knox dæmd samkvæmt sömu kæru í dag. Segir lögreglu hafa löðrungað sig Lögmenn Knox tilkynntu í kjölfarið að þeir hygðust áfrýja dómnum líkt og áður. Þeir tóku jafnframt fram að Knox væri verulega vonsvikin vegna málsins þar sem hún vonaðist til að vera laus við málið fyrir fullt og allt eftir margra ára málaferil. „Lögreglan hótaði mér með 30 ára dómi, einn lögreglumaður löðrungaði mig þrisvar sinnum og krafðist þess að ég myndi muna eftir því sem ég hafði gert,“ sagði Knox um yfirheyrslu lögreglu árið 2007. Hún bætti við að hún hafði aldrei ætlað sér að sverta mannorð Lumumba og tekur fram að hann hafi verið vinur hennar. Hún bætti við að hann hafi haldið utan um hana eftir að vinkona hennar og meðleigjandi var myrt. Eins og greint hefur verið frá fannst Kercher látin í húsnæði þeirra en hún hafði verið beitt kynferðisofbeldi og skorin á háls. Lumumba var ekki viðstaddur réttarhöldin en þau fóru fram fyrir luktum dyrum. Amanda Knox Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Amanda Knox sýknuð Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. 3. október 2011 19:51 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Þrátt fyrir dóminn mun Knox þó ekki sæta fangelsisdómi þar sem hún sat áður í fjögur ár í fangelsi á Ítalíu eftir að hún var upprunalega dæmd fyrir morð og meiðyrði á neðsta dómstigi á Ítalíu árið 2008. Hún var upprunalega sakfelld fyrir meiðyrði fyrir að saka kráareiganda í Flórens, Patrick Lumumba, fyrir morðið á Kercher, þegar hún var yfirheyrð af lögreglu. Málið var hins vegar tekið upp að nýju á síðasta ári og Knox dæmd samkvæmt sömu kæru í dag. Segir lögreglu hafa löðrungað sig Lögmenn Knox tilkynntu í kjölfarið að þeir hygðust áfrýja dómnum líkt og áður. Þeir tóku jafnframt fram að Knox væri verulega vonsvikin vegna málsins þar sem hún vonaðist til að vera laus við málið fyrir fullt og allt eftir margra ára málaferil. „Lögreglan hótaði mér með 30 ára dómi, einn lögreglumaður löðrungaði mig þrisvar sinnum og krafðist þess að ég myndi muna eftir því sem ég hafði gert,“ sagði Knox um yfirheyrslu lögreglu árið 2007. Hún bætti við að hún hafði aldrei ætlað sér að sverta mannorð Lumumba og tekur fram að hann hafi verið vinur hennar. Hún bætti við að hann hafi haldið utan um hana eftir að vinkona hennar og meðleigjandi var myrt. Eins og greint hefur verið frá fannst Kercher látin í húsnæði þeirra en hún hafði verið beitt kynferðisofbeldi og skorin á háls. Lumumba var ekki viðstaddur réttarhöldin en þau fóru fram fyrir luktum dyrum.
Amanda Knox Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Amanda Knox sýknuð Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. 3. október 2011 19:51 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Amanda Knox sýknuð Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. 3. október 2011 19:51