Amanda Knox dæmd fyrir meiðyrði þrettán árum eftir sýknu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. júní 2024 11:53 Amanda Knox ásamt eiginmanni sínum. Getty Dómstóll í Flórens á Ítalíu sakfelldi Amöndu Knox fyrir meiðyrði í dag tæplega þrettán árum eftir að hún var sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstóli þegar hún var sökuð um að hafa orðið meðleigjanda sínum, Meredith Kercher, að bana á Ítalíu árið 2007. Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Þrátt fyrir dóminn mun Knox þó ekki sæta fangelsisdómi þar sem hún sat áður í fjögur ár í fangelsi á Ítalíu eftir að hún var upprunalega dæmd fyrir morð og meiðyrði á neðsta dómstigi á Ítalíu árið 2008. Hún var upprunalega sakfelld fyrir meiðyrði fyrir að saka kráareiganda í Flórens, Patrick Lumumba, fyrir morðið á Kercher, þegar hún var yfirheyrð af lögreglu. Málið var hins vegar tekið upp að nýju á síðasta ári og Knox dæmd samkvæmt sömu kæru í dag. Segir lögreglu hafa löðrungað sig Lögmenn Knox tilkynntu í kjölfarið að þeir hygðust áfrýja dómnum líkt og áður. Þeir tóku jafnframt fram að Knox væri verulega vonsvikin vegna málsins þar sem hún vonaðist til að vera laus við málið fyrir fullt og allt eftir margra ára málaferil. „Lögreglan hótaði mér með 30 ára dómi, einn lögreglumaður löðrungaði mig þrisvar sinnum og krafðist þess að ég myndi muna eftir því sem ég hafði gert,“ sagði Knox um yfirheyrslu lögreglu árið 2007. Hún bætti við að hún hafði aldrei ætlað sér að sverta mannorð Lumumba og tekur fram að hann hafi verið vinur hennar. Hún bætti við að hann hafi haldið utan um hana eftir að vinkona hennar og meðleigjandi var myrt. Eins og greint hefur verið frá fannst Kercher látin í húsnæði þeirra en hún hafði verið beitt kynferðisofbeldi og skorin á háls. Lumumba var ekki viðstaddur réttarhöldin en þau fóru fram fyrir luktum dyrum. Amanda Knox Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Amanda Knox sýknuð Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. 3. október 2011 19:51 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Þrátt fyrir dóminn mun Knox þó ekki sæta fangelsisdómi þar sem hún sat áður í fjögur ár í fangelsi á Ítalíu eftir að hún var upprunalega dæmd fyrir morð og meiðyrði á neðsta dómstigi á Ítalíu árið 2008. Hún var upprunalega sakfelld fyrir meiðyrði fyrir að saka kráareiganda í Flórens, Patrick Lumumba, fyrir morðið á Kercher, þegar hún var yfirheyrð af lögreglu. Málið var hins vegar tekið upp að nýju á síðasta ári og Knox dæmd samkvæmt sömu kæru í dag. Segir lögreglu hafa löðrungað sig Lögmenn Knox tilkynntu í kjölfarið að þeir hygðust áfrýja dómnum líkt og áður. Þeir tóku jafnframt fram að Knox væri verulega vonsvikin vegna málsins þar sem hún vonaðist til að vera laus við málið fyrir fullt og allt eftir margra ára málaferil. „Lögreglan hótaði mér með 30 ára dómi, einn lögreglumaður löðrungaði mig þrisvar sinnum og krafðist þess að ég myndi muna eftir því sem ég hafði gert,“ sagði Knox um yfirheyrslu lögreglu árið 2007. Hún bætti við að hún hafði aldrei ætlað sér að sverta mannorð Lumumba og tekur fram að hann hafi verið vinur hennar. Hún bætti við að hann hafi haldið utan um hana eftir að vinkona hennar og meðleigjandi var myrt. Eins og greint hefur verið frá fannst Kercher látin í húsnæði þeirra en hún hafði verið beitt kynferðisofbeldi og skorin á háls. Lumumba var ekki viðstaddur réttarhöldin en þau fóru fram fyrir luktum dyrum.
Amanda Knox Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Amanda Knox sýknuð Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. 3. október 2011 19:51 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Amanda Knox sýknuð Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. 3. október 2011 19:51