Amanda Knox dæmd fyrir meiðyrði þrettán árum eftir sýknu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. júní 2024 11:53 Amanda Knox ásamt eiginmanni sínum. Getty Dómstóll í Flórens á Ítalíu sakfelldi Amöndu Knox fyrir meiðyrði í dag tæplega þrettán árum eftir að hún var sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstóli þegar hún var sökuð um að hafa orðið meðleigjanda sínum, Meredith Kercher, að bana á Ítalíu árið 2007. Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Þrátt fyrir dóminn mun Knox þó ekki sæta fangelsisdómi þar sem hún sat áður í fjögur ár í fangelsi á Ítalíu eftir að hún var upprunalega dæmd fyrir morð og meiðyrði á neðsta dómstigi á Ítalíu árið 2008. Hún var upprunalega sakfelld fyrir meiðyrði fyrir að saka kráareiganda í Flórens, Patrick Lumumba, fyrir morðið á Kercher, þegar hún var yfirheyrð af lögreglu. Málið var hins vegar tekið upp að nýju á síðasta ári og Knox dæmd samkvæmt sömu kæru í dag. Segir lögreglu hafa löðrungað sig Lögmenn Knox tilkynntu í kjölfarið að þeir hygðust áfrýja dómnum líkt og áður. Þeir tóku jafnframt fram að Knox væri verulega vonsvikin vegna málsins þar sem hún vonaðist til að vera laus við málið fyrir fullt og allt eftir margra ára málaferil. „Lögreglan hótaði mér með 30 ára dómi, einn lögreglumaður löðrungaði mig þrisvar sinnum og krafðist þess að ég myndi muna eftir því sem ég hafði gert,“ sagði Knox um yfirheyrslu lögreglu árið 2007. Hún bætti við að hún hafði aldrei ætlað sér að sverta mannorð Lumumba og tekur fram að hann hafi verið vinur hennar. Hún bætti við að hann hafi haldið utan um hana eftir að vinkona hennar og meðleigjandi var myrt. Eins og greint hefur verið frá fannst Kercher látin í húsnæði þeirra en hún hafði verið beitt kynferðisofbeldi og skorin á háls. Lumumba var ekki viðstaddur réttarhöldin en þau fóru fram fyrir luktum dyrum. Amanda Knox Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Amanda Knox sýknuð Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. 3. október 2011 19:51 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Þrátt fyrir dóminn mun Knox þó ekki sæta fangelsisdómi þar sem hún sat áður í fjögur ár í fangelsi á Ítalíu eftir að hún var upprunalega dæmd fyrir morð og meiðyrði á neðsta dómstigi á Ítalíu árið 2008. Hún var upprunalega sakfelld fyrir meiðyrði fyrir að saka kráareiganda í Flórens, Patrick Lumumba, fyrir morðið á Kercher, þegar hún var yfirheyrð af lögreglu. Málið var hins vegar tekið upp að nýju á síðasta ári og Knox dæmd samkvæmt sömu kæru í dag. Segir lögreglu hafa löðrungað sig Lögmenn Knox tilkynntu í kjölfarið að þeir hygðust áfrýja dómnum líkt og áður. Þeir tóku jafnframt fram að Knox væri verulega vonsvikin vegna málsins þar sem hún vonaðist til að vera laus við málið fyrir fullt og allt eftir margra ára málaferil. „Lögreglan hótaði mér með 30 ára dómi, einn lögreglumaður löðrungaði mig þrisvar sinnum og krafðist þess að ég myndi muna eftir því sem ég hafði gert,“ sagði Knox um yfirheyrslu lögreglu árið 2007. Hún bætti við að hún hafði aldrei ætlað sér að sverta mannorð Lumumba og tekur fram að hann hafi verið vinur hennar. Hún bætti við að hann hafi haldið utan um hana eftir að vinkona hennar og meðleigjandi var myrt. Eins og greint hefur verið frá fannst Kercher látin í húsnæði þeirra en hún hafði verið beitt kynferðisofbeldi og skorin á háls. Lumumba var ekki viðstaddur réttarhöldin en þau fóru fram fyrir luktum dyrum.
Amanda Knox Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Amanda Knox sýknuð Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. 3. október 2011 19:51 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Amanda Knox sýknuð Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. 3. október 2011 19:51