Snæviþakinn völlur á Akureyri: „Eina vitið að spila í apríl og taka frí í júní“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júní 2024 13:00 Vallaraðstæður á Akureyri bjóða ekki beint upp á að leiknir séu knattspyrnuleikir í efstu deild um þessar mundir. @saevarp Þrátt fyrir að sumarið sé gengið í garð er óhætt að segja að aðstæður til knattspyrnuiðkunnar utandyra séu ekki eins og best verður á kosið um land allt. Eins og Íslendingar ættu að vera farnir að þekkja nokkuð vel getur brugðið til beggja vona þegar kemur að veðrinu hér á landi. Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið í gildi frá því í gær, þriðjudag, og á veðrinu ekki að slota fyrr en á morgun, fimmtudag. Þessu hafa Akureyringar meðal annarra fengið að kynnast og miðað við myndir af Greifavellinum á Akureyri, heimavelli KA í Bestu-deild karla, eru vallaraðstæður langt frá því að vera í toppmálum. Sævar Pétursson birti mynd af Greifavellinum á X-síðu sinni í morgun og þar má sjá að völlurinn er algjörlega þakinn í snjó. Í færslunni skýtur hann einnig létt á þá sem efuðust um það að vallaraðstæður yrðu í lagi þegar mótið hófst í apríl. „Veit ekki hvað menn eru að efast með mótastjórann. Sá það enginn nema hann að það er eina vitið að spila í apríl og taka frí fyrstu vikuna í júní,“ ritar Sævar í færslunni sem má sjá hér fyrir neðan. Veit ekki hvað menn eru að efast með mótastjorann. Sá það enginn nema hann að það er eina vitið að spila í apríl og taka fri fyrstu vikuna í júní 👏🏼👏🏼 pic.twitter.com/CkvjMCFylW— saevar petursson (@saevarp) June 5, 2024 Vallaraðstæður á Greifavellinum bjóða hreinlega ekki upp á að leikinn sé fótbolti í efstu deild á Akureyri eins og staðan er núna, og því er líklega nokkuð heppilegt að nú sé einmitt landsleikjahlé. Næsti heimaleikur KA er því ekki fyrr en 23. júní þegar liðið tekur á móti Fram. Fjórum dögum áður heimsækja KA-menn þó Breiðablik í Bestu-deildinni, en KA situr í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins fimm stig eftir níu leiki. Besta deild karla KA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira
Eins og Íslendingar ættu að vera farnir að þekkja nokkuð vel getur brugðið til beggja vona þegar kemur að veðrinu hér á landi. Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið í gildi frá því í gær, þriðjudag, og á veðrinu ekki að slota fyrr en á morgun, fimmtudag. Þessu hafa Akureyringar meðal annarra fengið að kynnast og miðað við myndir af Greifavellinum á Akureyri, heimavelli KA í Bestu-deild karla, eru vallaraðstæður langt frá því að vera í toppmálum. Sævar Pétursson birti mynd af Greifavellinum á X-síðu sinni í morgun og þar má sjá að völlurinn er algjörlega þakinn í snjó. Í færslunni skýtur hann einnig létt á þá sem efuðust um það að vallaraðstæður yrðu í lagi þegar mótið hófst í apríl. „Veit ekki hvað menn eru að efast með mótastjórann. Sá það enginn nema hann að það er eina vitið að spila í apríl og taka frí fyrstu vikuna í júní,“ ritar Sævar í færslunni sem má sjá hér fyrir neðan. Veit ekki hvað menn eru að efast með mótastjorann. Sá það enginn nema hann að það er eina vitið að spila í apríl og taka fri fyrstu vikuna í júní 👏🏼👏🏼 pic.twitter.com/CkvjMCFylW— saevar petursson (@saevarp) June 5, 2024 Vallaraðstæður á Greifavellinum bjóða hreinlega ekki upp á að leikinn sé fótbolti í efstu deild á Akureyri eins og staðan er núna, og því er líklega nokkuð heppilegt að nú sé einmitt landsleikjahlé. Næsti heimaleikur KA er því ekki fyrr en 23. júní þegar liðið tekur á móti Fram. Fjórum dögum áður heimsækja KA-menn þó Breiðablik í Bestu-deildinni, en KA situr í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins fimm stig eftir níu leiki.
Besta deild karla KA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira