Halla hefði unnið án taktískra atkvæða Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 20:41 Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að Halla hefði borið sigur úr býtum óháð kosningakerfi eða taktískra atkvæða. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hefði unnið í forsetakosningunum án þessara svokölluðu taktísku atkvæða sem mikið hafa verið til umræðu. Einnig hefði hún unnið kosningarnar sama hvaða kosningakerfi væri notað. Þetta sýna niðurstöður netkönnunnar sem 2877 manns tóku sem framkvæmd var af Viktori Orra Valgarðssyni, nýdoktor í stjórnmálafræði við Southampton-háskóla og Indriða H. Indriðasyni, prófessor í stjórnmálafræði við Kaliforníuháskóla í Riverside. Benda þeir þó á að niðurstöðunum beri að taka með fyrirvara þar sem úrtakið var sjálfvalið. Hefði unnið en naumlegar Í netkönnuninni gátu svarendur kosið sér forseta samkvæmt núgildandi kosningakerfi forsetakosninga á Íslands og með öðrum kosningakerfum. Nánar tiltekið með raðvali með varaatkvæði, raðvali með Borda-talningu og samþykktarkosningu. Samkvæmt kosningunni græddi Halla Tómasdóttir umtalsvert mörg atkvæði við taktíska kosningu. 18,4 prósent svarenda sögðust ætla að kjósa annan frambjóðanda en þann sem þau sögðust helst vilja sjá bera sigur úr býtum í kosningunum. 26,7 prósent svarenda sögðust helst vilja sjá Höllu Tómasdóttur sem forseta sem eru átta prósentustigum færri en sögðust hafa kosið hana. Á eftir henni kom Katrín Jakobsdóttir með 23,2 prósent sem bendir til þess að Halla hefði sigrað kosningarnar með um 3,5 prósentustigum án taktískra atkvæða. Baldur tapaði mest vegna taktískrar kosningar Baldur Þórhallsson tapaði mestu á taktískri kosningu. Þeir sem sögðust helst vilja sjá hann á Bessastöðum voru líklegastir til að kjósa annan frambjóðenda taktískt eða um 38 prósent. Á eftir honum komu Jón Gnarr og Arnar Þór Jónsson. „Niðurstöðurnar sýna líka að Halla Tómasdóttir hefði að líkindum sigrað kosningarnar í öllum kosningakerfum: í raðvali með varaatkvæði, þar sem atkvæðum er endurúthlutað til frambjóðenda sem settir eru næst í forgang hjá kjósendum þangað til einn frambjóðandi er kominn með meirihluta atkvæða, hefði Jón Gnarr verið útilokaður síðastur (með 25,1% atkvæða á þeim tímapunkti á móti 28,9% Katrínar Jakobsdóttur) og Halla Tómasdóttir sigrað Katrínu Jakobsdóttur í lokaumferðinni með 63,6% atkvæða gegn 36,4%,“ segir í tilkynningu um niðurstöðurnar. Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Þetta sýna niðurstöður netkönnunnar sem 2877 manns tóku sem framkvæmd var af Viktori Orra Valgarðssyni, nýdoktor í stjórnmálafræði við Southampton-háskóla og Indriða H. Indriðasyni, prófessor í stjórnmálafræði við Kaliforníuháskóla í Riverside. Benda þeir þó á að niðurstöðunum beri að taka með fyrirvara þar sem úrtakið var sjálfvalið. Hefði unnið en naumlegar Í netkönnuninni gátu svarendur kosið sér forseta samkvæmt núgildandi kosningakerfi forsetakosninga á Íslands og með öðrum kosningakerfum. Nánar tiltekið með raðvali með varaatkvæði, raðvali með Borda-talningu og samþykktarkosningu. Samkvæmt kosningunni græddi Halla Tómasdóttir umtalsvert mörg atkvæði við taktíska kosningu. 18,4 prósent svarenda sögðust ætla að kjósa annan frambjóðanda en þann sem þau sögðust helst vilja sjá bera sigur úr býtum í kosningunum. 26,7 prósent svarenda sögðust helst vilja sjá Höllu Tómasdóttur sem forseta sem eru átta prósentustigum færri en sögðust hafa kosið hana. Á eftir henni kom Katrín Jakobsdóttir með 23,2 prósent sem bendir til þess að Halla hefði sigrað kosningarnar með um 3,5 prósentustigum án taktískra atkvæða. Baldur tapaði mest vegna taktískrar kosningar Baldur Þórhallsson tapaði mestu á taktískri kosningu. Þeir sem sögðust helst vilja sjá hann á Bessastöðum voru líklegastir til að kjósa annan frambjóðenda taktískt eða um 38 prósent. Á eftir honum komu Jón Gnarr og Arnar Þór Jónsson. „Niðurstöðurnar sýna líka að Halla Tómasdóttir hefði að líkindum sigrað kosningarnar í öllum kosningakerfum: í raðvali með varaatkvæði, þar sem atkvæðum er endurúthlutað til frambjóðenda sem settir eru næst í forgang hjá kjósendum þangað til einn frambjóðandi er kominn með meirihluta atkvæða, hefði Jón Gnarr verið útilokaður síðastur (með 25,1% atkvæða á þeim tímapunkti á móti 28,9% Katrínar Jakobsdóttur) og Halla Tómasdóttir sigrað Katrínu Jakobsdóttur í lokaumferðinni með 63,6% atkvæða gegn 36,4%,“ segir í tilkynningu um niðurstöðurnar.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira