Halla hefði unnið án taktískra atkvæða Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 20:41 Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að Halla hefði borið sigur úr býtum óháð kosningakerfi eða taktískra atkvæða. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hefði unnið í forsetakosningunum án þessara svokölluðu taktísku atkvæða sem mikið hafa verið til umræðu. Einnig hefði hún unnið kosningarnar sama hvaða kosningakerfi væri notað. Þetta sýna niðurstöður netkönnunnar sem 2877 manns tóku sem framkvæmd var af Viktori Orra Valgarðssyni, nýdoktor í stjórnmálafræði við Southampton-háskóla og Indriða H. Indriðasyni, prófessor í stjórnmálafræði við Kaliforníuháskóla í Riverside. Benda þeir þó á að niðurstöðunum beri að taka með fyrirvara þar sem úrtakið var sjálfvalið. Hefði unnið en naumlegar Í netkönnuninni gátu svarendur kosið sér forseta samkvæmt núgildandi kosningakerfi forsetakosninga á Íslands og með öðrum kosningakerfum. Nánar tiltekið með raðvali með varaatkvæði, raðvali með Borda-talningu og samþykktarkosningu. Samkvæmt kosningunni græddi Halla Tómasdóttir umtalsvert mörg atkvæði við taktíska kosningu. 18,4 prósent svarenda sögðust ætla að kjósa annan frambjóðanda en þann sem þau sögðust helst vilja sjá bera sigur úr býtum í kosningunum. 26,7 prósent svarenda sögðust helst vilja sjá Höllu Tómasdóttur sem forseta sem eru átta prósentustigum færri en sögðust hafa kosið hana. Á eftir henni kom Katrín Jakobsdóttir með 23,2 prósent sem bendir til þess að Halla hefði sigrað kosningarnar með um 3,5 prósentustigum án taktískra atkvæða. Baldur tapaði mest vegna taktískrar kosningar Baldur Þórhallsson tapaði mestu á taktískri kosningu. Þeir sem sögðust helst vilja sjá hann á Bessastöðum voru líklegastir til að kjósa annan frambjóðenda taktískt eða um 38 prósent. Á eftir honum komu Jón Gnarr og Arnar Þór Jónsson. „Niðurstöðurnar sýna líka að Halla Tómasdóttir hefði að líkindum sigrað kosningarnar í öllum kosningakerfum: í raðvali með varaatkvæði, þar sem atkvæðum er endurúthlutað til frambjóðenda sem settir eru næst í forgang hjá kjósendum þangað til einn frambjóðandi er kominn með meirihluta atkvæða, hefði Jón Gnarr verið útilokaður síðastur (með 25,1% atkvæða á þeim tímapunkti á móti 28,9% Katrínar Jakobsdóttur) og Halla Tómasdóttir sigrað Katrínu Jakobsdóttur í lokaumferðinni með 63,6% atkvæða gegn 36,4%,“ segir í tilkynningu um niðurstöðurnar. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Þetta sýna niðurstöður netkönnunnar sem 2877 manns tóku sem framkvæmd var af Viktori Orra Valgarðssyni, nýdoktor í stjórnmálafræði við Southampton-háskóla og Indriða H. Indriðasyni, prófessor í stjórnmálafræði við Kaliforníuháskóla í Riverside. Benda þeir þó á að niðurstöðunum beri að taka með fyrirvara þar sem úrtakið var sjálfvalið. Hefði unnið en naumlegar Í netkönnuninni gátu svarendur kosið sér forseta samkvæmt núgildandi kosningakerfi forsetakosninga á Íslands og með öðrum kosningakerfum. Nánar tiltekið með raðvali með varaatkvæði, raðvali með Borda-talningu og samþykktarkosningu. Samkvæmt kosningunni græddi Halla Tómasdóttir umtalsvert mörg atkvæði við taktíska kosningu. 18,4 prósent svarenda sögðust ætla að kjósa annan frambjóðanda en þann sem þau sögðust helst vilja sjá bera sigur úr býtum í kosningunum. 26,7 prósent svarenda sögðust helst vilja sjá Höllu Tómasdóttur sem forseta sem eru átta prósentustigum færri en sögðust hafa kosið hana. Á eftir henni kom Katrín Jakobsdóttir með 23,2 prósent sem bendir til þess að Halla hefði sigrað kosningarnar með um 3,5 prósentustigum án taktískra atkvæða. Baldur tapaði mest vegna taktískrar kosningar Baldur Þórhallsson tapaði mestu á taktískri kosningu. Þeir sem sögðust helst vilja sjá hann á Bessastöðum voru líklegastir til að kjósa annan frambjóðenda taktískt eða um 38 prósent. Á eftir honum komu Jón Gnarr og Arnar Þór Jónsson. „Niðurstöðurnar sýna líka að Halla Tómasdóttir hefði að líkindum sigrað kosningarnar í öllum kosningakerfum: í raðvali með varaatkvæði, þar sem atkvæðum er endurúthlutað til frambjóðenda sem settir eru næst í forgang hjá kjósendum þangað til einn frambjóðandi er kominn með meirihluta atkvæða, hefði Jón Gnarr verið útilokaður síðastur (með 25,1% atkvæða á þeim tímapunkti á móti 28,9% Katrínar Jakobsdóttur) og Halla Tómasdóttir sigrað Katrínu Jakobsdóttur í lokaumferðinni með 63,6% atkvæða gegn 36,4%,“ segir í tilkynningu um niðurstöðurnar.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent