Opna í hádeginu vegna skorts á sumarstarfsfólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2024 16:24 Sundlaugin í Varmahlíð verður að óbreyttu lokuð fyrir hádegi í sumar vegna sumarleyfis starfsmanna. Skagafjörður Ráðningar í sumarstörf í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð hafa ekki gengið sem skyldi og þarf að grípa til breytinga á opnunartíma þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Á virkum dögum verður sundlaugin ekki opnuð fyrr en klukkan tólf. Á annað hundrað manns eru búsett í Varmahlíð í miðjum Skagafirði. Staðsetning þorpsins við Þjóðveg 1 gerir að verkum að þúsundir fara í gegnum Varmahlíð á degi hverjum. Sundlaugin í bænum hefur notið nokkurra vinsælda með rennibraut fyrir börnin og sína heitu potta. Allajafna opnar sundlaugin dyrnar klukkan átta yfir vetrartímann og sjö á sumrin. Ekki í sumar. Monika Borgarsdóttir er starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. Skárra um helgar „Það virðist bara enginn sækja um, eða eitthvað lítið um umsóknir. Landslagið virðist eitthvað öðruvísi í því í ár. Við fengum einn afleysingamann en þurfum helst tvo. Við ákváðum að reyna að finna einhverja lausn á því,“ segir Monika. Lausnin felst í því að sundlaugin verður opnuð klukkan tólf á hádegi í stað sjö að morgni. Þannig er haft að hafa eina vakt á dag í stað vaktaskipta um miðjan daginn eins og áður var. „Svo lengjum við opnunartímann um klukkutíma um helgar,“ segir Monika. Það sé gert til að koma aðeins til móts við fólkið þegar meira er að gera. Á góðviðrisdegi mæti vel á annað hundrað í laugina en geti verið mörg hundruð um helgar. Ættamót fari reglulega fram í sveitinni og tjaldsvæði sé á næstu grösum. Snjóar á sundlaugargesti Viðbrögðin meðal þorpsbúa hafi verið viðbúðin. Fólki sé ekki skemmt að opnunartími sé skertur í stað þess að hann sé óbreyttur. Fastagestir séu fáir snemma morguns en fjölgi með morgningum. Þeir þurfi að bíða til hádegis eða skella sér á Sauðárkrók. Von er á að gestum fjölgi yfir sumartímann frá því sem var í vetur. Á þeim nótum bendir Monika á að það sé enn vetur með tilliti til veðurs. „Það er bara snjór hérna. Maður keyrir í krapi á veginum,“ segir Monika. Hún bætir við þeim tíðindum úr Varmahlíð að þar standi yfir framkvæmdir við nýjan leikskóla, þar sé heilmikið líf. Leikskólinn sem fyrir er sé sprunginn og því þurfi að stækka til að koma börnunum fyrir. Svo gæti auðvitað enn fundist hetja til að standa vaktina í sumar. Hægt er að sækja um starf í íþróttamiðstöðinni hér. Skagafjörður Sundlaugar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Á annað hundrað manns eru búsett í Varmahlíð í miðjum Skagafirði. Staðsetning þorpsins við Þjóðveg 1 gerir að verkum að þúsundir fara í gegnum Varmahlíð á degi hverjum. Sundlaugin í bænum hefur notið nokkurra vinsælda með rennibraut fyrir börnin og sína heitu potta. Allajafna opnar sundlaugin dyrnar klukkan átta yfir vetrartímann og sjö á sumrin. Ekki í sumar. Monika Borgarsdóttir er starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. Skárra um helgar „Það virðist bara enginn sækja um, eða eitthvað lítið um umsóknir. Landslagið virðist eitthvað öðruvísi í því í ár. Við fengum einn afleysingamann en þurfum helst tvo. Við ákváðum að reyna að finna einhverja lausn á því,“ segir Monika. Lausnin felst í því að sundlaugin verður opnuð klukkan tólf á hádegi í stað sjö að morgni. Þannig er haft að hafa eina vakt á dag í stað vaktaskipta um miðjan daginn eins og áður var. „Svo lengjum við opnunartímann um klukkutíma um helgar,“ segir Monika. Það sé gert til að koma aðeins til móts við fólkið þegar meira er að gera. Á góðviðrisdegi mæti vel á annað hundrað í laugina en geti verið mörg hundruð um helgar. Ættamót fari reglulega fram í sveitinni og tjaldsvæði sé á næstu grösum. Snjóar á sundlaugargesti Viðbrögðin meðal þorpsbúa hafi verið viðbúðin. Fólki sé ekki skemmt að opnunartími sé skertur í stað þess að hann sé óbreyttur. Fastagestir séu fáir snemma morguns en fjölgi með morgningum. Þeir þurfi að bíða til hádegis eða skella sér á Sauðárkrók. Von er á að gestum fjölgi yfir sumartímann frá því sem var í vetur. Á þeim nótum bendir Monika á að það sé enn vetur með tilliti til veðurs. „Það er bara snjór hérna. Maður keyrir í krapi á veginum,“ segir Monika. Hún bætir við þeim tíðindum úr Varmahlíð að þar standi yfir framkvæmdir við nýjan leikskóla, þar sé heilmikið líf. Leikskólinn sem fyrir er sé sprunginn og því þurfi að stækka til að koma börnunum fyrir. Svo gæti auðvitað enn fundist hetja til að standa vaktina í sumar. Hægt er að sækja um starf í íþróttamiðstöðinni hér.
Skagafjörður Sundlaugar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira