Þetta herma heimildir Vísis, en skipun hæstaréttardómara var á dagskrá ríkisstjórnarinnar á fundi hennar í morgun.
Skúli var metinn hæfastur fjögurra umsækjenda um embætti hæstaréttardómara þann í maí. Embættið var auglýst til umsóknar þann 1. mars af dómsmálaráðuneytinu en skipunin er frá 1. ágúst næstkomandi.
Aðalsteinn E. Jónasson landsréttardómari, Eyvindur G. Gunnarsson prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands og Ingibjörg Þorsteinsdóttir dómsstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur sóttu um embættið auk Skúla.
Dómnefnd um hæfni umsækjenda taldi Skúla standa fremstan umsækjenda og Aðalsteinn honum næstur að tilteknum matsþáttum sem lagðir voru til grundvallar, svo sem kennslu í lögfræði, störf í lögfræði, virkni í fræðistörfum, menntun, stjórnunarreynslu og dómarastörf.