Inácio hefur verið orðaður við Liverpool í dágóðan tíma en nú virðist United vera komið inn í myndina og samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum stefnir félagið á að bjóða í leikmanninn.
Hinn 22 ára Inácio hefur leikið með Sporting allan sinn feril. Hann varð portúgalskur meistari með liðinu á nýafstöðnu tímabili.
Inácio hefur leikið sex leiki fyrir portúgalska landsliðið og er í hópi þess fyrir EM í Þýskalandi.
United þarf að fylla skarð Raphaëls Varane sem yfirgaf félagið eftir síðasta tímabil. Síðasti leikur hans í rauðu treyjunni var úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar þar sem United sigraði Manchester City, 2-1.