Innlent

Enginn á­greiningur uppi og út­lendinga­frum­varpið af­greitt í vikunni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bryndís segist gera ráð fyrir að útlendingafrumvarpið verði afgreitt úr nefnd í vikunni.
Bryndís segist gera ráð fyrir að útlendingafrumvarpið verði afgreitt úr nefnd í vikunni.

Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir engan ágreining uppi á milli stjórnarflokkanna um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra.

Frá þessu greinir Morgunblaðið og hefur sömuleiðis eftir Bryndísi að hún geri ráð fyrir því að frumvarpið rati úr nefnd í vikunni.

Vangaveltur hafa verið uppi um mögulegan ágreining eftir að fundi í allsherjar- og menntamálanefnd var frestað í gær en Bryndís segir að það megi rekja til ágreinings um Menntasjóð, ekki útlendingafrumvarpið.

Boðað hefur verðið til fundar í nefndinni í dag.


Tengdar fréttir

VG mælist aðeins með þrjú prósent

Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent.

Ríkisstjórnarsamstarfi lokið nái frumvarpið ekki í gegn

Fundi í Allsherjar-og menntamálanefnd var frestað skyndilega í morgun þar sem útlendingafrumvarpið átti að vera fyrst á dagskrá. Þingmaður Miðflokksins í nefndinni telur þetta merki um ágreining milli stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnarsamstarfinu sé lokið verði frumvarpið ekki afgreitt úr nefndinni í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×