Hareide yngri orðinn yfirmaður íþróttamála hjá ensku C-deildarliði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 19:15 Bendik og Åge Hareide. @BHAREIDE Bendik Hareide, sonur Åge Hareide – landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er orðinn yfirmaður íþróttamála hjá enska C-deildarliðinu Burton Albion. Frá þessu greindi Burton í dag en breytingar urðu á eignarhaldi félagsins þegar fjárfestingahópurinn Nordic Football Group keypti hlutabréf fráfarandi formanns Ben Robinson. Í frétt Fótbolti.net kemur fram að fjárfestar NFG komi frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Today marks the start of an exciting new era for our club after the EFL cleared the sale of Chairman Ben Robinson’s entire majority ownership stake to Nordic Football Group.Read full details here to learn about the NFG team and the Robinson family's continued involvement#BAFC— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) June 3, 2024 Fráfarandi formaðurinn Robinson hefur verið við stjórnvölin hjá Burton lengi vel en eftir slakan árangur undanfarin ár ákvað hann að kalla þetta gott og selja hlutabréf sín í félaginu. Ole Jakob Strandhagen kemur í hans stað sem formaður Burton, Tom Davidson verður stjórnarformaður, títtnefndur Bendik verður yfirmaður íþróttamála og Kevin Skabo tekur við stöðu viðskiptastjóra. Bendik komst í fréttir hér á landi skömmu eftir að faðir hans tók við A-landsliði karla. Kom hann meðal annars hingað til lands að horfa á landsliðið spila. Takk fyrir þennan tíma Ísland! Yndislegt fólk, ótrúleg náttúra og fullt af góðum mat 👌🏻🇮🇸🌋 You played well, next time you’ll have the luck with you. The points will come ⚽️💪🏻 pic.twitter.com/ZVuI7L0mgp— Bendik Hareide (@BHareide) June 21, 2023 Hann mun nú vera vant við látinn að byggja upp lið Burton sem hefur séð bjartari daga. Liðið endaði í 20. sæti ensku C-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Bendik hefur verið viðloðinn norska stórliðið Molde þar sem hann var meðal annars hluti af leikmannaþróun akademíu félagsins sem og hann var um tíma í stjórn félagsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Frá þessu greindi Burton í dag en breytingar urðu á eignarhaldi félagsins þegar fjárfestingahópurinn Nordic Football Group keypti hlutabréf fráfarandi formanns Ben Robinson. Í frétt Fótbolti.net kemur fram að fjárfestar NFG komi frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Today marks the start of an exciting new era for our club after the EFL cleared the sale of Chairman Ben Robinson’s entire majority ownership stake to Nordic Football Group.Read full details here to learn about the NFG team and the Robinson family's continued involvement#BAFC— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) June 3, 2024 Fráfarandi formaðurinn Robinson hefur verið við stjórnvölin hjá Burton lengi vel en eftir slakan árangur undanfarin ár ákvað hann að kalla þetta gott og selja hlutabréf sín í félaginu. Ole Jakob Strandhagen kemur í hans stað sem formaður Burton, Tom Davidson verður stjórnarformaður, títtnefndur Bendik verður yfirmaður íþróttamála og Kevin Skabo tekur við stöðu viðskiptastjóra. Bendik komst í fréttir hér á landi skömmu eftir að faðir hans tók við A-landsliði karla. Kom hann meðal annars hingað til lands að horfa á landsliðið spila. Takk fyrir þennan tíma Ísland! Yndislegt fólk, ótrúleg náttúra og fullt af góðum mat 👌🏻🇮🇸🌋 You played well, next time you’ll have the luck with you. The points will come ⚽️💪🏻 pic.twitter.com/ZVuI7L0mgp— Bendik Hareide (@BHareide) June 21, 2023 Hann mun nú vera vant við látinn að byggja upp lið Burton sem hefur séð bjartari daga. Liðið endaði í 20. sæti ensku C-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Bendik hefur verið viðloðinn norska stórliðið Molde þar sem hann var meðal annars hluti af leikmannaþróun akademíu félagsins sem og hann var um tíma í stjórn félagsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira