Sigurður Ingi fjarri góðu gamni Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2024 16:11 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra er erlendis og getur því ekki verið viðstaddur aðra umræðu um söluna á Íslandsbanka og slit á ríkiseignum - ÍL-sjóði. Tvö risamál sem til stendur að taka á dagskrá. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra er staddur erlendis og kvartaði stjórnarandstaðan sáran undan því að hann væri ekki viðstaddur umræðu um mikilvæg mál svo sem söluna á Íslandsbanka og ÍL-sjóð. Strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum kvaddi Logi Einarsson varaformaður Samfylkingar sér hljóðs í liðnum Um fundarstjórn forseta. Hann sagði stutt til þingloka og óboðlegt væri að setja á dagskrá tvö mikilvæg mál, söluna á Íslandsbanka og svo um slit á ÍL-sjóði. Fjármálaráðherra væri ekki staddur í þinginu og hann gat ekki séð að það væri ekki hægt, þó stutt væri til þingloka, að hliðra dagskrá til svo Sigurður Ingi gæti verið viðstaddur umræðuna. Birgir Ármannsson forseti Alþingis sagði málið komið til annarrar umræðu og það væri á forræði nefndar; nefndarmenn fjalli um nefndarálit og því ætli forseti ekki að verða við þessa ósk stjórnarandstöðunnar. Þá streymdu þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu og tóku undir með Loga. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati sagði að sér væri fullkunnugt um að málið væri á forræði nefndarinnar við aðra umræðu en það væri stöku sinnum hægt að koma til móts við þingmenn og óskir þeirra. Oddný Harðardóttir Samfylkingu tók undir og sagði þetta sjálfsagða kröfu að fjármála- og efnahagsráðherra væri viðstaddur þegar svo stór mál eru tekin til umræðu. Margoft hafi það komið fyrir í þessum þingsal að kallað hafi verið eftir því að ráðherrar séu við 2. og 3. umræðu mála og það hefur oft komið fyrir að ráðherrar hafi hætt við utanlandsferðir til að hægt sé að taka mál til umræðu. að dagskrá hafi verið sett svona upp, ef vitað hefur verið að hann yrði erlendis." Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingu tók undir með félögum sínum í stjórnarandstöðunni og sagði ekki vera hægt að klaga uppá hana að hún léti sig vanta ef svo ber undir. Logi Einarsson mætti aftur og sagði að sér í lagi væri mikilvægt að hægt væri að heyra í Sigurði Inga því hann væri ekki aðeins fjármálaráðherra heldur væri hann einnig formaður Framsóknarflokksins og fingraför þess flokks væru út um allt á ÍL-sjóði. Umræður um þetta atriði eru yfirstandandi í þessum orðum töluðum. Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira
Strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum kvaddi Logi Einarsson varaformaður Samfylkingar sér hljóðs í liðnum Um fundarstjórn forseta. Hann sagði stutt til þingloka og óboðlegt væri að setja á dagskrá tvö mikilvæg mál, söluna á Íslandsbanka og svo um slit á ÍL-sjóði. Fjármálaráðherra væri ekki staddur í þinginu og hann gat ekki séð að það væri ekki hægt, þó stutt væri til þingloka, að hliðra dagskrá til svo Sigurður Ingi gæti verið viðstaddur umræðuna. Birgir Ármannsson forseti Alþingis sagði málið komið til annarrar umræðu og það væri á forræði nefndar; nefndarmenn fjalli um nefndarálit og því ætli forseti ekki að verða við þessa ósk stjórnarandstöðunnar. Þá streymdu þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu og tóku undir með Loga. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati sagði að sér væri fullkunnugt um að málið væri á forræði nefndarinnar við aðra umræðu en það væri stöku sinnum hægt að koma til móts við þingmenn og óskir þeirra. Oddný Harðardóttir Samfylkingu tók undir og sagði þetta sjálfsagða kröfu að fjármála- og efnahagsráðherra væri viðstaddur þegar svo stór mál eru tekin til umræðu. Margoft hafi það komið fyrir í þessum þingsal að kallað hafi verið eftir því að ráðherrar séu við 2. og 3. umræðu mála og það hefur oft komið fyrir að ráðherrar hafi hætt við utanlandsferðir til að hægt sé að taka mál til umræðu. að dagskrá hafi verið sett svona upp, ef vitað hefur verið að hann yrði erlendis." Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingu tók undir með félögum sínum í stjórnarandstöðunni og sagði ekki vera hægt að klaga uppá hana að hún léti sig vanta ef svo ber undir. Logi Einarsson mætti aftur og sagði að sér í lagi væri mikilvægt að hægt væri að heyra í Sigurði Inga því hann væri ekki aðeins fjármálaráðherra heldur væri hann einnig formaður Framsóknarflokksins og fingraför þess flokks væru út um allt á ÍL-sjóði. Umræður um þetta atriði eru yfirstandandi í þessum orðum töluðum.
Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira