Samdi Höllusmellinn á tuttugu mínútum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júní 2024 09:01 Matthías er enginn nýgræðingur þegar það kemur að tónlistarsköpun. Matthías Eyfjörð er maðurinn að baki einum óvæntasta smelli ársins, laginu Halla T House Mix því sem Halla Tómasdóttir verðandi forseti Íslands steig trylltan dans við með stuðningsmönnum sínum þegar hún mætti í hús í kosningateiti sitt í Grósku um helgina. Lagið var spilað oft og mörgum sinnum í teiti Höllu af plötusnúðnum Danna Deluxe og hefur slegið í gegn. Líklegt má þykja að það verði spilað oft og mörgum sinnum næstu árin nú þegar ljóst er að Halla er næsti forseti. „Það er ógeðslega gaman að þetta hafi sprungið svona út,“ segir Matthías sem var að sjálfsögðu inni í stúdíói þegar Vísir náði af honum tali. Hann segist hafa verið nýfarinn heim þegar fyrstu tölur bárust og missti því af því þegar Halla steig sigurdansinn við lagið. Hlusta má á lagið neðst í fréttinni. Matthías er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að semja tónlist og meðal annars pródúserað með þekktum tónlistarmenn líkt og Daniil og Jóa Pé. Þá á hann ekki langt að sækja hæfileikana en landsmenn hafa þekkt systur hans tónlistarkonuna GDRN um margra ára skeið. Halla T. steig á svið í Grósku við trylltan fögnuð stuðningsmanna sinna og lag Matthíasar undir. Samdi lagið í hjáverkum í Danmörku „Við félagi minn sem var í kosningateyminu hjá Höllu vorum að spjalla í símann þegar hann fékk hugmyndina, hann hefur líka áhuga á tónlist og spurði hvort ég gæti ekki prufað að remixa eitthvað house mix með því sem Halla hefur sagt,“ útskýrir Matthías. Hann segist á þessum tíma hafa verið á leiðinni til Danmerkur. Eðli málsins samkvæmt því haft lítinn tíma til að huga að því og eiginlega verið á því að hann nennti því ekki. Þá hafi hann ekki einu sinni verið viss um að hann myndi kjósa hana. „Svo heyrði hann í mér aftur á meðan ég var í Danmörku og ég henti bara í mixið, örugglega bara á einhverjum tuttugu mínútum eða eitthvað,“ segir Matthías hlæjandi. Eðli málsins samkvæmt sé hann því himinlifandi með vinsældir lagsins en Matthías segist á endanum hafa ákveðið að kjósa Höllu. „Ég tók hlutlausa ákvörðun, jafnvel þó ég hafi gert remixið þá leist mér einfaldlega bara best á hana. Það sem ég fílaði við hana, fyrir utan boðskapinn, var að hún leyfði unga fólkinu sem var að hjálpa henni í framboði að gera sitt. Það er ekkert hvaða forsetaframbjóðandi sem er til í eitthvað house lag.“ Ætlaði að leggja tónlistina á hilluna Matthías var sjálfur staddur í Grósku síðastliðið laugardagskvöld en var farinn heim stuttu áður en fyrstu tölur bárust í hús. „En ég heyrði að það hefði verið spilað mjög mikið!“ Hann segist aldrei hafa stefnt á tónlistina, hann hafi æft á gítar þegar hann var yngri í níu ár en svo tilkynnt mömmu sinni að hann væri kominn með nóg og að hann ætlaði sér ekki að verða tónlistarmaður. „Þá hafði ég fengið ógeðslega mikinn áhuga á tölvum og forritun. Síðan fattaði ég auðvitað að það er hægt að pródúsera tónlist í tölvu og fór út í það og kaldhæðnislega varð ég svo tónlistarmaður jafnvel þó ég hafi sagt skilið við hana.“ Tónlist Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Það er ógeðslega gaman að þetta hafi sprungið svona út,“ segir Matthías sem var að sjálfsögðu inni í stúdíói þegar Vísir náði af honum tali. Hann segist hafa verið nýfarinn heim þegar fyrstu tölur bárust og missti því af því þegar Halla steig sigurdansinn við lagið. Hlusta má á lagið neðst í fréttinni. Matthías er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að semja tónlist og meðal annars pródúserað með þekktum tónlistarmenn líkt og Daniil og Jóa Pé. Þá á hann ekki langt að sækja hæfileikana en landsmenn hafa þekkt systur hans tónlistarkonuna GDRN um margra ára skeið. Halla T. steig á svið í Grósku við trylltan fögnuð stuðningsmanna sinna og lag Matthíasar undir. Samdi lagið í hjáverkum í Danmörku „Við félagi minn sem var í kosningateyminu hjá Höllu vorum að spjalla í símann þegar hann fékk hugmyndina, hann hefur líka áhuga á tónlist og spurði hvort ég gæti ekki prufað að remixa eitthvað house mix með því sem Halla hefur sagt,“ útskýrir Matthías. Hann segist á þessum tíma hafa verið á leiðinni til Danmerkur. Eðli málsins samkvæmt því haft lítinn tíma til að huga að því og eiginlega verið á því að hann nennti því ekki. Þá hafi hann ekki einu sinni verið viss um að hann myndi kjósa hana. „Svo heyrði hann í mér aftur á meðan ég var í Danmörku og ég henti bara í mixið, örugglega bara á einhverjum tuttugu mínútum eða eitthvað,“ segir Matthías hlæjandi. Eðli málsins samkvæmt sé hann því himinlifandi með vinsældir lagsins en Matthías segist á endanum hafa ákveðið að kjósa Höllu. „Ég tók hlutlausa ákvörðun, jafnvel þó ég hafi gert remixið þá leist mér einfaldlega bara best á hana. Það sem ég fílaði við hana, fyrir utan boðskapinn, var að hún leyfði unga fólkinu sem var að hjálpa henni í framboði að gera sitt. Það er ekkert hvaða forsetaframbjóðandi sem er til í eitthvað house lag.“ Ætlaði að leggja tónlistina á hilluna Matthías var sjálfur staddur í Grósku síðastliðið laugardagskvöld en var farinn heim stuttu áður en fyrstu tölur bárust í hús. „En ég heyrði að það hefði verið spilað mjög mikið!“ Hann segist aldrei hafa stefnt á tónlistina, hann hafi æft á gítar þegar hann var yngri í níu ár en svo tilkynnt mömmu sinni að hann væri kominn með nóg og að hann ætlaði sér ekki að verða tónlistarmaður. „Þá hafði ég fengið ógeðslega mikinn áhuga á tölvum og forritun. Síðan fattaði ég auðvitað að það er hægt að pródúsera tónlist í tölvu og fór út í það og kaldhæðnislega varð ég svo tónlistarmaður jafnvel þó ég hafi sagt skilið við hana.“
Tónlist Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira