Loðin yfirlýsing UFC á elleftu stundu vekur furðu Aron Guðmundsson skrifar 3. júní 2024 11:49 Conor McGregor á að mæta Michael Chandler í bardagabúrinu á vegum UFC seinna í mánuðinum Vísir/Getty Yfirlýsing UFC-sambandsins, þess efnis að ekkert verði af áætluðum blaðamannafundi bardagakappanna Conor McGregor og Michael Chandler í Dublin seinna í dag, hefur vakið furðu og áætla margir að bardagi kappanna, sem fara á fram í Las Vegas seinna í mánuðinum, sé nú í uppnámi. Segja má að yfirlýsing komi á elleftu stundu fyrir UFC áhugafólk sem ætlaði að gera sér ferð á 3Arena leikvanginn í Dublin í dag til þess að verða vitni að blaðamannafundinum en eins og sagan hefur sýnt eru blaðamannafundir Conor McGregor jafnan skrautlegir og afar vel sóttir. UFC gefur lítið upp varðandi ástæðu frestunarinnar og hefur það bara vakið upp getgátur sem og stórar spurningar varðandi það hvort eitthvað verði af bardaga McGregor og Chandler yfir höfuð. Dear UFC Fans--The #UFC303 press conference scheduled for Monday June 3rd in Dublin, Ireland at 3Arena has been postponed until further notice. We sincerely apologize to all the fans who were planning to attend. When we have further information on a new date and time, we will… pic.twitter.com/nIXRIZl5pv— UFC (@ufc) June 3, 2024 „Blaðamannafundinum fyrir UFC 303 bardagakvöldið, sem fara átti fram mánudaginn 3.júní í Dublin á Írlandi, hefur verið frestað. Við biðjum það stuðningsfólk, sem ætlaði að gera sér ferð á blaðamannafundinn, afsökunar. Þegar að frekari upplýsingar berast um nýja dags- og tímasetningu munum við láta ykkur vita um leið,“ segir yfirlýsingu UFC. Dana White, forseti UFC sambandsins, hefur ekkert tjáð sig eftir að yfirlýsing UFC var gefin út en hann var sjálfur á leiðinni til Dublin líkt og hann tjáði blaðamönnum eftir bardagakvöld UFC sambandsins um nýliðna helgi. Þá hefur ekkert heyrst úr herbúðum McGregor eða Chandler eftir að yfirlýsingin var gefin út. UFC 303 bardagakvöldið fer fram á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas. Þar er aðalbardagi kvöldsins bardagi Conor McGregor og Michael Chandler sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu. Bardaginn markar endurkomu McGregor í búrið en hann barðist síðast í júlí árið 2021 gegn Dustin Poirier. Sá bardagi fór ekki vel fyrir Írann sem fótbrotnaði. Yfirlýsing UFC í morgun hefur eins og fyrr segir vakið upp margar spurningar um ástæðu frestunarinnar og telja margir nokkuð víst að McGregor tengist að einhverju leyti þeirri frestun. Spyrja sig margir að því hversu áhugasamur McGregor er um endurkomu sína í búrið eftir að myndskeið og myndir af honum og eiginkonu hans á næturlífinu í Dublin í síðustu viku birtust á samfélagsmiðlum. Má þar sjá McGregor á Black Forge Inn, bar hans eigu, aðeins nokkrum vikum fyrir bardagann gegn Michael Chandler. McGregor og Chandler þjálfuðu sitthvort liðið í The Ultimate Fighter, raunveruleikaþáttaröð UFC sambandsins og má segja að sú þáttaröð hafi lagt grunninn að komandi bardaga þeirraVísir Endurómar umræðan sem er uppi núna þá umræðu sem hefur verið uppi á borðinu undanfarin ár og snúa að því hvort viljinn og lönguninn hjá McGregor, í að halda bardagaferli sínum áfram, sé enn til staðar. Þá hafa hneykslismál utan búrsins tengd McGregor komið upp. Óspektir á almannafæri sem og ásakanir um nauðgun og líkamsárasir. McGregor hefur verið með hæst launuðu íþróttamönnum heims undanfarin ár, hann hefur stofnað sinn eigin rekstur, lifir hátt og þyrfti í rauninni, peninganna vegna, ekki að halda áfram að sínum UFC ferli. MMA Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Segja má að yfirlýsing komi á elleftu stundu fyrir UFC áhugafólk sem ætlaði að gera sér ferð á 3Arena leikvanginn í Dublin í dag til þess að verða vitni að blaðamannafundinum en eins og sagan hefur sýnt eru blaðamannafundir Conor McGregor jafnan skrautlegir og afar vel sóttir. UFC gefur lítið upp varðandi ástæðu frestunarinnar og hefur það bara vakið upp getgátur sem og stórar spurningar varðandi það hvort eitthvað verði af bardaga McGregor og Chandler yfir höfuð. Dear UFC Fans--The #UFC303 press conference scheduled for Monday June 3rd in Dublin, Ireland at 3Arena has been postponed until further notice. We sincerely apologize to all the fans who were planning to attend. When we have further information on a new date and time, we will… pic.twitter.com/nIXRIZl5pv— UFC (@ufc) June 3, 2024 „Blaðamannafundinum fyrir UFC 303 bardagakvöldið, sem fara átti fram mánudaginn 3.júní í Dublin á Írlandi, hefur verið frestað. Við biðjum það stuðningsfólk, sem ætlaði að gera sér ferð á blaðamannafundinn, afsökunar. Þegar að frekari upplýsingar berast um nýja dags- og tímasetningu munum við láta ykkur vita um leið,“ segir yfirlýsingu UFC. Dana White, forseti UFC sambandsins, hefur ekkert tjáð sig eftir að yfirlýsing UFC var gefin út en hann var sjálfur á leiðinni til Dublin líkt og hann tjáði blaðamönnum eftir bardagakvöld UFC sambandsins um nýliðna helgi. Þá hefur ekkert heyrst úr herbúðum McGregor eða Chandler eftir að yfirlýsingin var gefin út. UFC 303 bardagakvöldið fer fram á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas. Þar er aðalbardagi kvöldsins bardagi Conor McGregor og Michael Chandler sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu. Bardaginn markar endurkomu McGregor í búrið en hann barðist síðast í júlí árið 2021 gegn Dustin Poirier. Sá bardagi fór ekki vel fyrir Írann sem fótbrotnaði. Yfirlýsing UFC í morgun hefur eins og fyrr segir vakið upp margar spurningar um ástæðu frestunarinnar og telja margir nokkuð víst að McGregor tengist að einhverju leyti þeirri frestun. Spyrja sig margir að því hversu áhugasamur McGregor er um endurkomu sína í búrið eftir að myndskeið og myndir af honum og eiginkonu hans á næturlífinu í Dublin í síðustu viku birtust á samfélagsmiðlum. Má þar sjá McGregor á Black Forge Inn, bar hans eigu, aðeins nokkrum vikum fyrir bardagann gegn Michael Chandler. McGregor og Chandler þjálfuðu sitthvort liðið í The Ultimate Fighter, raunveruleikaþáttaröð UFC sambandsins og má segja að sú þáttaröð hafi lagt grunninn að komandi bardaga þeirraVísir Endurómar umræðan sem er uppi núna þá umræðu sem hefur verið uppi á borðinu undanfarin ár og snúa að því hvort viljinn og lönguninn hjá McGregor, í að halda bardagaferli sínum áfram, sé enn til staðar. Þá hafa hneykslismál utan búrsins tengd McGregor komið upp. Óspektir á almannafæri sem og ásakanir um nauðgun og líkamsárasir. McGregor hefur verið með hæst launuðu íþróttamönnum heims undanfarin ár, hann hefur stofnað sinn eigin rekstur, lifir hátt og þyrfti í rauninni, peninganna vegna, ekki að halda áfram að sínum UFC ferli.
MMA Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira