Blákaldur veruleiki blasir við Helgu Þórisdóttur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2024 10:37 Helga Þórisdóttir hlaut 275 atkvæði í forsetakosningu sem fram fór um helgina. Vísir/Vilhelm Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar snýr aftur til vinnu á morgun eftir leyfi vegna forsetaframboðs. Hún segir framboðið hafa verið mikið og lærdómsríkt ævintýri, en á sama tíma sé ljóst að erindi hennar hafi ekki náð í gegn. „Það er bara blákaldur veruleikinn og soðinn fiskur,“ segir Helga í samtali við fréttastofu, aðspurð um hvað taki við nú þegar forsetakosningum sé lokið. Helga var í launalausu leyfi frá störfum sínum sem forstjóri Persónuverndar til 1. júní. Hún ætlar að slaka á í dag og mæta til vinnu á morgun, þriðjudag. Svo hugsa ég að ég taki bara sumarleyfið mitt og sjái svo hvað verður. Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri Alþjóða- og fræðslusviðs, var staðgengill nöfnu sinnar á meðan hún var í framboði. „Hún hefur verið mín hægri hönd og hefur stýrt með sóma. Ég hef látið hana algjörlega um þetta og ekki snert á þessu. Það fór langbest á því að hafa innanbúðarmanneskju í þessu.“ Niðurstöður kosninganna vonbrigði Helga segir framboðið hafa verið meiri sprett en hún bjóst við. „En á sama skapi ótrúlega mikið ævintýri og mesti lærdómsferill sem ég hef farið í, það er nokkuð ljóst. Það er ofsalega mikil jákvæðni sem ég dreg úr þessu, ég hef fundið fyrir miklum stuðningi og hlýju, sérstaklega á ferð okkar hjóna um landið. Ég staldra alltaf við það jákvæða sem ég get dregið úr hverju ferli.“ Alls hlaut Helga 275 atkvæði í kosningunum og segir ljóst að sitt erindi hafi ekki komist í gegn. „Það er örugglega eitt og annað sem er hægt að skoða betur í því.“ Eiríkur Ingi Jóhannsson fékk fæst atkvæði í forsetakosningum frá upphafi, 101 talsins. Metið átti Hildur Þórðardóttir sem fék 294 atkvæði í forsetakosningunum árið 2016.Vísir/Anton Brink Niðurstöðurnar séu vissulega vonbrigði, það blasi við þegar maður gefi kost á sér sem forseti og endi ekki sem forseti. „Þetta var bara einlægt framboð af mikilli reynslu og mikilli þekkingu. En á sama tíma vorum við miklu fleiri í framboði en þegar ég fór fram og það má segja að leikar hafi snarbreyst eftir páska. Svo voru afdrifaríkar ákvarðanir teknar hjá einkareknum miðlum þegar hópnum var skipt upp þegar þrjár vikur voru eftir. Ég held að það hafi ráðið að mestu, eða miklu, um úrslitin.“ Aðspurð hvort það komi til greina að gefa aftur kost á sér síðar segist Helga taka sér eitt verkefni fyrir hendur í einu. „Nú er þjóðin búin að kjósa sér forseta í glæsilegu forsetakjöri. Það er yfirburðarkosning sem Halla Tómadóttir fær og ég óska henni mikils velfarnaðar í sínu starfi.“ Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
„Það er bara blákaldur veruleikinn og soðinn fiskur,“ segir Helga í samtali við fréttastofu, aðspurð um hvað taki við nú þegar forsetakosningum sé lokið. Helga var í launalausu leyfi frá störfum sínum sem forstjóri Persónuverndar til 1. júní. Hún ætlar að slaka á í dag og mæta til vinnu á morgun, þriðjudag. Svo hugsa ég að ég taki bara sumarleyfið mitt og sjái svo hvað verður. Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri Alþjóða- og fræðslusviðs, var staðgengill nöfnu sinnar á meðan hún var í framboði. „Hún hefur verið mín hægri hönd og hefur stýrt með sóma. Ég hef látið hana algjörlega um þetta og ekki snert á þessu. Það fór langbest á því að hafa innanbúðarmanneskju í þessu.“ Niðurstöður kosninganna vonbrigði Helga segir framboðið hafa verið meiri sprett en hún bjóst við. „En á sama skapi ótrúlega mikið ævintýri og mesti lærdómsferill sem ég hef farið í, það er nokkuð ljóst. Það er ofsalega mikil jákvæðni sem ég dreg úr þessu, ég hef fundið fyrir miklum stuðningi og hlýju, sérstaklega á ferð okkar hjóna um landið. Ég staldra alltaf við það jákvæða sem ég get dregið úr hverju ferli.“ Alls hlaut Helga 275 atkvæði í kosningunum og segir ljóst að sitt erindi hafi ekki komist í gegn. „Það er örugglega eitt og annað sem er hægt að skoða betur í því.“ Eiríkur Ingi Jóhannsson fékk fæst atkvæði í forsetakosningum frá upphafi, 101 talsins. Metið átti Hildur Þórðardóttir sem fék 294 atkvæði í forsetakosningunum árið 2016.Vísir/Anton Brink Niðurstöðurnar séu vissulega vonbrigði, það blasi við þegar maður gefi kost á sér sem forseti og endi ekki sem forseti. „Þetta var bara einlægt framboð af mikilli reynslu og mikilli þekkingu. En á sama tíma vorum við miklu fleiri í framboði en þegar ég fór fram og það má segja að leikar hafi snarbreyst eftir páska. Svo voru afdrifaríkar ákvarðanir teknar hjá einkareknum miðlum þegar hópnum var skipt upp þegar þrjár vikur voru eftir. Ég held að það hafi ráðið að mestu, eða miklu, um úrslitin.“ Aðspurð hvort það komi til greina að gefa aftur kost á sér síðar segist Helga taka sér eitt verkefni fyrir hendur í einu. „Nú er þjóðin búin að kjósa sér forseta í glæsilegu forsetakjöri. Það er yfirburðarkosning sem Halla Tómadóttir fær og ég óska henni mikils velfarnaðar í sínu starfi.“
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58