Blákaldur veruleiki blasir við Helgu Þórisdóttur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2024 10:37 Helga Þórisdóttir hlaut 275 atkvæði í forsetakosningu sem fram fór um helgina. Vísir/Vilhelm Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar snýr aftur til vinnu á morgun eftir leyfi vegna forsetaframboðs. Hún segir framboðið hafa verið mikið og lærdómsríkt ævintýri, en á sama tíma sé ljóst að erindi hennar hafi ekki náð í gegn. „Það er bara blákaldur veruleikinn og soðinn fiskur,“ segir Helga í samtali við fréttastofu, aðspurð um hvað taki við nú þegar forsetakosningum sé lokið. Helga var í launalausu leyfi frá störfum sínum sem forstjóri Persónuverndar til 1. júní. Hún ætlar að slaka á í dag og mæta til vinnu á morgun, þriðjudag. Svo hugsa ég að ég taki bara sumarleyfið mitt og sjái svo hvað verður. Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri Alþjóða- og fræðslusviðs, var staðgengill nöfnu sinnar á meðan hún var í framboði. „Hún hefur verið mín hægri hönd og hefur stýrt með sóma. Ég hef látið hana algjörlega um þetta og ekki snert á þessu. Það fór langbest á því að hafa innanbúðarmanneskju í þessu.“ Niðurstöður kosninganna vonbrigði Helga segir framboðið hafa verið meiri sprett en hún bjóst við. „En á sama skapi ótrúlega mikið ævintýri og mesti lærdómsferill sem ég hef farið í, það er nokkuð ljóst. Það er ofsalega mikil jákvæðni sem ég dreg úr þessu, ég hef fundið fyrir miklum stuðningi og hlýju, sérstaklega á ferð okkar hjóna um landið. Ég staldra alltaf við það jákvæða sem ég get dregið úr hverju ferli.“ Alls hlaut Helga 275 atkvæði í kosningunum og segir ljóst að sitt erindi hafi ekki komist í gegn. „Það er örugglega eitt og annað sem er hægt að skoða betur í því.“ Eiríkur Ingi Jóhannsson fékk fæst atkvæði í forsetakosningum frá upphafi, 101 talsins. Metið átti Hildur Þórðardóttir sem fék 294 atkvæði í forsetakosningunum árið 2016.Vísir/Anton Brink Niðurstöðurnar séu vissulega vonbrigði, það blasi við þegar maður gefi kost á sér sem forseti og endi ekki sem forseti. „Þetta var bara einlægt framboð af mikilli reynslu og mikilli þekkingu. En á sama tíma vorum við miklu fleiri í framboði en þegar ég fór fram og það má segja að leikar hafi snarbreyst eftir páska. Svo voru afdrifaríkar ákvarðanir teknar hjá einkareknum miðlum þegar hópnum var skipt upp þegar þrjár vikur voru eftir. Ég held að það hafi ráðið að mestu, eða miklu, um úrslitin.“ Aðspurð hvort það komi til greina að gefa aftur kost á sér síðar segist Helga taka sér eitt verkefni fyrir hendur í einu. „Nú er þjóðin búin að kjósa sér forseta í glæsilegu forsetakjöri. Það er yfirburðarkosning sem Halla Tómadóttir fær og ég óska henni mikils velfarnaðar í sínu starfi.“ Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
„Það er bara blákaldur veruleikinn og soðinn fiskur,“ segir Helga í samtali við fréttastofu, aðspurð um hvað taki við nú þegar forsetakosningum sé lokið. Helga var í launalausu leyfi frá störfum sínum sem forstjóri Persónuverndar til 1. júní. Hún ætlar að slaka á í dag og mæta til vinnu á morgun, þriðjudag. Svo hugsa ég að ég taki bara sumarleyfið mitt og sjái svo hvað verður. Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri Alþjóða- og fræðslusviðs, var staðgengill nöfnu sinnar á meðan hún var í framboði. „Hún hefur verið mín hægri hönd og hefur stýrt með sóma. Ég hef látið hana algjörlega um þetta og ekki snert á þessu. Það fór langbest á því að hafa innanbúðarmanneskju í þessu.“ Niðurstöður kosninganna vonbrigði Helga segir framboðið hafa verið meiri sprett en hún bjóst við. „En á sama skapi ótrúlega mikið ævintýri og mesti lærdómsferill sem ég hef farið í, það er nokkuð ljóst. Það er ofsalega mikil jákvæðni sem ég dreg úr þessu, ég hef fundið fyrir miklum stuðningi og hlýju, sérstaklega á ferð okkar hjóna um landið. Ég staldra alltaf við það jákvæða sem ég get dregið úr hverju ferli.“ Alls hlaut Helga 275 atkvæði í kosningunum og segir ljóst að sitt erindi hafi ekki komist í gegn. „Það er örugglega eitt og annað sem er hægt að skoða betur í því.“ Eiríkur Ingi Jóhannsson fékk fæst atkvæði í forsetakosningum frá upphafi, 101 talsins. Metið átti Hildur Þórðardóttir sem fék 294 atkvæði í forsetakosningunum árið 2016.Vísir/Anton Brink Niðurstöðurnar séu vissulega vonbrigði, það blasi við þegar maður gefi kost á sér sem forseti og endi ekki sem forseti. „Þetta var bara einlægt framboð af mikilli reynslu og mikilli þekkingu. En á sama tíma vorum við miklu fleiri í framboði en þegar ég fór fram og það má segja að leikar hafi snarbreyst eftir páska. Svo voru afdrifaríkar ákvarðanir teknar hjá einkareknum miðlum þegar hópnum var skipt upp þegar þrjár vikur voru eftir. Ég held að það hafi ráðið að mestu, eða miklu, um úrslitin.“ Aðspurð hvort það komi til greina að gefa aftur kost á sér síðar segist Helga taka sér eitt verkefni fyrir hendur í einu. „Nú er þjóðin búin að kjósa sér forseta í glæsilegu forsetakjöri. Það er yfirburðarkosning sem Halla Tómadóttir fær og ég óska henni mikils velfarnaðar í sínu starfi.“
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58