Fúlar stjörnur sem þurfa að spila fram á nótt í París Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júní 2024 23:31 Þreyttur Novak Djokovic í leiknum í nótt og skal engan undra. Vísir/Getty Opna franska meistaramótið fer fram í París þessa dagana en mótið er eitt af fjórum risamótum ársins. Stjörnur mótsins eru þó ósáttar með skipulagið í Frakklandi. Opna franska mótið í tennis sem leikið er á Roland Garros leikvanginum er eitt af fjórum risamótum í tennis á hverju ári. Komið er fram í fjórðu umferð mótsins en úrslitaleikirnir fara fram um næstu helgi. Stórstjarnan Novak Djokovic tryggði sér einmitt sæti í fjórðu umferðinni í nótt með sigri á Ítalíumanninum Lorenzo Musetti eftir fimm setta leik. Leikurinn stóð yfir í fjórar klukkustundir og 29 mínútur en margar af stjörnum mótsins hafa gagnrýnt tímasetningu leikja á mótinu. Leiknum lauk ekki fyrr en klukkan var rúmlega þrjú að nóttu til og aldrei hefur leik lokið jafn seint á Opna franska mótinu. Skipuleggjendur mótsins tróðu tveimur kvöldleikjum fyrir í dagskránni vegna rigningar og skipulagið fór í vaskinn. „Ég ætla ekki að blanda mér í umræðuna en ég held að það hefði verið hægt að gera hlutina öðruvísi,“ sagði Djokovic í viðtali eftir leik en hann á titil að verja á mótinu. „Það væri heillandi að einhverju leyti að vinna leik klukkan þrjú að nóttu til ef um væri að ræða síðasta leik mótsins, en þannig er það ekki núna.“ „Stefnir heilsu leikmanna í voða“ Fleiri leikmenn hafa tjáð sig um tímasetningu leikjanna. Hin bandaríska Coco Gauff segir að þetta sé ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum sem lenda í þessum aðstæðum og út frá heilsusjónarmiðum ætti ekki að spila leiki svona seint. „Ég held í alvörunni að það sé verið að stefna heilsu leikmanna í voða. Maður kemst ekki í rúmið fyrr en í fyrsta lagi klukkan fimm. Jafnvel ekki fyrr en klukkan sjö að morgni til.“ Efsta kona heimslistans Iga Swiatek segist efast um að áhorfendur nenni að horfa á leiki sem klárast svona seint. „Ég veit ekki hvort þeir horfa á leikina ef þeir þurfa að mæta í vinnu daginn eftir. Ekki ef leikirnir klárast klukkan tvö eða þrjú að nóttu.“ Tennis Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Opna franska mótið í tennis sem leikið er á Roland Garros leikvanginum er eitt af fjórum risamótum í tennis á hverju ári. Komið er fram í fjórðu umferð mótsins en úrslitaleikirnir fara fram um næstu helgi. Stórstjarnan Novak Djokovic tryggði sér einmitt sæti í fjórðu umferðinni í nótt með sigri á Ítalíumanninum Lorenzo Musetti eftir fimm setta leik. Leikurinn stóð yfir í fjórar klukkustundir og 29 mínútur en margar af stjörnum mótsins hafa gagnrýnt tímasetningu leikja á mótinu. Leiknum lauk ekki fyrr en klukkan var rúmlega þrjú að nóttu til og aldrei hefur leik lokið jafn seint á Opna franska mótinu. Skipuleggjendur mótsins tróðu tveimur kvöldleikjum fyrir í dagskránni vegna rigningar og skipulagið fór í vaskinn. „Ég ætla ekki að blanda mér í umræðuna en ég held að það hefði verið hægt að gera hlutina öðruvísi,“ sagði Djokovic í viðtali eftir leik en hann á titil að verja á mótinu. „Það væri heillandi að einhverju leyti að vinna leik klukkan þrjú að nóttu til ef um væri að ræða síðasta leik mótsins, en þannig er það ekki núna.“ „Stefnir heilsu leikmanna í voða“ Fleiri leikmenn hafa tjáð sig um tímasetningu leikjanna. Hin bandaríska Coco Gauff segir að þetta sé ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum sem lenda í þessum aðstæðum og út frá heilsusjónarmiðum ætti ekki að spila leiki svona seint. „Ég held í alvörunni að það sé verið að stefna heilsu leikmanna í voða. Maður kemst ekki í rúmið fyrr en í fyrsta lagi klukkan fimm. Jafnvel ekki fyrr en klukkan sjö að morgni til.“ Efsta kona heimslistans Iga Swiatek segist efast um að áhorfendur nenni að horfa á leiki sem klárast svona seint. „Ég veit ekki hvort þeir horfa á leikina ef þeir þurfa að mæta í vinnu daginn eftir. Ekki ef leikirnir klárast klukkan tvö eða þrjú að nóttu.“
Tennis Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira