Seinkun á tölum ekki að ástæðulausu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. júní 2024 19:59 Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar er ánægð með framkvæmd kosninganna. Vísir/Vilhelm Formaður landskjörstjórnar segir forsetakosningarnar sem og talningu atkvæða hafa gengið mjög vel fyrir sig. Hún segir hvergi hafa þurft að efna til endurtalningar og að ýmsar ástæður geti legið að baki þegar niðurstöðum talninga seinkar. Kosningarnar sem fóru farm í gær voru þær fyrstu eftir að ný kosningalög tóku gildi. Elín Margrét ræddi við Kristínu Edwald formann landskjörstjórnar í Kvöldfréttum. Hún segir kosningarnar hafa gengið vel. „Það kom ekkert vesen upp. Þetta gekk afskaplega vel fyrir sig og það var náttúrlega frábær kjörsókn sem er mjög gleðilegt,“ segir Kristín en bendir á að það þýði líka að telja hafi þurft tæplega 216 þúsund atkvæði. Þar af hafi um 172 þúsund atkvæði verið greidd í gær, sem sagt innan kjörfundar. Síðustu tölur bárust um níuleytið í morgun. Flytja þurfi sum atkvæði langa vegalengd Kristín segir ekki hafa þurft að endurtelja atkvæði eins og þurfti að gera í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum árið 2021. „Nei, ekkert slíkt. Það stemmir allt upp á punkt og prik. Og af því að þú nefnir ástandið í Norðvesturkjördæmi síðast þá skulum við líka muna eftir því þegar það var endurtalning í Suðurkjördæmi,“ segir Kristín og vísar til sömu kosninga þegar fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á endurtalningu í því Suðurkjördæmi. „Þar var verið að telja yfir þrjátíu þúsund atkvæði og þá stemmdi það upp á hvert einasta atkvæði,“ segir Kristín og að talningin hafi gengið mjög vel að þessu sinni. „Það sem fólk þarf líka að átta sig á varðandi tímann, að Suðurkjördæmi, Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi eru mjög víðfeðm landfræðilega. Þannig að það þarf að flytja kjörkassana eftir að kosningu lýkur svolítið langt í talningu í sumum tilfellum.“ En hafið þið fengið einhverjar athugasemdir frá kjósendum eða jafnvel framboðum sem þið í kjörstjórnum þurfið að fara yfir? „Engar athugasemdir sem landskjörstjórn hefur fengið frá framboðum. En svo fáum við alltaf ábendingar frá kjósendum um að eitthvað megi betur fara á einhverjum einstaka stöðum eða eitthvað slíkt. Og það er bara skoðað í samráði við yfirkjörstjórnir í hverju kjördæmi.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Kosningarnar sem fóru farm í gær voru þær fyrstu eftir að ný kosningalög tóku gildi. Elín Margrét ræddi við Kristínu Edwald formann landskjörstjórnar í Kvöldfréttum. Hún segir kosningarnar hafa gengið vel. „Það kom ekkert vesen upp. Þetta gekk afskaplega vel fyrir sig og það var náttúrlega frábær kjörsókn sem er mjög gleðilegt,“ segir Kristín en bendir á að það þýði líka að telja hafi þurft tæplega 216 þúsund atkvæði. Þar af hafi um 172 þúsund atkvæði verið greidd í gær, sem sagt innan kjörfundar. Síðustu tölur bárust um níuleytið í morgun. Flytja þurfi sum atkvæði langa vegalengd Kristín segir ekki hafa þurft að endurtelja atkvæði eins og þurfti að gera í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum árið 2021. „Nei, ekkert slíkt. Það stemmir allt upp á punkt og prik. Og af því að þú nefnir ástandið í Norðvesturkjördæmi síðast þá skulum við líka muna eftir því þegar það var endurtalning í Suðurkjördæmi,“ segir Kristín og vísar til sömu kosninga þegar fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á endurtalningu í því Suðurkjördæmi. „Þar var verið að telja yfir þrjátíu þúsund atkvæði og þá stemmdi það upp á hvert einasta atkvæði,“ segir Kristín og að talningin hafi gengið mjög vel að þessu sinni. „Það sem fólk þarf líka að átta sig á varðandi tímann, að Suðurkjördæmi, Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi eru mjög víðfeðm landfræðilega. Þannig að það þarf að flytja kjörkassana eftir að kosningu lýkur svolítið langt í talningu í sumum tilfellum.“ En hafið þið fengið einhverjar athugasemdir frá kjósendum eða jafnvel framboðum sem þið í kjörstjórnum þurfið að fara yfir? „Engar athugasemdir sem landskjörstjórn hefur fengið frá framboðum. En svo fáum við alltaf ábendingar frá kjósendum um að eitthvað megi betur fara á einhverjum einstaka stöðum eða eitthvað slíkt. Og það er bara skoðað í samráði við yfirkjörstjórnir í hverju kjördæmi.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent