„Menn þurfa að gera sér grein fyrir að við erum í botnbaráttu, engu öðru“ Árni Gísli Magnússon skrifar 1. júní 2024 20:01 Hallgrímur hefur þó allavega náð smá lit í dag. Vísir/Anton Brink Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var langt frá því að vera sáttur með lið sitt eftir 3-2 tap gegn ÍA en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Hann var sérstaklega ósáttur með varnarleikinn en KA hefur fengið á sig flest mörk allra liða í deildinni eða 23 talsins. „Bara rosalega svekkjandi en byrjum leikinn og komumst yfir en svo gefum við þeim gjörsamlega mark beint sem er náttúrulega óþægilegt. Síðan er leikurinn bara ping pong og við förum inn í hálfleik í 3-2 og það er bara of mikið að fá á sig þrjú mörk á heimavelli og það er eitthvað sem við þurfum gjöra svo vel að gera okkur grein fyrir í KA að þú vinnur ekki fótboltaleiki með því að fá svona mörg mörk á þig og það er það sem við þurfum að vinna í allir sem einn.“ Það virtist margt fara úrskeiðis hjá KA eftir að þeir skora fyrsta mark leikins en Skagamenn jafna strax í næstu sókn og komast fljótlega yfir. „Kemur náttúrulega bara að varnarmaður ætlar að skalla til baka á markmann en skallar boltann beint fyrir sóknarmanninn sem skorar og það var bara högg, gerist svo sem ekkert meira en það, síðan eigum við hundrað prósent að fá víti í fyrri hálfleik þegar [Birgir Baldvinsson] kemst í boltann og er sparkaður niður og ekkert dæmt, að sama skapi lætur hann þá hafa víti fyrir nákvæmlega eins atriði hinu megin og það hefur bara mikil áhrif á leikinn.“ „Dómarinn hefur því miður bara misst af okkar atriði og það er ekki gott en hins vegar þurfum við að líta í eigin barm, við þurfum að sýna betri varnarleik, við erum að skapa fult af færum, við erum að skora mörk, en við fáum alltaf mörk á okkur.“ Það gekk lítið upp hjá KA á síðasta þriðjungi vallarins í síðari hálfleik þar sem m.a. margar slæmar fyrirgjafir komu úr góðum stöðum. „Það er eins og menn verða stressaðir og við áttum bara að gera betur í fyrirgjafastöðunum, það er bara hárrétt hjá þér.“ „Þetta er bara erfitt, við þurfum bara að sýna úr hverju við erum gerðir, þetta er ekki flókið, menn þurfa að gera sér grein fyrir að við erum í botnbaráttu, engu öðru, og nú þurfum við bara að bæta þá hluti sem við þurfum að gera betur og það er enginn að fara hjálpa okkur úr þessu, það erum bara við sjálfir og við þurfum að standa saman hérna í kringum liðið og allir strákarnir og við þurfum bara að rífa okkur upp varnarlega“, sagði Hallgrímur að lokum. Besta deild karla ÍA KA Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
„Bara rosalega svekkjandi en byrjum leikinn og komumst yfir en svo gefum við þeim gjörsamlega mark beint sem er náttúrulega óþægilegt. Síðan er leikurinn bara ping pong og við förum inn í hálfleik í 3-2 og það er bara of mikið að fá á sig þrjú mörk á heimavelli og það er eitthvað sem við þurfum gjöra svo vel að gera okkur grein fyrir í KA að þú vinnur ekki fótboltaleiki með því að fá svona mörg mörk á þig og það er það sem við þurfum að vinna í allir sem einn.“ Það virtist margt fara úrskeiðis hjá KA eftir að þeir skora fyrsta mark leikins en Skagamenn jafna strax í næstu sókn og komast fljótlega yfir. „Kemur náttúrulega bara að varnarmaður ætlar að skalla til baka á markmann en skallar boltann beint fyrir sóknarmanninn sem skorar og það var bara högg, gerist svo sem ekkert meira en það, síðan eigum við hundrað prósent að fá víti í fyrri hálfleik þegar [Birgir Baldvinsson] kemst í boltann og er sparkaður niður og ekkert dæmt, að sama skapi lætur hann þá hafa víti fyrir nákvæmlega eins atriði hinu megin og það hefur bara mikil áhrif á leikinn.“ „Dómarinn hefur því miður bara misst af okkar atriði og það er ekki gott en hins vegar þurfum við að líta í eigin barm, við þurfum að sýna betri varnarleik, við erum að skapa fult af færum, við erum að skora mörk, en við fáum alltaf mörk á okkur.“ Það gekk lítið upp hjá KA á síðasta þriðjungi vallarins í síðari hálfleik þar sem m.a. margar slæmar fyrirgjafir komu úr góðum stöðum. „Það er eins og menn verða stressaðir og við áttum bara að gera betur í fyrirgjafastöðunum, það er bara hárrétt hjá þér.“ „Þetta er bara erfitt, við þurfum bara að sýna úr hverju við erum gerðir, þetta er ekki flókið, menn þurfa að gera sér grein fyrir að við erum í botnbaráttu, engu öðru, og nú þurfum við bara að bæta þá hluti sem við þurfum að gera betur og það er enginn að fara hjálpa okkur úr þessu, það erum bara við sjálfir og við þurfum að standa saman hérna í kringum liðið og allir strákarnir og við þurfum bara að rífa okkur upp varnarlega“, sagði Hallgrímur að lokum.
Besta deild karla ÍA KA Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira