„Erum á ákveðinni vegferð” Árni Gísli Magnússon skrifar 1. júní 2024 19:30 Arnór í leik gegn Stjörnunni Vísir/Pawel Arnór Smárason, hinn þaulreyndi fyrirliði ÍA, var kampakátur í viðtali eftir 3-2 útisigur gegn KA í 9. umferð bestu deildarinnar þar sem öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Arnór skoraði þriðja mark leiksins af vítapunktinum. „Bara liðsheildin hjá okkur. Mér fannst við sérstaklega í seinni hálfeik vera að þjást mjög vel, gerðum það sem lið, bæði þeir sem byrjuðu leikinn og svo þessi strákar sem komu inn í hann, allir voru að leggja sig 110% fram þannig það var liðsheildin sem að sannarlega skóp þennan sigur.” KA kemst yfir snemma leiks en ÍA jafnaði strax í næstu sókn. Fannst Arnóri eitthvað breytast við fyrsta mark leiksins? „Við sýnum mjög góðan karakter, gerum slæm mistök í fyrsta markinu, en svörum strax til baka og mér finnst það sýna ákveðinn karakter sem býr í þessu liði og við komumst inn í seinni hálfleikinn og vitum að KA er bara með gott lið, eru búnir að vera óheppnir í sumar og vissum að þeir myndu aðeins pressa á okkur og við þurftum að vera þéttir og vinna vel saman og við gerðum það svo sannarlega. Það er mjög sterkt að koma norður og taka þrjú stig þannig við erum ótrúlega sáttir.” ÍA er nýliði í efstu deid og liðið hefur sótt 13 stig úr fyrstu 9 leikjum tímabilsins og situr í 6. sæti. En eru meiri væntingar um góðan árangur hjá ÍA sem nýliðum en öðrum nýliðum vegna sögu félagsins? „Við þekkjum allir söguna og vitum allir hvar ég vil vera en við erum á ákveðinni vegferð og erum bara á leiðinni þangað sem við viljum vera og það eru allir að leggja sig gríðarlega vel fram og við erum að sigla í rétta átt saman og mér finnst það einkenna þennan hóp og þetta lið akkúrat núna og við erum eins liðsheild og það bara skilar sér í svona leikjum eins og í dag.” Er búinn að vera stígandi í liðinu? „Já klárlega og mér finnst við búnir að vera þokkalega solid í allt sumar. Auðvitað er þetta ekki alveg búið að detta með okkur hér og þar og er alveg búið að vera smá rót á liðinu, menn búnir að vera í banni og í meiðslum þannig bara stoltur af þeim sem hafa komið inn í þetta. Þetta eru skagamenn og margir spilað nokkur tímabil í Kára og taka skrefið upp í meistaraflokk og þetta er alveg svona leið sem við skagamenn viljum sjá. Sjáið bara Hilmar (Elís Hilmarsson) í dag, kemur inn í þetta, fyrsti leikur hans í efstu deild og stendur sig bara alveg eins og hetja. Ég get nefnt fleiri, Guffa (Guðfinn Þór Leósson) sem kemur inn í þetta og marga aðra en er mest stoltur af þessu.” Árni Salvar Heimisson stýrði fagnaðarlátum skagamanna á vellinum eftir leik fyrir framan stuðningsmenn liðsins og nýtti röddina til hins ítrasta áður en samherjar hans tóku undir og því ekki úr vegi að spurja hvort að Árni sé ekki með viskírödd það sem eftir lifi kvölds? „Árni Salvar er náttúrulega einstakur karakter og værum alveg til í að hafa fleiri Árna í okkar hóp en hann er orðinn vanur þessu, við unnum marga leiki í Lengjunni í fyrra og ætlum okkur bara að halda því afram.” Besta deild karla KA ÍA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
„Bara liðsheildin hjá okkur. Mér fannst við sérstaklega í seinni hálfeik vera að þjást mjög vel, gerðum það sem lið, bæði þeir sem byrjuðu leikinn og svo þessi strákar sem komu inn í hann, allir voru að leggja sig 110% fram þannig það var liðsheildin sem að sannarlega skóp þennan sigur.” KA kemst yfir snemma leiks en ÍA jafnaði strax í næstu sókn. Fannst Arnóri eitthvað breytast við fyrsta mark leiksins? „Við sýnum mjög góðan karakter, gerum slæm mistök í fyrsta markinu, en svörum strax til baka og mér finnst það sýna ákveðinn karakter sem býr í þessu liði og við komumst inn í seinni hálfleikinn og vitum að KA er bara með gott lið, eru búnir að vera óheppnir í sumar og vissum að þeir myndu aðeins pressa á okkur og við þurftum að vera þéttir og vinna vel saman og við gerðum það svo sannarlega. Það er mjög sterkt að koma norður og taka þrjú stig þannig við erum ótrúlega sáttir.” ÍA er nýliði í efstu deid og liðið hefur sótt 13 stig úr fyrstu 9 leikjum tímabilsins og situr í 6. sæti. En eru meiri væntingar um góðan árangur hjá ÍA sem nýliðum en öðrum nýliðum vegna sögu félagsins? „Við þekkjum allir söguna og vitum allir hvar ég vil vera en við erum á ákveðinni vegferð og erum bara á leiðinni þangað sem við viljum vera og það eru allir að leggja sig gríðarlega vel fram og við erum að sigla í rétta átt saman og mér finnst það einkenna þennan hóp og þetta lið akkúrat núna og við erum eins liðsheild og það bara skilar sér í svona leikjum eins og í dag.” Er búinn að vera stígandi í liðinu? „Já klárlega og mér finnst við búnir að vera þokkalega solid í allt sumar. Auðvitað er þetta ekki alveg búið að detta með okkur hér og þar og er alveg búið að vera smá rót á liðinu, menn búnir að vera í banni og í meiðslum þannig bara stoltur af þeim sem hafa komið inn í þetta. Þetta eru skagamenn og margir spilað nokkur tímabil í Kára og taka skrefið upp í meistaraflokk og þetta er alveg svona leið sem við skagamenn viljum sjá. Sjáið bara Hilmar (Elís Hilmarsson) í dag, kemur inn í þetta, fyrsti leikur hans í efstu deild og stendur sig bara alveg eins og hetja. Ég get nefnt fleiri, Guffa (Guðfinn Þór Leósson) sem kemur inn í þetta og marga aðra en er mest stoltur af þessu.” Árni Salvar Heimisson stýrði fagnaðarlátum skagamanna á vellinum eftir leik fyrir framan stuðningsmenn liðsins og nýtti röddina til hins ítrasta áður en samherjar hans tóku undir og því ekki úr vegi að spurja hvort að Árni sé ekki með viskírödd það sem eftir lifi kvölds? „Árni Salvar er náttúrulega einstakur karakter og værum alveg til í að hafa fleiri Árna í okkar hóp en hann er orðinn vanur þessu, við unnum marga leiki í Lengjunni í fyrra og ætlum okkur bara að halda því afram.”
Besta deild karla KA ÍA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira