Ég kýs Michael Jordan (Höllu Hrund Logadóttur) Óskar Arnarson skrifar 1. júní 2024 18:32 Ímyndið ykkur forseta sem býr yfir visku fortíðar en sér fyrir framtíðina. Halla Hrund er kona vísinda sem mun leiða sjálfbæra nýsköpun og tryggja að við nýtum auðlindir Íslands á vistvænan hátt. Sem háskólakennari hvetur hún ungt fólk til að taka virkan þátt í að móta landið sitt. Hún talar fyrir friði og leggur þunga áherslu á menningu okkar og listir. Á alþjóðavettvangi er hún framsækin baráttukona sem mun berjast fyrir því að Ísland sé forysturíki, en ekki aðeins áhorfandi. Kjósum Höllu Hrund, náttúruaflið sem veit að hver Íslendingur gegnir lykilhlutverki í að móta framtíð þjóðarinnar. Kjósum leiðtoga sem skapar tækifæri úr áskorunum, deilir fögnuði með okkur og ber hagsmuni okkar allra fyrir brjósti. Halla Hrund er einstök. Ég hef aldrei á ævinni kynnst öðrum eins dugnaði. Hún skorar á sjálfa sig eins og Michael Jordan er þekktur fyrir og skilur allt eftir „á vellinum“. Hún spurði eftirminnilega: „Fór Guðni Th. á 3 staði á dag? Þá förum við á 6" — sem endaði svo í 10 í sumum tilfellum. Þetta, er Halla Hrund í hnotskurn. Hún er keppnismanneskja sem elskar þetta land. Og það er m.a. það sem hún kemur með að forsetaborðinu. Ekki sakar að hafa hann Kristján Frey Kristjánsson, henni við hlið. Reynslumikill snillingur sem hefur leitt frumkvöðlastarf og hraðlana á Íslandi á síðasta áratug. En talandi um reynslu. Lítum á hluta af því sem hún hefur gert fyrir utan sín störf sem Orkumálastjóri og kennari við Harvard. Á meðan aðrir hafa talað árum saman, þá framkvæmdi Halla Hrund. Hún tikkar í öll box. Iceland on the Edge er íslensk menningarhátíð sem hún leiddi og kynnti Ísland á vegum Utanríkisráðuneytisins og náði til tugi milljóna manna. Samkvæmt fjölmiðlagreiningu Auxipress var áætlað auglýsingaverðmæti blaða- og sjónvarpsumfjöllunar um hátíðina hafi verið yfir 200 milljónir íslenskra króna (eða ~372m, grófreiknað með verðlagsreiknivél dagsins í dag). Iceland School of Energy stofnaði hún til að mennta fólk í sjálfbærum orkumálum um allan heim. Girls for Girls project stofnaði hún til þess að mennta kvenfólk í leiðtogahæfni, sérstaklega í ríkjum þar sem kvenfólk á undir högg að sækja. Þetta eru konur á aldrinum 16-25 ára. Girls for Girls hefur menntað 10,000 þeirra og stefnir á 1 milljón kvenna með leiðtogahæfni 2025. Arctic Initiative við Harvard, kom hún á og er sömuleiðis risastórt verkefni þar sem fókusinn er settur á sjálfbærni og framtíð norðurslóða. Þetta verkefni sameinar leiðandi fræðimenn, stefnumótendur og frumkvöðla frá öllum heimshornum til að takast á við áskoranir sem svæðið stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga og annarra umhverfisáhrifa. Verkefnið vinnur einnig að því að efla samstarf milli ríkja og stuðla að friði og stöðugleika á norðurslóðum. Þetta snertir allt á málefnum (umhverfismál, jafnrétti, efling menningar o.fl.). Hún kom á nýsköpunarverkefni nýverið sem heitir Símaklefinn sem ýtir undir samverustundir hjá fjölskyldum og hvetur fólk til að hvíla símann. Allur ágóðinn rennur beint til Barnaheilla. Halla Hrund er fyrst og fremst "do-er" og leggur ekki síst áherslu á okkar aðal auðlind, þ.e. fólkið í landinu. Áskoranirnar eru margar því það er óásættanlegt að okkur líði ekki öllum a.m.k. bærilega, í þessu ríka landi. Það skiptir öllu máli fyrir komandi kynslóðir að í þetta embætti sé valin manneskja sem er ein af okkur og ver hagsmuni okkar. Þegar öllu er á botninn hvolft, þó við séum mismunandi, þá erum við einn hópur, eitt samfélag. Okkur er best borgið að vinna að því sameiginlega, að bjartari framtíð þar sem Ísland nær órækum árangri. Ég vil vera í vinningsliðinu með leiðtoga sem er umfram allt góð og björt manneskja. Því ætla ég að kjósa Höllu Hrund Logadóttur (sem ég kalla Michael Jordan okkar Íslendinga, því uppgjöf er ekki til í hennar orðaforða) og er þá við hæfi að ljúka þessum texta á slagorðinu — fyrir framtíðina. Höfundur er leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndið ykkur forseta sem býr yfir visku fortíðar en sér fyrir framtíðina. Halla Hrund er kona vísinda sem mun leiða sjálfbæra nýsköpun og tryggja að við nýtum auðlindir Íslands á vistvænan hátt. Sem háskólakennari hvetur hún ungt fólk til að taka virkan þátt í að móta landið sitt. Hún talar fyrir friði og leggur þunga áherslu á menningu okkar og listir. Á alþjóðavettvangi er hún framsækin baráttukona sem mun berjast fyrir því að Ísland sé forysturíki, en ekki aðeins áhorfandi. Kjósum Höllu Hrund, náttúruaflið sem veit að hver Íslendingur gegnir lykilhlutverki í að móta framtíð þjóðarinnar. Kjósum leiðtoga sem skapar tækifæri úr áskorunum, deilir fögnuði með okkur og ber hagsmuni okkar allra fyrir brjósti. Halla Hrund er einstök. Ég hef aldrei á ævinni kynnst öðrum eins dugnaði. Hún skorar á sjálfa sig eins og Michael Jordan er þekktur fyrir og skilur allt eftir „á vellinum“. Hún spurði eftirminnilega: „Fór Guðni Th. á 3 staði á dag? Þá förum við á 6" — sem endaði svo í 10 í sumum tilfellum. Þetta, er Halla Hrund í hnotskurn. Hún er keppnismanneskja sem elskar þetta land. Og það er m.a. það sem hún kemur með að forsetaborðinu. Ekki sakar að hafa hann Kristján Frey Kristjánsson, henni við hlið. Reynslumikill snillingur sem hefur leitt frumkvöðlastarf og hraðlana á Íslandi á síðasta áratug. En talandi um reynslu. Lítum á hluta af því sem hún hefur gert fyrir utan sín störf sem Orkumálastjóri og kennari við Harvard. Á meðan aðrir hafa talað árum saman, þá framkvæmdi Halla Hrund. Hún tikkar í öll box. Iceland on the Edge er íslensk menningarhátíð sem hún leiddi og kynnti Ísland á vegum Utanríkisráðuneytisins og náði til tugi milljóna manna. Samkvæmt fjölmiðlagreiningu Auxipress var áætlað auglýsingaverðmæti blaða- og sjónvarpsumfjöllunar um hátíðina hafi verið yfir 200 milljónir íslenskra króna (eða ~372m, grófreiknað með verðlagsreiknivél dagsins í dag). Iceland School of Energy stofnaði hún til að mennta fólk í sjálfbærum orkumálum um allan heim. Girls for Girls project stofnaði hún til þess að mennta kvenfólk í leiðtogahæfni, sérstaklega í ríkjum þar sem kvenfólk á undir högg að sækja. Þetta eru konur á aldrinum 16-25 ára. Girls for Girls hefur menntað 10,000 þeirra og stefnir á 1 milljón kvenna með leiðtogahæfni 2025. Arctic Initiative við Harvard, kom hún á og er sömuleiðis risastórt verkefni þar sem fókusinn er settur á sjálfbærni og framtíð norðurslóða. Þetta verkefni sameinar leiðandi fræðimenn, stefnumótendur og frumkvöðla frá öllum heimshornum til að takast á við áskoranir sem svæðið stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga og annarra umhverfisáhrifa. Verkefnið vinnur einnig að því að efla samstarf milli ríkja og stuðla að friði og stöðugleika á norðurslóðum. Þetta snertir allt á málefnum (umhverfismál, jafnrétti, efling menningar o.fl.). Hún kom á nýsköpunarverkefni nýverið sem heitir Símaklefinn sem ýtir undir samverustundir hjá fjölskyldum og hvetur fólk til að hvíla símann. Allur ágóðinn rennur beint til Barnaheilla. Halla Hrund er fyrst og fremst "do-er" og leggur ekki síst áherslu á okkar aðal auðlind, þ.e. fólkið í landinu. Áskoranirnar eru margar því það er óásættanlegt að okkur líði ekki öllum a.m.k. bærilega, í þessu ríka landi. Það skiptir öllu máli fyrir komandi kynslóðir að í þetta embætti sé valin manneskja sem er ein af okkur og ver hagsmuni okkar. Þegar öllu er á botninn hvolft, þó við séum mismunandi, þá erum við einn hópur, eitt samfélag. Okkur er best borgið að vinna að því sameiginlega, að bjartari framtíð þar sem Ísland nær órækum árangri. Ég vil vera í vinningsliðinu með leiðtoga sem er umfram allt góð og björt manneskja. Því ætla ég að kjósa Höllu Hrund Logadóttur (sem ég kalla Michael Jordan okkar Íslendinga, því uppgjöf er ekki til í hennar orðaforða) og er þá við hæfi að ljúka þessum texta á slagorðinu — fyrir framtíðina. Höfundur er leikstjóri.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun